Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Ljósmæður og stuðningsmenn hafa látið í sér heyra að undanförnu. Nú er yfirvinnubanni lokið, að minnsta kosti í bili. Forstjóri Landspítalans vonast til að sem flestar ljósmæður dragi uppsagnir sínar til baka. Fréttablaðið/AntonBrink Engin uppsöfnuð þörf er á Landspítalanum eftir að yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri. „Þjónustan sem um ræðir er mest, eiginlega allt, bráðaþjónusta og þess vegna hefur því verið sinnt sem þurfti að sinna. Með tilfæringum, með útköllum, með því að flytja fólk annað,“ segir Páll. „Það sem hægt var að fresta var það sem við ætluðum að gera í vikunni, sem er sem sagt að hætta að gera 12 vikna ómskoðun en nú verða þær ómskoðanir þannig að það er í rauninni ekki hægt að tala um uppsafnaða þörf. Við náum að veita þá þjónustu, hún mun ekki skerðast,“ segir Páll enn fremur. Yfirvinnubanninu var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Fól sú tillaga í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum kvað á um og er gildistíminn til 31. mars á næsta ári. Einn helsti ásteytingarsteinninn í deilunni var hvort launasetning stéttarinnar væri í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og stóð sá ágreiningur í vegi fyrir undirritun kjarasamnings. Tillaga laugardagsins fól í sér að gerðardómi yrði falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa áhrif á launasetningu stéttarinnar.Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísirTil stendur að samningsaðilar greiði atkvæði um tillöguna fyrir hádegi á miðvikudag og verður hún ekki birt öðrum en hlutaðeigandi fyrr en atkvæðagreiðsla hefur farið fram. Í samtali við Fréttablaðið.is á laugardagskvöld sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Aðspurð hvort hún sé sátt við niðurstöðuna sagði hún: „Ég held að þetta sé niðurstaða sem er eins langt og við höfum komist.“ Katrín sagði þó að verði tillagan ekki samþykkt verði að boða aftur til verkfalls. Tugir ljósmæðra sögðu upp vegna deilunnar. Páll segir að sá hópur skiptist í tvennt. „Annars vegar þær sem eru búnar að segja upp en eru ekki hættar. Við vonum að þær dragi uppsagnir sínar til baka. Hins vegar eru þær sem sögðu upp og eru hættar. Við vonum að sá hópur muni sækja um aftur og koma til vinnu.“ Páll segir að það sé hins vegar þannig í ástandi sem þessu að rót komist á fólk og að einhver hluti skili sér ekki til baka. Það segist hann þekkja úr fyrri reynslu af vinnudeilum. „Það er alltaf áhyggjuefni ef við missum öflugt og vel menntað fagfólk sem hefur menntað sig til mikilvægra starfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Engin uppsöfnuð þörf er á Landspítalanum eftir að yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri. „Þjónustan sem um ræðir er mest, eiginlega allt, bráðaþjónusta og þess vegna hefur því verið sinnt sem þurfti að sinna. Með tilfæringum, með útköllum, með því að flytja fólk annað,“ segir Páll. „Það sem hægt var að fresta var það sem við ætluðum að gera í vikunni, sem er sem sagt að hætta að gera 12 vikna ómskoðun en nú verða þær ómskoðanir þannig að það er í rauninni ekki hægt að tala um uppsafnaða þörf. Við náum að veita þá þjónustu, hún mun ekki skerðast,“ segir Páll enn fremur. Yfirvinnubanninu var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Fól sú tillaga í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum kvað á um og er gildistíminn til 31. mars á næsta ári. Einn helsti ásteytingarsteinninn í deilunni var hvort launasetning stéttarinnar væri í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og stóð sá ágreiningur í vegi fyrir undirritun kjarasamnings. Tillaga laugardagsins fól í sér að gerðardómi yrði falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa áhrif á launasetningu stéttarinnar.Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísirTil stendur að samningsaðilar greiði atkvæði um tillöguna fyrir hádegi á miðvikudag og verður hún ekki birt öðrum en hlutaðeigandi fyrr en atkvæðagreiðsla hefur farið fram. Í samtali við Fréttablaðið.is á laugardagskvöld sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Aðspurð hvort hún sé sátt við niðurstöðuna sagði hún: „Ég held að þetta sé niðurstaða sem er eins langt og við höfum komist.“ Katrín sagði þó að verði tillagan ekki samþykkt verði að boða aftur til verkfalls. Tugir ljósmæðra sögðu upp vegna deilunnar. Páll segir að sá hópur skiptist í tvennt. „Annars vegar þær sem eru búnar að segja upp en eru ekki hættar. Við vonum að þær dragi uppsagnir sínar til baka. Hins vegar eru þær sem sögðu upp og eru hættar. Við vonum að sá hópur muni sækja um aftur og koma til vinnu.“ Páll segir að það sé hins vegar þannig í ástandi sem þessu að rót komist á fólk og að einhver hluti skili sér ekki til baka. Það segist hann þekkja úr fyrri reynslu af vinnudeilum. „Það er alltaf áhyggjuefni ef við missum öflugt og vel menntað fagfólk sem hefur menntað sig til mikilvægra starfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
„Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00
Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20