Hið stjórnlausa kerfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. júlí 2018 09:45 Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar