Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:58 Ætla má að þessir viðskiptavinir hafi keypt iPhone X ef marka má sölutölur síðasta fjórðungs. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira