Þorsteinn: Áhrif Tiger á golfið eins og áhrif Jordan á körfuboltann Anton Ingi Leifsson skrifar 13. ágúst 2018 19:30 Þorsteinn Hallgrímsson, golfspekingur, segir að áhrif Tiger Woods á golfið séu eins og áhrifin sem Michael Jordan hafði á körfuboltann. Woods endaði í öðru sætinu á síðasta risamóti ársins sem leikið var á Bellerive-vellinum í gær. Hann spilaði hringina fjóra á fjórtán undir pari en einungis Brook Koepka spilaði betur, eða á sextán undir. „Þetta þýðir að áhorfið mun aukast og áhuginn mun aukast. Ég held að fyrir okkur sem eru á kafinu í golfinu þá munum við fylgjast meira með,” sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Til dæmis á mótinu um helgina voru ótrúlega margir að fylgjast með og hreinlega halda með Tiger.” Á árinu hefur Tiger heldur betur klifrað upp töfluna á heimslistanum. Hann hefur farið upp um 630 sæti og situr nú í sæti 23 en hvaða áhrif hefur hann á golfið? „Hann hefur einhverja nærveru og hrífur fólkið með sér. Það sem hann gerir fyrir golfið er eins og Michael Jordan gerði fyrir körfuna. Það hrífast allir með og það er ekki hægt annað en að vilja fylgjast með honum. Alveg frábært.” „Tiger er 42 ára gamall. Hann er ekki aldargamall en hann sýnir það að ferillinn er langur ef menn halda sér í góðu formi. Hann er að gera það og hann á mikið eftir. Ég held að hann eigi eftir að vinna risamót.” Verður Tiger í Ryder-liði Bandaríkjanna en Ryderinn á er næsta leyti? „Já, ekki í nokkrum vafa. Hann er búinn að spila það vel að hann verður á National vellinum í Frakklandi. Ég bíð spenntur eftir að fylgjast með honum,” sagði Þorsteinn að lokum. Golf Tengdar fréttir Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð Brooks Koepka vann sinn annan risatitil sinn á árinu þegar hann sigraði PGA meistaramótið um helgina. 13. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þorsteinn Hallgrímsson, golfspekingur, segir að áhrif Tiger Woods á golfið séu eins og áhrifin sem Michael Jordan hafði á körfuboltann. Woods endaði í öðru sætinu á síðasta risamóti ársins sem leikið var á Bellerive-vellinum í gær. Hann spilaði hringina fjóra á fjórtán undir pari en einungis Brook Koepka spilaði betur, eða á sextán undir. „Þetta þýðir að áhorfið mun aukast og áhuginn mun aukast. Ég held að fyrir okkur sem eru á kafinu í golfinu þá munum við fylgjast meira með,” sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Til dæmis á mótinu um helgina voru ótrúlega margir að fylgjast með og hreinlega halda með Tiger.” Á árinu hefur Tiger heldur betur klifrað upp töfluna á heimslistanum. Hann hefur farið upp um 630 sæti og situr nú í sæti 23 en hvaða áhrif hefur hann á golfið? „Hann hefur einhverja nærveru og hrífur fólkið með sér. Það sem hann gerir fyrir golfið er eins og Michael Jordan gerði fyrir körfuna. Það hrífast allir með og það er ekki hægt annað en að vilja fylgjast með honum. Alveg frábært.” „Tiger er 42 ára gamall. Hann er ekki aldargamall en hann sýnir það að ferillinn er langur ef menn halda sér í góðu formi. Hann er að gera það og hann á mikið eftir. Ég held að hann eigi eftir að vinna risamót.” Verður Tiger í Ryder-liði Bandaríkjanna en Ryderinn á er næsta leyti? „Já, ekki í nokkrum vafa. Hann er búinn að spila það vel að hann verður á National vellinum í Frakklandi. Ég bíð spenntur eftir að fylgjast með honum,” sagði Þorsteinn að lokum.
Golf Tengdar fréttir Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð Brooks Koepka vann sinn annan risatitil sinn á árinu þegar hann sigraði PGA meistaramótið um helgina. 13. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð Brooks Koepka vann sinn annan risatitil sinn á árinu þegar hann sigraði PGA meistaramótið um helgina. 13. ágúst 2018 07:30