Fótbolti

Real Madrid staðfestir kaupin á næstdýrasta táningi sögunnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vinicius fékk alvöru kynningu á Santiago Bernabeu
Vinicius fékk alvöru kynningu á Santiago Bernabeu
Evrópumeistarar Real Madrid hafa gengið frá kaupum á brasilíska ungstirninu Vinicius Junior frá Flamengo í heimalandinu.

Raunar er rúmlega ár síðan Real Madrid gekk frá kaupunum en þau gengu í gegn nýverið þegar Vinicius náði 18 ára aldri þann 12.júlí síðastliðinn. Hann var kynntur til leiks hjá spænska stórveldinu síðastliðinn föstudag.

Real Madrid borgar 46 milljónir evra fyrir kappann sem gerir hann að næstdýrasta táning í sögu knattspyrnunnar, á eftir Kylian Mbappe sem kostar PSG rúmar 170 milljónir evra en hann var á láni hjá franska stórveldinu á síðustu leiktíð.

Eins og áður segir náði Vinicius 18 ára aldri á dögunum en hann hefur leikið 69 leiki fyrir aðallið Flamengo og skorað í þeim 14 mörk. Vinicius er framherji og þykir afar leikinn með knöttinn.

Þá á hann frábæra tölfræði með yngri landsliðum Brasilíu þar sem hann hefur skorað 24 mörk í 29 landsleikjum fyrir U15 og U17 ára landsliðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×