Illgresi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. ágúst 2018 10:12 Óvissan er órjúfanlegur þáttur í öllu vísindastarfi. Vísindamaður sem segir sínar niðurstöður hinn heilaga sannleik og að þær staðfesti eitthvað, sama hvað, með óyggjandi hætti er lítið betri en sölumenn snákaolíu. Með öðrum orðum; það er enginn sannleikur í vísindunum. Aðeins kenningar eða ályktanir, dregnar af traustum rannsóknum og tilraunum sem byggja á rökstuddri tilgátu um rannsakanlegt viðfangsefni. Kviðdómur í San Francisco fékk á dögunum það ömurlega verkefni að komast að þessum umdeilda sannleika þegar hann tók afstöðu til þess hvort efnið glýfosfat, sem er virka efnið í gróður- og illgresiseyðinum Roundup sem efnaframleiðslurisinn Monsanto framleiðir, hafi valdið eitilfrumukrabbameini hjá garðyrkjumanni í borginni. Niðurstaða kviðdómsins var á þá leið að glýfosafat hafi sannarlega valdið krabbameininu. Hinn dauðvona Dewayne Johnson fær 30 milljarða króna í skaðabætur. Frá því að niðurstaða kviðdómsins var kunngerð hafa margir fjölmiðlar gengið svo langt að fullyrða að tengsl glýfosfats og krabbameins séu nú loks staðfest. Vísindin eru ekki undirorpin almenningsáliti. Vísindin eiga að vera hafin yfir opinbera umræðu, enda nálgumst við hana oft á forsendum okkar frumstæðustu hvata, eins og ótta, ástar og haturs. Það að fela kviðdómi að skera úr um vísindaleg álitamál er í besta falli vafasamt og í versta falli háskalegt fyrir það hvernig við hugsum um og hagnýtum vísindi. Það er ekkert sem bendir til þess að glýfosfat valdi krabbameini. Langtíma rannsókn á áhrifum illgresiseyða á 90 þúsund bandaríska bændur hefur í aldarfjórðung ekki sýnt fram á nein skaðleg áhrif. Sameiginleg skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar komst að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar væru um aukna áhættu á krabbameini sökum glýfosfats hjá bændum og neytendum. Efnastofnun Evrópu komst síðan að því á síðasta ári að ekki væri hægt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi. Monsanto mun áfrýja niðurstöðunni, en um leið blasir við holskefla af málshöfðunum gegn fyrirtækinu. Niðurstaðan í San Francisco snertir jafnframt önnur fyrirtæki, enda á Monsanto ekki einkarétt á notkun efnisins. Krafan um að efnið verði bannað með öllu er jafnframt orðin háværari. Fari svo þurfum við að horfast í augu við minni uppskeru og hærra matarverð. Bændur munu annaðhvort þurfa að nota illgresiseyða sem eru mun skaðlegri heilsu manna og umhverfinu eða taka upp eldri aðferðir við að fjarlæga gróður og illgresi. Það er rökvilla að fjalla um vísindin sem kennivald. Vísindamenn eru ekki óskeikulir. Sagan er yfirfull af vísindamönnum sem skjátlaðist. Við höfum verið svo lánsöm að saga vísindanna, þó skrykkjótt sé, er vörðuð af framförum sem haldast í hendur við hina vísindalegu aðferð, en ekki niðurstöðu kviðdóms eða almannaálits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Vísindi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03 Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Óvissan er órjúfanlegur þáttur í öllu vísindastarfi. Vísindamaður sem segir sínar niðurstöður hinn heilaga sannleik og að þær staðfesti eitthvað, sama hvað, með óyggjandi hætti er lítið betri en sölumenn snákaolíu. Með öðrum orðum; það er enginn sannleikur í vísindunum. Aðeins kenningar eða ályktanir, dregnar af traustum rannsóknum og tilraunum sem byggja á rökstuddri tilgátu um rannsakanlegt viðfangsefni. Kviðdómur í San Francisco fékk á dögunum það ömurlega verkefni að komast að þessum umdeilda sannleika þegar hann tók afstöðu til þess hvort efnið glýfosfat, sem er virka efnið í gróður- og illgresiseyðinum Roundup sem efnaframleiðslurisinn Monsanto framleiðir, hafi valdið eitilfrumukrabbameini hjá garðyrkjumanni í borginni. Niðurstaða kviðdómsins var á þá leið að glýfosafat hafi sannarlega valdið krabbameininu. Hinn dauðvona Dewayne Johnson fær 30 milljarða króna í skaðabætur. Frá því að niðurstaða kviðdómsins var kunngerð hafa margir fjölmiðlar gengið svo langt að fullyrða að tengsl glýfosfats og krabbameins séu nú loks staðfest. Vísindin eru ekki undirorpin almenningsáliti. Vísindin eiga að vera hafin yfir opinbera umræðu, enda nálgumst við hana oft á forsendum okkar frumstæðustu hvata, eins og ótta, ástar og haturs. Það að fela kviðdómi að skera úr um vísindaleg álitamál er í besta falli vafasamt og í versta falli háskalegt fyrir það hvernig við hugsum um og hagnýtum vísindi. Það er ekkert sem bendir til þess að glýfosfat valdi krabbameini. Langtíma rannsókn á áhrifum illgresiseyða á 90 þúsund bandaríska bændur hefur í aldarfjórðung ekki sýnt fram á nein skaðleg áhrif. Sameiginleg skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar komst að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar væru um aukna áhættu á krabbameini sökum glýfosfats hjá bændum og neytendum. Efnastofnun Evrópu komst síðan að því á síðasta ári að ekki væri hægt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi. Monsanto mun áfrýja niðurstöðunni, en um leið blasir við holskefla af málshöfðunum gegn fyrirtækinu. Niðurstaðan í San Francisco snertir jafnframt önnur fyrirtæki, enda á Monsanto ekki einkarétt á notkun efnisins. Krafan um að efnið verði bannað með öllu er jafnframt orðin háværari. Fari svo þurfum við að horfast í augu við minni uppskeru og hærra matarverð. Bændur munu annaðhvort þurfa að nota illgresiseyða sem eru mun skaðlegri heilsu manna og umhverfinu eða taka upp eldri aðferðir við að fjarlæga gróður og illgresi. Það er rökvilla að fjalla um vísindin sem kennivald. Vísindamenn eru ekki óskeikulir. Sagan er yfirfull af vísindamönnum sem skjátlaðist. Við höfum verið svo lánsöm að saga vísindanna, þó skrykkjótt sé, er vörðuð af framförum sem haldast í hendur við hina vísindalegu aðferð, en ekki niðurstöðu kviðdóms eða almannaálits.
Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar