Fordæma árásir Trump á fjölmiðlafrelsi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. ágúst 2018 20:46 Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki. Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08
Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22