Fordæma árásir Trump á fjölmiðlafrelsi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. ágúst 2018 20:46 Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki. Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08
Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22