Lýsir „ógeðslegu“ handabandi Trumps og klíkuskapnum í Friends Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 12:19 Kathleen Turner skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar. Margir kannast eflaust einnig við Turner fyrir hlutverk hennar sem dragdrottningin Charles Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Kathleen Turner er harðorð í garð Hollywood og kvikmyndabransans í nýju viðtali sem birt var á vefsíðu Vulture. Í viðtalinu ræðir Turner hlutgervingu kvenna í bransanum, reynslu sína af tökustað sjónvarpsþáttanna Friends og kynni sín af Donald Trump – á afar hispurslausan hátt. Kathleen Turner er fædd árið 1954 og steig sín fyrstu skref í Hollywood á níunda áratug síðustu aldar. Turner varð strax þekkt fyrir hása rödd sína, og er enn. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við Body Heat, Romancing the Stone og Prizzi‘s Honor og hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í þeim síðarnefndu. Þá var hún tilnefnd til Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Peggy Sue Got Married. Margir kannast eflaust einnig við Turner fyrir leik hennar í sjónvarpsþáttunum Friends en hún fór þar með hlutverk dragdrottningarinnar Charles Bing, föður Chandlers Bing.Kathleen Turner við tökur á kvikmyndinni Body Heat snemma á níunda áratugnum.Vísir/GettyFerillinn knúinn áfram af bræði Turner fer um víðan völl í viðtalinu við Vulture, þykir afar hispurslaus og svarar spurningunum sem blaðamaður leggur fyrir hana hreinskilnislega. Hún segir til að mynda að hrein „bræði“ hafi knúið feril hennar áfram og sú bræði eigi rætur sínar í „óréttlæti heimsins.“ Þá tjáir Turner sig um veikindi sín en hún greindist með liðagigt á fertugsaldri. „Ætli ég hafi ekki fundið fyrir missi. Ég fékk liðagigt þegar ég var langt komin á fertugsaldur – síðustu ár mín sem kynferðislega aðlaðandi leikkona í Hollywood. Erfiðast var hversu stór hluti af sjálfstrausti mínu var byggður á líkama mínum.“ Kepptust um að næla í hana Í framhaldi af því minnir hún á að kvikmyndin Body Heat, erótískur spennutryllir, hafi skotið henni upp á stjörnuhimininn. Kvikmyndin hafi litað viðhorf samstarfsmanna til hennar, enda séu konur álitnar „verðlaunagripir“ í bransanum. „Í kjölfarið varð ég kynferðislegt skotmark. Michael Douglas sagði mér síðar að hann, Jack Nicholson og Warren Beatty hafi keppt sín á milli um hver þeirra myndi ná mér fyrst. Engum þeirra tókst það, vel á minnst.“ Þá ræðir Turner frekar kynjamisrétti í Hollywood og gagnrýnir sögusagnir um að hún hafi ætíð verið „erfið“ í samskiptum og samstarfi. „Ef karlmaður mætir á tökustað og segir: „Svona sé ég fyrir mér að þetta verði gert,“ segir fólk að hann sé ákveðinn. Ef kona gerir það segir fólk: „Æ, nú byrjar hún“.“ Klíkan í Friends Eins og áður sagði fór Turner með hlutverk föður Chandlers Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. Hún hugsar ekki með mikilli hlýju til stundanna á tökustað ásamt aðalleikurum þáttanna. „Ég skal vera hreinskilin eins og mín er von og vísa. Leikararnir tóku ekki mjög vel á móti mér,“ segir Turner. „Friends-leikararnir voru algjör klíka. En ég held að reynsla mín af þeim hafi ekki verið einstök. Ég held að þau hafi einfaldlega verið svo þéttur, lítill hópur að enginn utanaðkomandi skipti máli.“ „Ógeðslegt“ handaband Trumps Turner er auk þess innt eftir því hvort hún hafi rekist á Donald Trump einhvern tímann á ferlinum. Hún segir svo vera og minnist þess raunar með hryllingi. „Já. Oj bara. Það er ógeðslegt að taka í höndina á honum,“ segir Turner og lýsir handabandinu á þann veg að Trump hafi strokið úlnliðinn á henni með vísifingri er hann tók í hönd hennar. Hafi forsetinn, sem þá var aðeins óbreyttur auðjöfur, geinilega talið aðferðina „seiðandi.“ Viðtal Vulture við Turner má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp Friends MeToo Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Bandaríska leikkonan Kathleen Turner er harðorð í garð Hollywood og kvikmyndabransans í nýju viðtali sem birt var á vefsíðu Vulture. Í viðtalinu ræðir Turner hlutgervingu kvenna í bransanum, reynslu sína af tökustað sjónvarpsþáttanna Friends og kynni sín af Donald Trump – á afar hispurslausan hátt. Kathleen Turner er fædd árið 1954 og steig sín fyrstu skref í Hollywood á níunda áratug síðustu aldar. Turner varð strax þekkt fyrir hása rödd sína, og er enn. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við Body Heat, Romancing the Stone og Prizzi‘s Honor og hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í þeim síðarnefndu. Þá var hún tilnefnd til Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Peggy Sue Got Married. Margir kannast eflaust einnig við Turner fyrir leik hennar í sjónvarpsþáttunum Friends en hún fór þar með hlutverk dragdrottningarinnar Charles Bing, föður Chandlers Bing.Kathleen Turner við tökur á kvikmyndinni Body Heat snemma á níunda áratugnum.Vísir/GettyFerillinn knúinn áfram af bræði Turner fer um víðan völl í viðtalinu við Vulture, þykir afar hispurslaus og svarar spurningunum sem blaðamaður leggur fyrir hana hreinskilnislega. Hún segir til að mynda að hrein „bræði“ hafi knúið feril hennar áfram og sú bræði eigi rætur sínar í „óréttlæti heimsins.“ Þá tjáir Turner sig um veikindi sín en hún greindist með liðagigt á fertugsaldri. „Ætli ég hafi ekki fundið fyrir missi. Ég fékk liðagigt þegar ég var langt komin á fertugsaldur – síðustu ár mín sem kynferðislega aðlaðandi leikkona í Hollywood. Erfiðast var hversu stór hluti af sjálfstrausti mínu var byggður á líkama mínum.“ Kepptust um að næla í hana Í framhaldi af því minnir hún á að kvikmyndin Body Heat, erótískur spennutryllir, hafi skotið henni upp á stjörnuhimininn. Kvikmyndin hafi litað viðhorf samstarfsmanna til hennar, enda séu konur álitnar „verðlaunagripir“ í bransanum. „Í kjölfarið varð ég kynferðislegt skotmark. Michael Douglas sagði mér síðar að hann, Jack Nicholson og Warren Beatty hafi keppt sín á milli um hver þeirra myndi ná mér fyrst. Engum þeirra tókst það, vel á minnst.“ Þá ræðir Turner frekar kynjamisrétti í Hollywood og gagnrýnir sögusagnir um að hún hafi ætíð verið „erfið“ í samskiptum og samstarfi. „Ef karlmaður mætir á tökustað og segir: „Svona sé ég fyrir mér að þetta verði gert,“ segir fólk að hann sé ákveðinn. Ef kona gerir það segir fólk: „Æ, nú byrjar hún“.“ Klíkan í Friends Eins og áður sagði fór Turner með hlutverk föður Chandlers Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. Hún hugsar ekki með mikilli hlýju til stundanna á tökustað ásamt aðalleikurum þáttanna. „Ég skal vera hreinskilin eins og mín er von og vísa. Leikararnir tóku ekki mjög vel á móti mér,“ segir Turner. „Friends-leikararnir voru algjör klíka. En ég held að reynsla mín af þeim hafi ekki verið einstök. Ég held að þau hafi einfaldlega verið svo þéttur, lítill hópur að enginn utanaðkomandi skipti máli.“ „Ógeðslegt“ handaband Trumps Turner er auk þess innt eftir því hvort hún hafi rekist á Donald Trump einhvern tímann á ferlinum. Hún segir svo vera og minnist þess raunar með hryllingi. „Já. Oj bara. Það er ógeðslegt að taka í höndina á honum,“ segir Turner og lýsir handabandinu á þann veg að Trump hafi strokið úlnliðinn á henni með vísifingri er hann tók í hönd hennar. Hafi forsetinn, sem þá var aðeins óbreyttur auðjöfur, geinilega talið aðferðina „seiðandi.“ Viðtal Vulture við Turner má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp Friends MeToo Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira