Réttað yfir kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 21:00 Teikning úr réttarsalnum í dag. Manafort er þriðji frá vinstri. Vísir/AP Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hófust í Virginíuríki í dag. Manafort er ákærður fyrir bankasvik og skattalagabrot. Saksóknarar lýstu Manafort sem útsmognum lygara við upphaf réttarhaldanna. Málið er það fyrsta sem rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, leiðir af sér sem komið er til aðalmeðferðar. Ákæran gegn Manafort er í átján liðum en hann gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Brotin sem hann er sakaður um tengjast ekki meintu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 heldur fjármálaglæpum sem Manafort á að hafa framið í tengslum við störf sín fyrir úkraínsk stjórnvöld. Saksóknarar sögðu kviðdómi sex karla og jafnmargra kvenna að Manafort hefði opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort starfaði sem málafylgjumaður fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj en skráði sig ekki sem slíkur eins og honum bar lögum samkvæmt. Manafort lifði hátt á földum sjóðum sínum. Þannig sögðu saksóknararnir að kosningastjórinn fyrrverandi hafi meðal annars átt strútsjakka að andvirði 15.000 dollara, jafnvirði um einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Hann hafi spreðað í fín föt og fjárfest í dýrum fasteignum í Bandaríkjunum. Til þess hafi Manafort blekkt bandaríska banka til að fá fasteignalán eftir að Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum árið 2014 og greiðslurnar stöðvuðust.Ætla að kenna aðstoðarkosningastjóranum um allt saman Verjendur Manafort kenndu Rick Gates, viðskiptafélaga Manafort og fyrrverandi aðstoðarkosningarstjóra Trump, um glæpina sem hann er sakaður um að hafa framið. Gates hefur þegar játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum.CNN-fréttastöðin segir að verjendurnir ætli sér að halda því fram að Gates hafi dregið að sér milljónir dollara frá Manafort og ljúgi nú til að koma sér undan ákærum. Kölluðu þeir Gates „stjörnuvitni“ ákæruvaldsins. Þá sögðu þeir að það hafi verið úkraínskir auðkýfingar sem hafi viljað að greiðslurnar til Manafort færu í gegnum erlenda reikninga. Saksóknararnir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki leggja fram sannanir um samráð á milli framboðs Trump og Rússa við réttarhöldin nú. Annað mál gegn Manafort hefur verið höfðað í Washington-borg en það varðar peningaþvætti, störf hans sem óskráður málafylgjumaður og tilraunir hans til að hafa áhrif á vitni. Manafort hefur einnig lýst yfir sakleysi sínu af þeirri ákæru. Manafort var kosningastjóri Trump í þrjá mánuði. Hann steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj og flokki hans sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Byrjað verður að leiða vitni fyrir dóminn í dag. Á meðal þeirra eru bankastarfsmenn og endurskoðendur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hófust í Virginíuríki í dag. Manafort er ákærður fyrir bankasvik og skattalagabrot. Saksóknarar lýstu Manafort sem útsmognum lygara við upphaf réttarhaldanna. Málið er það fyrsta sem rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, leiðir af sér sem komið er til aðalmeðferðar. Ákæran gegn Manafort er í átján liðum en hann gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Brotin sem hann er sakaður um tengjast ekki meintu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 heldur fjármálaglæpum sem Manafort á að hafa framið í tengslum við störf sín fyrir úkraínsk stjórnvöld. Saksóknarar sögðu kviðdómi sex karla og jafnmargra kvenna að Manafort hefði opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort starfaði sem málafylgjumaður fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj en skráði sig ekki sem slíkur eins og honum bar lögum samkvæmt. Manafort lifði hátt á földum sjóðum sínum. Þannig sögðu saksóknararnir að kosningastjórinn fyrrverandi hafi meðal annars átt strútsjakka að andvirði 15.000 dollara, jafnvirði um einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Hann hafi spreðað í fín föt og fjárfest í dýrum fasteignum í Bandaríkjunum. Til þess hafi Manafort blekkt bandaríska banka til að fá fasteignalán eftir að Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum árið 2014 og greiðslurnar stöðvuðust.Ætla að kenna aðstoðarkosningastjóranum um allt saman Verjendur Manafort kenndu Rick Gates, viðskiptafélaga Manafort og fyrrverandi aðstoðarkosningarstjóra Trump, um glæpina sem hann er sakaður um að hafa framið. Gates hefur þegar játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum.CNN-fréttastöðin segir að verjendurnir ætli sér að halda því fram að Gates hafi dregið að sér milljónir dollara frá Manafort og ljúgi nú til að koma sér undan ákærum. Kölluðu þeir Gates „stjörnuvitni“ ákæruvaldsins. Þá sögðu þeir að það hafi verið úkraínskir auðkýfingar sem hafi viljað að greiðslurnar til Manafort færu í gegnum erlenda reikninga. Saksóknararnir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki leggja fram sannanir um samráð á milli framboðs Trump og Rússa við réttarhöldin nú. Annað mál gegn Manafort hefur verið höfðað í Washington-borg en það varðar peningaþvætti, störf hans sem óskráður málafylgjumaður og tilraunir hans til að hafa áhrif á vitni. Manafort hefur einnig lýst yfir sakleysi sínu af þeirri ákæru. Manafort var kosningastjóri Trump í þrjá mánuði. Hann steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj og flokki hans sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Byrjað verður að leiða vitni fyrir dóminn í dag. Á meðal þeirra eru bankastarfsmenn og endurskoðendur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21