Fótbolti

Hannes gæti mætt Alberti eða Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes gæti spilað á Íslandi í sumar.
Hannes gæti spilað á Íslandi í sumar. vísir/getty
Hannes Þór Halldórson og félagar í Qarabag mæta PSV Eindhoven í umspili forkepni Meistaradeildar Evrópu slái liðið Bate út.

Qarabag og Bate mætast í fyrri leik liðanna í Aserbaídsjan í kvöld en síðari leikur liðanna fer fram í Hvíta-Rússlandi eftir viku.

Sigurliðið mætir Albert Guðmundsson og félögum í PSV en PSV kemur inn í umspilið í forkeppninni eftir að hafa orðið meistari í Hollandi í fyrra.

Takist Hannesi og félögum ekki að komast áfram í Meistaradeildinni fer liðið í Evrópudeildina. Þar mætir Qarabag annað hvort Valsmönnum eða Sheriff svo Hannes gæti spilað á Íslandi í sumar.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö mæta skosku meisturunum í Celtic eða AEK slái liðið Vidi út. Falli liðið úr keppni bíður annað hvort Midtjylland eða TNS.

Slái Böðvar Böðvarsson og félagar í Jagiellonia út belgíska liðið Gent bíður annað hvort Pyunik eða Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel Aviv.

Hjörtur Hermansson fær Genk eða Lech Poznan en Jóhann Berg Guðmundsson mæta Olympiakos eða Luzern slái liðið út tyrkneska liðið Basaksehir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×