Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 1-9 | Stjarnan í úrslit Mjólkurbikarsins Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 21. júlí 2018 18:15 vísir/ernir Bikarævintýri Fylkis kláraðist í dag með 1-9 tapi gegn Stjörnunni í undanúrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Fylkir er í næstefstu deild og því má telja það vera mikið afrek að komast í þennan leik. Með sigrinum fer Stjarnan í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Stjarnan byrjaði leikinn rólega en eftir að Fylkir skoraði opnunarmark leiksins á 19. Mínútu tók Stjarnan yfir leikinn. Thelma Lóa Hermannsdóttir skoraði opnunarmark leiksins með flottu skoti hægra megin í teignum eftir stungusendingu frá Ídu systur sinni, fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru Fylkir betra liðið og var María Björg næstum því búin að koma Fylki yfir tæpri mínútu áður en Thelma Lóa skoraði. Markið sem Fylkir skoraði kveikti heldur betur í Stjörnunni og var Telma Hjaltalín tæpar 3 mínútur að koma boltanum í netið eftir flotta sendingu frá Katrínu Ásbjörns. Harpa Þorsteinsdóttir opnaði markareikning sinn á 26. mínútu og kom Stjörnunni í 2-1, Harpa fékk boltann rétt fyrir utan teiginn vinstra megin eftir góðan skalla frá Láru Kristínu, Harpa fór auðveldlega framhjá varnarmanninum og kláraði af miklu öryggi. Harpa var ekki lengi að bæta við öðru marki en hún skoraði aftur á 27. Mínútu með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Þórdísi Hrönn á vinstri kantinum. Fylkisvörnin var í miklu brasi allan leikinn að dekka kantana hjá Stjörnunni og gekk vel hjá Stjörnunni að sækja upp kantana. Fylkir náðu alveg að spila boltanum næsta korterið og var maður bjartsýnn um spennandi seinni hálfleik þangað til að Þórdís Hrönn skoraði 4-1 markið í síðustu sókninni í fyrri hálfleik. Fylkiskonur komu hálf andlausar inn í seinni hálfleik og heyrðist pirringurinn upp í blaðamannastúku. Það gekk gríðarlega illa hjá þeim að tengja saman sendingar og búa til sóknir. Stjarnan skoraði samtals 5 mörk í seinni hálfleik, Harpa með tvö í viðbót, eitt klaufalegt sjálfsmark, Þórdís Hrönn með sitt annað mark og Guðmunda Brynja kom inná og skoraði líka. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan er einfaldlega eitt af bestu liðunum í Pepsi-deildinni á meðan Fylkir er eitt af bestu liðunum í Inkasso-deildinni. Hverjar stóðu upp úr? Framlínan hjá Stjörnunni stóð sig öll frábærlega hér í dag, Harpa með flest mörk en stóðu sig allar frábærlega. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis var vægast sagt ekki góður hér í dag. Hvað gerist næst? Stjarnan spilar á Laugardalsvelli í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn sigurvegaranum í leik Blika og Vals. Fylkir einbeitir sér að því að koma sér aftur í deild þeirra bestu. Ólafur Þór: Kláruðum þetta örugglega „Vel spilaður leikur hjá okkur, smá bras fyrstu tíu mínúturnar, þær skora mark síðan yfirtókum við leikinn og kláruðum þetta örugglega,” þetta sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar um leikinn sem átti sér stað hér í dag. „Það losnaði aðeins um einhverja spennu, það er náttúrulega spennandi að vera komin í undanúrslit í bikar og losaði um og boltinn fór að fljóta betur og við nýttum okkur opnu svæðin. Þá kom þetta og við fengum þarna þrjú mörk í röð og þá var þetta nokkurn veginn orðið þægilegra og menn voru slakari á boltann,” sagði Ólafur um hvaða áhrif opnunarmark leiksins hafði haft á liðið sitt en Fylkir skoraði á 19. mínútu en síðan skoraði Stjarnan 3 mörk á næstu 8 mínútum. „Klárlega, þetta var vel spilað og flott mörk hjá okkur í dag, klárlega tökum við það með okkur í næsta leik en þessi keppni hefur verið fín fyrir okkur seinustu og árin og fjórða skiptið á seinustu fimm árum sem við komumst í bikarúrslit sem ég er mjög ánægður með en vonandi getum við fært þetta aðeins yfir í deildina við þurfum á því að halda,” sagði Ólafur um hvort liðið gæti nýtt sér þennan sigur eitthvað í næstu leikjum í deildinni en Stjarnan hefur tapað seinustu tvem leikjum í Pepsi-deildinni.Kjartan Stefánsson: Vonandi lærum við af þessum leik „Þetta var bara tough leikur fyrir okkur, við byrjum leikinn bara nokkuð vel og erum svolítið bara að fylgja skipulaginu sem við ætluðum að fylgja en Stjörnustelpur mættu bara ákveðnar og keyrðu yfir okkur,” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis um leikinn sem átti sér stað hér í dag. „Við erum náttúrulega að stefna að því að fara upp en þessi leikur snérist nátturulega fyrst og síðast um ákveðni og við sáum það alveg í dag að Stjörnustelpurnar voru svakalega ákveðnar og gáfu ekki þumlung eftir í einu eða neinu og bara keyrðu yfir okkur og við erum jú með frekar ungt lið. " „Ég held að ein þarna eða tvær gætu verið mömmur þeirra yngstu, vonandi lærum við af þessum leik það er þetta helsta,” sagði Kjartan um hvort liðið stefndi ekki örugglega upp í deildinni en liðið er í öðru sæti í Inkasso deildinni eins og staðan er núna en það eru einmitt tvö lið sem fara upp í Pepsi úr Inkasso. Íslenski boltinn
Bikarævintýri Fylkis kláraðist í dag með 1-9 tapi gegn Stjörnunni í undanúrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Fylkir er í næstefstu deild og því má telja það vera mikið afrek að komast í þennan leik. Með sigrinum fer Stjarnan í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Stjarnan byrjaði leikinn rólega en eftir að Fylkir skoraði opnunarmark leiksins á 19. Mínútu tók Stjarnan yfir leikinn. Thelma Lóa Hermannsdóttir skoraði opnunarmark leiksins með flottu skoti hægra megin í teignum eftir stungusendingu frá Ídu systur sinni, fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru Fylkir betra liðið og var María Björg næstum því búin að koma Fylki yfir tæpri mínútu áður en Thelma Lóa skoraði. Markið sem Fylkir skoraði kveikti heldur betur í Stjörnunni og var Telma Hjaltalín tæpar 3 mínútur að koma boltanum í netið eftir flotta sendingu frá Katrínu Ásbjörns. Harpa Þorsteinsdóttir opnaði markareikning sinn á 26. mínútu og kom Stjörnunni í 2-1, Harpa fékk boltann rétt fyrir utan teiginn vinstra megin eftir góðan skalla frá Láru Kristínu, Harpa fór auðveldlega framhjá varnarmanninum og kláraði af miklu öryggi. Harpa var ekki lengi að bæta við öðru marki en hún skoraði aftur á 27. Mínútu með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Þórdísi Hrönn á vinstri kantinum. Fylkisvörnin var í miklu brasi allan leikinn að dekka kantana hjá Stjörnunni og gekk vel hjá Stjörnunni að sækja upp kantana. Fylkir náðu alveg að spila boltanum næsta korterið og var maður bjartsýnn um spennandi seinni hálfleik þangað til að Þórdís Hrönn skoraði 4-1 markið í síðustu sókninni í fyrri hálfleik. Fylkiskonur komu hálf andlausar inn í seinni hálfleik og heyrðist pirringurinn upp í blaðamannastúku. Það gekk gríðarlega illa hjá þeim að tengja saman sendingar og búa til sóknir. Stjarnan skoraði samtals 5 mörk í seinni hálfleik, Harpa með tvö í viðbót, eitt klaufalegt sjálfsmark, Þórdís Hrönn með sitt annað mark og Guðmunda Brynja kom inná og skoraði líka. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan er einfaldlega eitt af bestu liðunum í Pepsi-deildinni á meðan Fylkir er eitt af bestu liðunum í Inkasso-deildinni. Hverjar stóðu upp úr? Framlínan hjá Stjörnunni stóð sig öll frábærlega hér í dag, Harpa með flest mörk en stóðu sig allar frábærlega. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis var vægast sagt ekki góður hér í dag. Hvað gerist næst? Stjarnan spilar á Laugardalsvelli í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn sigurvegaranum í leik Blika og Vals. Fylkir einbeitir sér að því að koma sér aftur í deild þeirra bestu. Ólafur Þór: Kláruðum þetta örugglega „Vel spilaður leikur hjá okkur, smá bras fyrstu tíu mínúturnar, þær skora mark síðan yfirtókum við leikinn og kláruðum þetta örugglega,” þetta sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar um leikinn sem átti sér stað hér í dag. „Það losnaði aðeins um einhverja spennu, það er náttúrulega spennandi að vera komin í undanúrslit í bikar og losaði um og boltinn fór að fljóta betur og við nýttum okkur opnu svæðin. Þá kom þetta og við fengum þarna þrjú mörk í röð og þá var þetta nokkurn veginn orðið þægilegra og menn voru slakari á boltann,” sagði Ólafur um hvaða áhrif opnunarmark leiksins hafði haft á liðið sitt en Fylkir skoraði á 19. mínútu en síðan skoraði Stjarnan 3 mörk á næstu 8 mínútum. „Klárlega, þetta var vel spilað og flott mörk hjá okkur í dag, klárlega tökum við það með okkur í næsta leik en þessi keppni hefur verið fín fyrir okkur seinustu og árin og fjórða skiptið á seinustu fimm árum sem við komumst í bikarúrslit sem ég er mjög ánægður með en vonandi getum við fært þetta aðeins yfir í deildina við þurfum á því að halda,” sagði Ólafur um hvort liðið gæti nýtt sér þennan sigur eitthvað í næstu leikjum í deildinni en Stjarnan hefur tapað seinustu tvem leikjum í Pepsi-deildinni.Kjartan Stefánsson: Vonandi lærum við af þessum leik „Þetta var bara tough leikur fyrir okkur, við byrjum leikinn bara nokkuð vel og erum svolítið bara að fylgja skipulaginu sem við ætluðum að fylgja en Stjörnustelpur mættu bara ákveðnar og keyrðu yfir okkur,” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis um leikinn sem átti sér stað hér í dag. „Við erum náttúrulega að stefna að því að fara upp en þessi leikur snérist nátturulega fyrst og síðast um ákveðni og við sáum það alveg í dag að Stjörnustelpurnar voru svakalega ákveðnar og gáfu ekki þumlung eftir í einu eða neinu og bara keyrðu yfir okkur og við erum jú með frekar ungt lið. " „Ég held að ein þarna eða tvær gætu verið mömmur þeirra yngstu, vonandi lærum við af þessum leik það er þetta helsta,” sagði Kjartan um hvort liðið stefndi ekki örugglega upp í deildinni en liðið er í öðru sæti í Inkasso deildinni eins og staðan er núna en það eru einmitt tvö lið sem fara upp í Pepsi úr Inkasso.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti