Ólafur Kristjánsson: Eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli Árni Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2018 21:57 Ólafur Kristjánsson. vísir/bára Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“. Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira