James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 20:15 Leikstjórinn James Gunn. Vísir/Getty James Gunn hefur verið rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. James Gunn hefur gagnrýnt forseta Bandaríkjanna harðlega undanfarið en íhaldsmenn hafa nú deilt gömlum tístum frá leikstjóranum þar sem hann grínaðist með nauðganir og barnaníð. Stjórnarformaður fyrirtækisins Walt Disney, sem á Marvel Studios sem framleiða Guardians of the Galaxy, segir þessi tíst leikstjórans óverjanleg með öllu og langt því fram að vera í anda þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir.Eftir að tístin komust aftur í umferð steig James Gunn fram og tjáði sig um þau. Hann sagði á Twitter-síðu sinni í gær að hann hefði í upphafi síns ferils leitast við að ögra og gert myndir og sagt brandara sem voru svívirðilegir og hneykslanlegir. „Eins og ég hef rætt margsinnis opinberlega, ég hef þroskast sem manneskja og það á einnig við um verkin mín og húmor,“ sagði Gunn og bætti við: „Það er ekki þar með sagt að ég sé orðin betri manneskja, en ég er mjög frábrugðinn því sem ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði Gunn og benti á að í dag halli hann sér minna að reiði þegar hann leitar að innblæstri í störfum sínum.Chris Pratt ásamt James Gunn á tökustað Guardians of the Galaxy vol. 2.Marvel StudiosTístin voru birt á vef The Daily Caller en tístin voru rituð á árunum 2008 og 2009. Skömmu eftir að tístin voru birt á vefnum hvöttu íhaldsmenn fylgjendur sína til að spyrja Gunn út í þau á Comic-Con ráðstefnunni í San Diego. Gunn hefur undanfarið ár unnið að handritaskrifum fyrir þriðju Guardians of the Galaxy-myndina. Tökur á myndinni áttu að hefjast í haust og var búist við að hún yrði frumsýnd árið 2020. Guardians-myndirnar hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta myndin þénaði 773 milljónir dollara á heimsvísu og seinni myndin 863 milljónir dollara. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
James Gunn hefur verið rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. James Gunn hefur gagnrýnt forseta Bandaríkjanna harðlega undanfarið en íhaldsmenn hafa nú deilt gömlum tístum frá leikstjóranum þar sem hann grínaðist með nauðganir og barnaníð. Stjórnarformaður fyrirtækisins Walt Disney, sem á Marvel Studios sem framleiða Guardians of the Galaxy, segir þessi tíst leikstjórans óverjanleg með öllu og langt því fram að vera í anda þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir.Eftir að tístin komust aftur í umferð steig James Gunn fram og tjáði sig um þau. Hann sagði á Twitter-síðu sinni í gær að hann hefði í upphafi síns ferils leitast við að ögra og gert myndir og sagt brandara sem voru svívirðilegir og hneykslanlegir. „Eins og ég hef rætt margsinnis opinberlega, ég hef þroskast sem manneskja og það á einnig við um verkin mín og húmor,“ sagði Gunn og bætti við: „Það er ekki þar með sagt að ég sé orðin betri manneskja, en ég er mjög frábrugðinn því sem ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði Gunn og benti á að í dag halli hann sér minna að reiði þegar hann leitar að innblæstri í störfum sínum.Chris Pratt ásamt James Gunn á tökustað Guardians of the Galaxy vol. 2.Marvel StudiosTístin voru birt á vef The Daily Caller en tístin voru rituð á árunum 2008 og 2009. Skömmu eftir að tístin voru birt á vefnum hvöttu íhaldsmenn fylgjendur sína til að spyrja Gunn út í þau á Comic-Con ráðstefnunni í San Diego. Gunn hefur undanfarið ár unnið að handritaskrifum fyrir þriðju Guardians of the Galaxy-myndina. Tökur á myndinni áttu að hefjast í haust og var búist við að hún yrði frumsýnd árið 2020. Guardians-myndirnar hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta myndin þénaði 773 milljónir dollara á heimsvísu og seinni myndin 863 milljónir dollara.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira