52 ár í dag síðan að fótboltinn „kom síðast heim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 17:15 Bobby Moore og félagar fagna heimsmeistaratitlinum fyrr 52 árum. Vísir/Getty Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið á þessum degi árið 1966. Englendingar töluðu um að fótboltinn væri að koma heim þegar sigurganga enska landsliðsins stóð yfir á HM í Rússlandi. Ævintýrið endaði hinsvegar í undanúrslitunum og enska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í keppninni. Fótboltinn kom því ekki heim og hefur ekki gert það síðan nákvæmlega fyrir 52 árum síðan.On this day in 1966, football officially came home! pic.twitter.com/LXwmuQfDZK — ESPN FC (@ESPNFC) July 30, 2018 30. júlí 1966 varð England heimsmeistari í fótbolta eftir 4-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Keppnin fór fram í Englandi og úrslitaleikurinn var spilaður fyrir framan rúmlega 96 þúsund manns á Wembley. Geoff Hurst skoraði þrennu í leiknum þar á meðal frægt mark í slána og niður. Menn hafa deilt um það síðan þá hvort að boltinn hafi raunverulega farið inn fyrir marklínuna. Fjórða markið skoraði síðan Martin Peters og kom þá enska liðinu í 2-1 tólf mínútum fyrir leikslok. Þjóðverjar jöfnuðu hinsvegar á 89. mínútu og tryggðu sér framlengingu. Hurst skoraði tvívegis í framlengingunni, á 101. og 120. mínútu, og tryggði Englandi heimsmeistaratitilinn. Það var síðan fyrirliðinn Bobby Moore sem lyfti Jules Rimet bikarnum í leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Oft hefur verið talað um þennan titil sem titil West Ham liðsins því þeir Bobby Moore (fyrirliði), Geoff Hurst (þrjú mörk) og Martin Peters (eitt mark) voru þarna allt leikmenn West Ham. Moore var 25 ára, Hurst 24 ára og Peters 22 ára. Enginn annar West Ham leikmaður var í hópnum hjá Englandi á þessu heimsmeistaramóti en það var Manchester United maðurinn Bobby Charlton sem tryggði enska liðinu sæti í úrslitaleiknum með því að skora bæði mörkin í undanúrslitaleiknum á móti Portúgal. Geoff Hurst skoraði aftur á móti sigurmarkið á móti Argentínu í átta liða úrslitunum.#OnThisDay: our greatest day. pic.twitter.com/EOesOyobhZ — England (@England) July 30, 2018 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið á þessum degi árið 1966. Englendingar töluðu um að fótboltinn væri að koma heim þegar sigurganga enska landsliðsins stóð yfir á HM í Rússlandi. Ævintýrið endaði hinsvegar í undanúrslitunum og enska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í keppninni. Fótboltinn kom því ekki heim og hefur ekki gert það síðan nákvæmlega fyrir 52 árum síðan.On this day in 1966, football officially came home! pic.twitter.com/LXwmuQfDZK — ESPN FC (@ESPNFC) July 30, 2018 30. júlí 1966 varð England heimsmeistari í fótbolta eftir 4-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Keppnin fór fram í Englandi og úrslitaleikurinn var spilaður fyrir framan rúmlega 96 þúsund manns á Wembley. Geoff Hurst skoraði þrennu í leiknum þar á meðal frægt mark í slána og niður. Menn hafa deilt um það síðan þá hvort að boltinn hafi raunverulega farið inn fyrir marklínuna. Fjórða markið skoraði síðan Martin Peters og kom þá enska liðinu í 2-1 tólf mínútum fyrir leikslok. Þjóðverjar jöfnuðu hinsvegar á 89. mínútu og tryggðu sér framlengingu. Hurst skoraði tvívegis í framlengingunni, á 101. og 120. mínútu, og tryggði Englandi heimsmeistaratitilinn. Það var síðan fyrirliðinn Bobby Moore sem lyfti Jules Rimet bikarnum í leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Oft hefur verið talað um þennan titil sem titil West Ham liðsins því þeir Bobby Moore (fyrirliði), Geoff Hurst (þrjú mörk) og Martin Peters (eitt mark) voru þarna allt leikmenn West Ham. Moore var 25 ára, Hurst 24 ára og Peters 22 ára. Enginn annar West Ham leikmaður var í hópnum hjá Englandi á þessu heimsmeistaramóti en það var Manchester United maðurinn Bobby Charlton sem tryggði enska liðinu sæti í úrslitaleiknum með því að skora bæði mörkin í undanúrslitaleiknum á móti Portúgal. Geoff Hurst skoraði aftur á móti sigurmarkið á móti Argentínu í átta liða úrslitunum.#OnThisDay: our greatest day. pic.twitter.com/EOesOyobhZ — England (@England) July 30, 2018
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira