Íslenska sundknattleiksdrottningin rétt missti af EM-gullinu í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 14:30 Kristín Krisúla Tsoukala með boltann í leik á EM. Vísir/Getty Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta. Aðrar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira