Musk segist hafa átt erfitt ár Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 08:52 „Þetta hefur ekki verið frábært ár,“ sagði Musk. Vísir/AP Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri Tesla, segir mikið stress síðasta árs hafa sagt til sín. árið hafi verið einstaklega erfitt og hann hafi unnið í allt að 120 klukkustundir á viku og notast við lyf til að sofa. Í viðtali sem New York Times birti dag (Paywall) er Musk sagður hafa hlegið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð.„Þetta hefur ekki verið frábært ár,“ sagði Musk og bætti við að vinir hans hafi haft áhyggjur af honum. Meðal annars ræddi Musk umdeilt tíst þar sem hann sagðist vera að íhuga að taka Tesla af markaði og hann hefði þegar tryggt sér fjármagn til þess. Tístið er nú til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Bandaríkjanna en virði hlutabréfa Tesla hækkuðu um ellefu prósent á einum degi eftir tístið og í ljós hefur komið að fjármagnið var í rauninni ekki tryggt. Musk sagðist ekki sjá eftir tístinu. Hann hefði sent það frá sér á leiðinni í flug og sagðist vilja hafa gagnsæi varðandi viðræður sínar og ríkisstjórnar Sádi-Arabíu.Undir miklum þrýstingi Tesla hefur verið undir miklum þrýstingi varðandi framleiðslu rafmagnsbíla. Fyrirtækið hefur ekki framleitt nægjanlega marga bíla og hefur tapað miklum fjármunum. Þá hefur sömuleiðis ekki tekist að fjölga framleiddum bílum nægjanlega og hefur starfsmönnum fyrirtækisins ítrekað mistekist að ná eigin framleiðslumarkmiðum. Musk sagði í viðtalinu að hann héldi stundum til í verksmiðju Tesla í þrjá til fjóra daga í röð og hann hefði ekki tekið sér meira en vikufrí síðan hann hefði smitast af malaríu árið 2001. New York Times segir stjórn Tesla vera að leita að öðrum aðila til að hlaupa undir bagga með Musk og taka yfir einhver af verkefnum Musk.Samkvæmt New York Times óttast stjórnarmeðlimir Tesla að svefnlyfið Ambien, sem Musk segist nota til að sofa, hjálpi honum í raun ekki við að sofa. Þess í stað leiði það til undarlegra og óvenjulegra tísta. Hann segist þó ekki gefa frá sér stöður sínar sem formaður stjórnarinnar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hins vegar, ef einhver kæmi fram sem gæti staðið sig betur í starfi Musk gæti sá tekið við strax. Í viðtalinu ræddi Musk ekkert um umdeilt tíst hans þar sem hann kallaði breskan kafara, sem kom að björgun hóps drengja úr helli í Taílandi, barnaníðing. Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Deila Musk vegna prumpandi einhyrnings leyst Elon Musk og leirgerðarmaðurinn Tom Edwards hafa komist að samkomulagi vegna deilu þeirra um mynd af prumpandi einhyrningi. 21. júlí 2018 19:08 Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Þrátt fyrir áfangann er óljóst hvort að fyrirtækið geti haldið dampi í framleiðslu á Model 3. 2. júlí 2018 09:59 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri Tesla, segir mikið stress síðasta árs hafa sagt til sín. árið hafi verið einstaklega erfitt og hann hafi unnið í allt að 120 klukkustundir á viku og notast við lyf til að sofa. Í viðtali sem New York Times birti dag (Paywall) er Musk sagður hafa hlegið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð.„Þetta hefur ekki verið frábært ár,“ sagði Musk og bætti við að vinir hans hafi haft áhyggjur af honum. Meðal annars ræddi Musk umdeilt tíst þar sem hann sagðist vera að íhuga að taka Tesla af markaði og hann hefði þegar tryggt sér fjármagn til þess. Tístið er nú til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Bandaríkjanna en virði hlutabréfa Tesla hækkuðu um ellefu prósent á einum degi eftir tístið og í ljós hefur komið að fjármagnið var í rauninni ekki tryggt. Musk sagðist ekki sjá eftir tístinu. Hann hefði sent það frá sér á leiðinni í flug og sagðist vilja hafa gagnsæi varðandi viðræður sínar og ríkisstjórnar Sádi-Arabíu.Undir miklum þrýstingi Tesla hefur verið undir miklum þrýstingi varðandi framleiðslu rafmagnsbíla. Fyrirtækið hefur ekki framleitt nægjanlega marga bíla og hefur tapað miklum fjármunum. Þá hefur sömuleiðis ekki tekist að fjölga framleiddum bílum nægjanlega og hefur starfsmönnum fyrirtækisins ítrekað mistekist að ná eigin framleiðslumarkmiðum. Musk sagði í viðtalinu að hann héldi stundum til í verksmiðju Tesla í þrjá til fjóra daga í röð og hann hefði ekki tekið sér meira en vikufrí síðan hann hefði smitast af malaríu árið 2001. New York Times segir stjórn Tesla vera að leita að öðrum aðila til að hlaupa undir bagga með Musk og taka yfir einhver af verkefnum Musk.Samkvæmt New York Times óttast stjórnarmeðlimir Tesla að svefnlyfið Ambien, sem Musk segist nota til að sofa, hjálpi honum í raun ekki við að sofa. Þess í stað leiði það til undarlegra og óvenjulegra tísta. Hann segist þó ekki gefa frá sér stöður sínar sem formaður stjórnarinnar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hins vegar, ef einhver kæmi fram sem gæti staðið sig betur í starfi Musk gæti sá tekið við strax. Í viðtalinu ræddi Musk ekkert um umdeilt tíst hans þar sem hann kallaði breskan kafara, sem kom að björgun hóps drengja úr helli í Taílandi, barnaníðing.
Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Deila Musk vegna prumpandi einhyrnings leyst Elon Musk og leirgerðarmaðurinn Tom Edwards hafa komist að samkomulagi vegna deilu þeirra um mynd af prumpandi einhyrningi. 21. júlí 2018 19:08 Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Þrátt fyrir áfangann er óljóst hvort að fyrirtækið geti haldið dampi í framleiðslu á Model 3. 2. júlí 2018 09:59 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Deila Musk vegna prumpandi einhyrnings leyst Elon Musk og leirgerðarmaðurinn Tom Edwards hafa komist að samkomulagi vegna deilu þeirra um mynd af prumpandi einhyrningi. 21. júlí 2018 19:08
Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Þrátt fyrir áfangann er óljóst hvort að fyrirtækið geti haldið dampi í framleiðslu á Model 3. 2. júlí 2018 09:59
Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10
Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28
Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30