Fjártækniklasa komið á fót Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 15. ágúst 2018 06:15 Gunnlaugur fékk hugmyndina að stofnun klasans eftir að hafa rýnt í markaðsaðstæður. Hann telur þörf á mun meira samstarfi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nýstofnaður fjártækniklasi hefur það að markmiði að ýta undir samstarf og miðlun þekkingar á milli þeirra fyrirtækja sem starfa innan geirans. Búist er við tugum aðildarfyrirtækja en stofnendur klasans eru Þór Sigfússon stjórnarformaður, sem stofnaði einnig Sjávarklasann, og Gunnlaugur Jónsson sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Gunnlaugur var áður framkvæmdastjóri olíuleitarfyrirtækisins Eykon Energy og einn stofnenda sprotafyrirtækisins Fronkensteen. Hann segir í samtali við Markaðinn að stofnun klasa fyrir fjártæknifyrirtæki sé brýn enda séu örar breytingar fram undan í fjármálaheiminum. „Ég tel að landslagið í fjármálum muni gjörbreytast á næstu árum og áratugum nema yfirvöld skelli öllu í lás sem er ólíklegt. Þróunin er að mörgu leyti í átt að því að aflétta samkeppnishindrunum sem eru innbyggðar í regluverk fjármálakerfisins um allan heim. Bankar og fjármálafyrirtæki munu þurfa að finna sér ný líkön og geta ekki lengur treyst að sama skapi á landfræðilega vernd eins og staðsetningu innan ákveðinna myntsvæða,“ segir Gunnlaugur. „Stór fjármálafyrirtæki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa áttað sig á því að þau verði að taka þátt í þróuninni.“ Gunnlaugur segir að hugmyndin að stofnun klasans hafi kviknað þegar hann lagðist yfir markaðinn ásamt áhugamönnum um fjártækni til þess að reyna að skilja hvað væri í gangi. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að mun meira samstarf þyrfti að vera á milli fjártæknifyrirtækja sem eru að gera ólíka hluti.“ Undirbúningsvinna fyrir stofnun klasans hófst síðastliðinn vetur og er stefnt að því að starfsemin hefjist formlega í haust. „Við verðum með húsnæði þar sem fjártæknifyrirtæki eru til húsa þannig að í nábýlinu skapist gróska. Það hefur sýnt sig í Sjávarklasanum og við byggjum á þeirri reynslu,“ segir Gunnlaugur. „Grundvöllur fyrir samstarf, hugmyndir og lærdóm er ekki síður sprottinn frá óformlegu nábýli en formlegum fundum.“ Byggja á reynslu nágrannalanda Fjártæknigeirinn er góður vettvangur fyrir klasastarf, að sögn Gunnlaugs, þar sem erfitt getur verið að fóta sig í flóknum heimi fjármálanna. „Það eru lagalegir angar af öllu tagi, alls konar regluverk og skammstafanir um allt saman og við það blandast fjármálafræðin, hugbúnaðargerð og neytendahegðun. Enginn veit allt og þess vegna getur mikil gróska sprottið út frá samskiptum,“ segir Gunnlaugur. „Fólk þarf að þreifa sig áfram og í því felst að læra af mistökum annarra. Það er oftast gengið út frá því að nýsköpunarferlið sé uppfullt af mistökum en það er hægt að fækka þeim með því að endurtaka ekki mistök annarra.“ Þá mun Fjártækniklasinn jafnframt byggja á reynslu álíka klasa á Norðurlöndum og í Bretlandi sem hafa náð góðum árangri. „Við erum í sambandi við fjártækniklasa í nágrannalöndum og vonumst til þess að íslensk fyrirtæki geti fundið tækifæri í samstarfi þvert á landamæri. Bretar eru til dæmis komnir langt í því sem kallast opin bankastarfsemi (e. open banking) sem snýst um að bankar veiti fjártæknifyrirtækjum aðgang að upplýsingum og möguleikanum á að framkvæma færslur innan bankans undir eftirliti.“ Tugir aðildarfyrirtækja Aðspurður segir Gunnlaugur að búist sé við tugum aðildarfélaga í klasanum og að í heildina séu um 70 til 80 fyrirtæki sem fáist við fjártækni með einhverjum hætti. Þar með taldir eru íslensku viðskiptabankarnir. „Skilgreiningin á fjártæknifyrirtæki er mjög loðin vegna þess að stærstu fjártæknifélög landsins eru í raun bankarnir en hugtakið hefur iðulega verið notað óformlega um fyrirtæki í nýsköpun. Það má segja að klasinn verði myndaður úr hefðbundnum fjármálafyrirtækjum annars vegar og nýsköpunarfyrirtækjum hins vegar,“ segir Gunnlaugur og nefnir að hefðbundin fjármálafyrirtæki geti veitt smærri fjártæknifyrirtækjum brautargengi, eins og þegar Meniga fór í samstarf við Íslandsbanka. Starfsemi klasans verður byggð frá grunni og verður Gunnlaugur eini starfsmaðurinn til að byrja með. Hann segir að starfsemin sé að miklu leyti félagsstarf enda gangi hún út á að skapa umhverfi sem stuðlar að því að hugmyndir vakni og að snertifletir myndist. „Við höldum viðburði sem geta verið af ýmsu tagi og húsnæðið verður þá nokkurs konar félagsmiðstöð. Þetta geta verið málþing, kynningar eða einfaldlega almennir tengslamyndunarviðburðir þar sem fólk hittist án þess að það sé nein dagskrá,“ segir Gunnlaugur og bætir við að yfirgnæfandi hluti þeirra fyrirtækja sem hann hefur nú þegar rætt við um stofnun klasans hafi tekið mjög vel í hana. Stofnun Sjávarklasans árið 2011 gaf góða raun og nú eiga rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir í ýmiss konar haftengdri starfsemi á Íslandi aðild að klasanum. Fjórum árum síðar var Íslenski ferðaklasinn stofnaður og eru aðildarfyrirtæki hans 45 talsins. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Fjártækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Nýstofnaður fjártækniklasi hefur það að markmiði að ýta undir samstarf og miðlun þekkingar á milli þeirra fyrirtækja sem starfa innan geirans. Búist er við tugum aðildarfyrirtækja en stofnendur klasans eru Þór Sigfússon stjórnarformaður, sem stofnaði einnig Sjávarklasann, og Gunnlaugur Jónsson sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Gunnlaugur var áður framkvæmdastjóri olíuleitarfyrirtækisins Eykon Energy og einn stofnenda sprotafyrirtækisins Fronkensteen. Hann segir í samtali við Markaðinn að stofnun klasa fyrir fjártæknifyrirtæki sé brýn enda séu örar breytingar fram undan í fjármálaheiminum. „Ég tel að landslagið í fjármálum muni gjörbreytast á næstu árum og áratugum nema yfirvöld skelli öllu í lás sem er ólíklegt. Þróunin er að mörgu leyti í átt að því að aflétta samkeppnishindrunum sem eru innbyggðar í regluverk fjármálakerfisins um allan heim. Bankar og fjármálafyrirtæki munu þurfa að finna sér ný líkön og geta ekki lengur treyst að sama skapi á landfræðilega vernd eins og staðsetningu innan ákveðinna myntsvæða,“ segir Gunnlaugur. „Stór fjármálafyrirtæki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa áttað sig á því að þau verði að taka þátt í þróuninni.“ Gunnlaugur segir að hugmyndin að stofnun klasans hafi kviknað þegar hann lagðist yfir markaðinn ásamt áhugamönnum um fjártækni til þess að reyna að skilja hvað væri í gangi. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að mun meira samstarf þyrfti að vera á milli fjártæknifyrirtækja sem eru að gera ólíka hluti.“ Undirbúningsvinna fyrir stofnun klasans hófst síðastliðinn vetur og er stefnt að því að starfsemin hefjist formlega í haust. „Við verðum með húsnæði þar sem fjártæknifyrirtæki eru til húsa þannig að í nábýlinu skapist gróska. Það hefur sýnt sig í Sjávarklasanum og við byggjum á þeirri reynslu,“ segir Gunnlaugur. „Grundvöllur fyrir samstarf, hugmyndir og lærdóm er ekki síður sprottinn frá óformlegu nábýli en formlegum fundum.“ Byggja á reynslu nágrannalanda Fjártæknigeirinn er góður vettvangur fyrir klasastarf, að sögn Gunnlaugs, þar sem erfitt getur verið að fóta sig í flóknum heimi fjármálanna. „Það eru lagalegir angar af öllu tagi, alls konar regluverk og skammstafanir um allt saman og við það blandast fjármálafræðin, hugbúnaðargerð og neytendahegðun. Enginn veit allt og þess vegna getur mikil gróska sprottið út frá samskiptum,“ segir Gunnlaugur. „Fólk þarf að þreifa sig áfram og í því felst að læra af mistökum annarra. Það er oftast gengið út frá því að nýsköpunarferlið sé uppfullt af mistökum en það er hægt að fækka þeim með því að endurtaka ekki mistök annarra.“ Þá mun Fjártækniklasinn jafnframt byggja á reynslu álíka klasa á Norðurlöndum og í Bretlandi sem hafa náð góðum árangri. „Við erum í sambandi við fjártækniklasa í nágrannalöndum og vonumst til þess að íslensk fyrirtæki geti fundið tækifæri í samstarfi þvert á landamæri. Bretar eru til dæmis komnir langt í því sem kallast opin bankastarfsemi (e. open banking) sem snýst um að bankar veiti fjártæknifyrirtækjum aðgang að upplýsingum og möguleikanum á að framkvæma færslur innan bankans undir eftirliti.“ Tugir aðildarfyrirtækja Aðspurður segir Gunnlaugur að búist sé við tugum aðildarfélaga í klasanum og að í heildina séu um 70 til 80 fyrirtæki sem fáist við fjártækni með einhverjum hætti. Þar með taldir eru íslensku viðskiptabankarnir. „Skilgreiningin á fjártæknifyrirtæki er mjög loðin vegna þess að stærstu fjártæknifélög landsins eru í raun bankarnir en hugtakið hefur iðulega verið notað óformlega um fyrirtæki í nýsköpun. Það má segja að klasinn verði myndaður úr hefðbundnum fjármálafyrirtækjum annars vegar og nýsköpunarfyrirtækjum hins vegar,“ segir Gunnlaugur og nefnir að hefðbundin fjármálafyrirtæki geti veitt smærri fjártæknifyrirtækjum brautargengi, eins og þegar Meniga fór í samstarf við Íslandsbanka. Starfsemi klasans verður byggð frá grunni og verður Gunnlaugur eini starfsmaðurinn til að byrja með. Hann segir að starfsemin sé að miklu leyti félagsstarf enda gangi hún út á að skapa umhverfi sem stuðlar að því að hugmyndir vakni og að snertifletir myndist. „Við höldum viðburði sem geta verið af ýmsu tagi og húsnæðið verður þá nokkurs konar félagsmiðstöð. Þetta geta verið málþing, kynningar eða einfaldlega almennir tengslamyndunarviðburðir þar sem fólk hittist án þess að það sé nein dagskrá,“ segir Gunnlaugur og bætir við að yfirgnæfandi hluti þeirra fyrirtækja sem hann hefur nú þegar rætt við um stofnun klasans hafi tekið mjög vel í hana. Stofnun Sjávarklasans árið 2011 gaf góða raun og nú eiga rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir í ýmiss konar haftengdri starfsemi á Íslandi aðild að klasanum. Fjórum árum síðar var Íslenski ferðaklasinn stofnaður og eru aðildarfyrirtæki hans 45 talsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Fjártækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira