Skrifstofa forseta Íslands sendir frá sér tilkynningu vegna fálkaorðunnar Sylvía Hall skrifar 21. júlí 2018 12:34 vísir/vilhelm Skrifstofa forseta Íslands sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem veiting fálkaorðunnar til erlendra ríkisborgara er útskýrð. Þar segir að ýmsar reglur gildi um veitingu orðunnar þar sem tekið er tillit til reglna, samninga og hefða. Þetta kemur í kjölfar umræðu um að Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, hafi verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarkona, skilaði sinni fálkaorðu eftir að í ljós kom að forsetinn hafði veitt Piu stórriddarakross.Sjá einnig: Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni: „Vegna umræðu um veitingu hinnar íslensku fálkaorðu til erlendra ríkisborgara er embætti forseta Íslands ljúft að taka fram að um það gilda ýmsar reglur, samningar og hefðir. Þannig gilda t.d. víða í Evrópu sérstakar reglur um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Á Íslandi eiga þessar reglur einkum við um opinberar heimsóknir forseta Íslands til hinna norrænu ríkja og opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja þeirra til okkar. Við þau tilefni leggja embættismenn í ríki gestgjafans fram tillögu fyrir hönd stjórnvalda þar um einstaklinga sem veita megi orðu gestaríkisins, annað hvort vegna starfa þeirra í þágu samskipta ríkjanna, hlutdeildar í dagskrá heimsóknarinnar eða opinberra starfa í heimalandinu. Jafnframt er lögð fram tillaga af hálfu gestaríkis um einstaklinga sem veita megi orðu gestgjafaríkisins. Rétt er að taka sérstaklega fram að á Íslandi kemur orðunefnd ekki nærri þessu ferli. Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri." Fálkaorðan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Skrifstofa forseta Íslands sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem veiting fálkaorðunnar til erlendra ríkisborgara er útskýrð. Þar segir að ýmsar reglur gildi um veitingu orðunnar þar sem tekið er tillit til reglna, samninga og hefða. Þetta kemur í kjölfar umræðu um að Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, hafi verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarkona, skilaði sinni fálkaorðu eftir að í ljós kom að forsetinn hafði veitt Piu stórriddarakross.Sjá einnig: Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni: „Vegna umræðu um veitingu hinnar íslensku fálkaorðu til erlendra ríkisborgara er embætti forseta Íslands ljúft að taka fram að um það gilda ýmsar reglur, samningar og hefðir. Þannig gilda t.d. víða í Evrópu sérstakar reglur um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Á Íslandi eiga þessar reglur einkum við um opinberar heimsóknir forseta Íslands til hinna norrænu ríkja og opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja þeirra til okkar. Við þau tilefni leggja embættismenn í ríki gestgjafans fram tillögu fyrir hönd stjórnvalda þar um einstaklinga sem veita megi orðu gestaríkisins, annað hvort vegna starfa þeirra í þágu samskipta ríkjanna, hlutdeildar í dagskrá heimsóknarinnar eða opinberra starfa í heimalandinu. Jafnframt er lögð fram tillaga af hálfu gestaríkis um einstaklinga sem veita megi orðu gestgjafaríkisins. Rétt er að taka sérstaklega fram að á Íslandi kemur orðunefnd ekki nærri þessu ferli. Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri."
Fálkaorðan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira