Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 19:00 Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt. Sundlaugar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt.
Sundlaugar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira