Lífið

Bað „einræðisherrasleikjuna“ Trump að finna sér öruggara áhugamál

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Forsetainngrip Colberts var afar dramatískt.
Forsetainngrip Colberts var afar dramatískt. Skjáskot/Youtube
Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert lét Donald Trump Bandaríkjaforseta aldeilis finna fyrir því í þætti sínum, The Late Show, í gærkvöldi. Í sérstöku „inngrips“-innslagi biðlaði hann til forsetans að hætta að „sleikja upp einræðisherra“ og finna sér nýtt áhugamál.

Trump hefur töluvert verið milli tannanna á fólki eftir fund hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki á mánudag. Fyrr í vikunni tóku helstu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna Trump fyrir vegna „mismæla“ forsetans um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og ljóst var að þeir gáfu lítið fyrir útskýringar hans.

Sjá einnig: Trump býður Pútín til Washington í haust

Colbert hélt uppteknum hætti í gær og ávarpaði forsetann beint í innslagi sem hann kallaði „Presidential Intervention“, eða „forsetainngrip“ upp á íslensku.

„Við þörfnumst þess að þú hlustir á ákveðna hluti. Þegar þú ræðst á NATO finnst mér eins og þú ráðist á mig persónulega. Og vinur þinn Vladimir, hann er ekki vinur þinn, ókei?“ sagði Colbert og lauk ræðunni á afar kaldhæðniskotnum orðum.

„Þannig að í staðinn fyrir að sleikja upp einræðisherra viljum við að þú finnir þér öruggara áhugamál, eins og eldfjalla-„parkour“. Eða hákarlatannlækningar. Eða heróín.“

Innslagið má sjá eitt og sér hér að neðan.

Einræðu Colbert úr þætti gærkvöldsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Forsetainngripið hefst á mínútu 10:10.


Tengdar fréttir

Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×