Lífið

Læknanemi í sumarstarfi á Landspítalanum treður upp á Þjóðhátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Victor er að fara á fimmta ár í læknisfræði í Slóvakíu.
Victor er að fara á fimmta ár í læknisfræði í Slóvakíu.
„Somebody Like You er annað frumsamda lagið sem ég gef út sjálfur, en fyrir utan nokkur Remix sem ég hef gefið út var fyrsta lagið Feeling sem ég gaf út í fyrra ásamt norskum pródúser sem kallar sig HAV2,“ segir Victor Guðmundsson sem er í læknisfræði í Martin í Slóvakíu.

Hann var að klára fjórða árið og mun útskrifast 2020. Victor er aftur á móti að gera það gott sem plötusnúður í Slóvakíu og kallar sig Doctor Victor.

„Röddin sem ég nota í laginu fékk ég senda og mér fannst hún það góð að hugmyndin kviknaði strax. Lagið fjallar einfaldlega um að finna þann eina rétta, það er ekki flóknara en það.“

Victor mun í haust byrja á sínu fimmta ári í læknisfræði.

Victor á Þjóðhátíði í fyrra.
„Í sumar hef ég unnið á Landspítalanum, sem er mjög fjölbreytt og lærdómsríkt, ásamt því að spila á milli vakta. Ég mun svo spila núna annað árið í röð á Þjóðhátíð í Eyjum og er ég mjög spenntur fyrir því, en það var algjör snilld í fyrra. Ég hef ekki sleppt úr ári síðan ég fór fyrst en það er einfaldlega þannig að þegar maður hefur farið einu sinni og veit hvernig þetta er, þá er mjög erfitt að mæta ekki.“

Victor segist vera fara í tökur á nýju tónlistarmyndbandi sem verður unnið í samstarfi við RVK Events.

„Svo er ég að fara að spila í Slóvakíu og Ungverjalandi þegar ég fer aftur út, en ég er líka á fullu að vinna í nýrri tónlist. Ég stefni á að gefa út nýtt lag á um það bil mánaða fresti og er einmitt að leggja lokahönd á Remix fyrir Þjóðhátíð sem ég hlakka mikið til að spila þar.“

Hér að neðan má hlusta á nýtt lag með Doctor Victor.








Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×