Hljóðmaður Guns N' Roses endaði óvænt á Bræðslunni Benedikt Bóas skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Atómstöðin rétt fyrir gigg á Bræðslunni ásamt Leon Fink hljóðmeistara lengst til hægri. Mynd/ Heiða Aðalsteinsdóttir Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00