Þjónustugjöld á Þingvöllum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Gerræði, virðingarleysi við ferðaþjónustuna og skilningsleysi á samvinnu við hana – þetta er meðal þess sem stjórnendur þjóðgarða sýna ferðaþjónustunni að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Nokkrar staðreyndir geta ef til vill linað þessar einkunnir Bjarnheiðar Hallsdóttur, hvað Þjóðgarðinn á Þingvöllum áhrærir. Brugðist hefur verið við fjölgun ferðamanna þar á sjö árum, úr fáeinum hundruðum þúsunda á ári í 1,5 milljón, með ýmsum hætti. Stórauknu álagi á innviði og umhverfið er mætt með miklum framkvæmdum, nú síðast um 1.000 fermetra viðbót við miðstöðina á Hakinu og mikilli stækkun bílastæða. Þjónustugjöld standa undir verulegum hluta margra framkvæmda, þjónustu og rekstrar. Blaðagrein um m.a. hækkun þjónustugjalda á Þingvöllum gerir best gagn innihaldi hún sanngjarnar upplýsingar um þau, svo sem stærðargráðuna í samanburði við verð til ferðamanna og hvað gjöldin fela í sér, ekki aðeins hækkun í prósentum eða upphæðin ein, án þess að lesandinn viti ofan á hvaða upphæð ferðafyrirtækja hún leggst. Þau verulega íþyngjandi gjöld sem BH nefnir eru m.a þessi: Gjald fyrir einka- eða bílaleigubíl á stæði er 750 kr. en var 500 kr. Ferðaþjónustan sem slík greiðir alla jafna ekki þessi gjöld. Hækkunin er heil 50% en um leið var salernisgjald (200 kr.) lagt niður en BH getur þess ekki. Fyrir ferðaþjónustubíl með allt að 8 farþegum er gjaldið 1.000 kr., en 1.800 kr. fyrir allt að 20 manna rútu og fyrir yfir 20 manna bíla er gjaldið 3.500 kr. Gullhringsferð kostar t.d. um 8.000 kr. í fullum 19 manna kálfi greiða ferðamenn 152.000 kr. fyrir ferðina. Kostnaðarauki ferðaþjónustunnar er 1.800 kr., eða um 90 kr. á farþega, og hægt er að tilkynna hópferðamönnunum að ekki sé greitt fyrir salernisnotkun, líkt og áður var. Í fullri stórrútu er kostnaðaraukinn enn minni á farþega. Vissulega aka hálftómir ferðaþjónustubílar um Þingvelli – hér er aðeins tekið dæmi til skýringar. Silfrugjaldið hækkaði í 1.500 kr. vegna þess að lagt hefur verið í margra milljóna króna kostnað með þjónustuhúsum á staðnum og öðrum úrbótum, m.a. sjúkraflutningamanni á vakt í þjóðgarðinum. Gjaldið var 1.000 kr., óbreytt frá 2012, og tvöfaldaðist ekki eins og BH skrifar. Köfun í Silfru kostar frá 14.000 kr. til 35.000 kr. og þær upphæðir hækka þá um 750 kr. Hóf hefur verið í heiðri haft.Höfundur er formaður Þingvallanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Gerræði, virðingarleysi við ferðaþjónustuna og skilningsleysi á samvinnu við hana – þetta er meðal þess sem stjórnendur þjóðgarða sýna ferðaþjónustunni að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Nokkrar staðreyndir geta ef til vill linað þessar einkunnir Bjarnheiðar Hallsdóttur, hvað Þjóðgarðinn á Þingvöllum áhrærir. Brugðist hefur verið við fjölgun ferðamanna þar á sjö árum, úr fáeinum hundruðum þúsunda á ári í 1,5 milljón, með ýmsum hætti. Stórauknu álagi á innviði og umhverfið er mætt með miklum framkvæmdum, nú síðast um 1.000 fermetra viðbót við miðstöðina á Hakinu og mikilli stækkun bílastæða. Þjónustugjöld standa undir verulegum hluta margra framkvæmda, þjónustu og rekstrar. Blaðagrein um m.a. hækkun þjónustugjalda á Þingvöllum gerir best gagn innihaldi hún sanngjarnar upplýsingar um þau, svo sem stærðargráðuna í samanburði við verð til ferðamanna og hvað gjöldin fela í sér, ekki aðeins hækkun í prósentum eða upphæðin ein, án þess að lesandinn viti ofan á hvaða upphæð ferðafyrirtækja hún leggst. Þau verulega íþyngjandi gjöld sem BH nefnir eru m.a þessi: Gjald fyrir einka- eða bílaleigubíl á stæði er 750 kr. en var 500 kr. Ferðaþjónustan sem slík greiðir alla jafna ekki þessi gjöld. Hækkunin er heil 50% en um leið var salernisgjald (200 kr.) lagt niður en BH getur þess ekki. Fyrir ferðaþjónustubíl með allt að 8 farþegum er gjaldið 1.000 kr., en 1.800 kr. fyrir allt að 20 manna rútu og fyrir yfir 20 manna bíla er gjaldið 3.500 kr. Gullhringsferð kostar t.d. um 8.000 kr. í fullum 19 manna kálfi greiða ferðamenn 152.000 kr. fyrir ferðina. Kostnaðarauki ferðaþjónustunnar er 1.800 kr., eða um 90 kr. á farþega, og hægt er að tilkynna hópferðamönnunum að ekki sé greitt fyrir salernisnotkun, líkt og áður var. Í fullri stórrútu er kostnaðaraukinn enn minni á farþega. Vissulega aka hálftómir ferðaþjónustubílar um Þingvelli – hér er aðeins tekið dæmi til skýringar. Silfrugjaldið hækkaði í 1.500 kr. vegna þess að lagt hefur verið í margra milljóna króna kostnað með þjónustuhúsum á staðnum og öðrum úrbótum, m.a. sjúkraflutningamanni á vakt í þjóðgarðinum. Gjaldið var 1.000 kr., óbreytt frá 2012, og tvöfaldaðist ekki eins og BH skrifar. Köfun í Silfru kostar frá 14.000 kr. til 35.000 kr. og þær upphæðir hækka þá um 750 kr. Hóf hefur verið í heiðri haft.Höfundur er formaður Þingvallanefndar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun