Lífið

Netflix sakað um fitusmánun í nýjum þáttum

Sylvía Hall skrifar
Debbie Ryan klæðist fitubúningi við gerð þáttanna.
Debbie Ryan klæðist fitubúningi við gerð þáttanna. Skjáskot
Þættir sem frumsýndir verða á Netflix í ágúst hafa hlotið töluverða gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir fitusmánun. Þættirnir sem bera heitið „Óseðjandi“ [e. Insatiable] fjalla um unglingsstúlku sem hættir að verða fyrir einelti eftir að hún léttist.

Í stiklu fyrir þættina fá áhorfendur að kynnast söguhetjunni Patty sem hefur alla tíð verið strítt fyrir þyngd sína og má sjá skólafélaga hennar uppnefna hana „Fatty Patty“ eða feitu Patty. Þegar hún verður fyrir líkamsárás og þarf að láta víra saman á sér kjálkann kemur hún til baka í skólann töluvert léttari en áður.

Aðalleikkonan Debbie Ryan klæðist svokölluðum fitubúningi [e. fat suit] við gerð þáttanna og hefur það vakið upp reiði meðal margra. Þá hafa gagnrýnendur sagt að þættirnir ýti undir fordóma í garð feitra og þyngdartap sé málað upp sem „hefnd“.





Þá hafa sumir bent á að þættirnir endurspegli raunveruleikann og bendi á hvernig er komið fram við fólk í yfirþyngd.





Alyssa Milano, ein aðalleikkona þáttanna, stigið fram og sagt þættina ekki smána feitt fólk, heldur benda á hvað fitusmánun gerir fólki sem verður fyrir henni.





Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þættina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×