Mjúk væb norðan frá Grenivík Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Trausti byrjaði að gera takta mjög ungur eftir að hafa komist í hundlélegt forrit hjá bróður sínum og að syngja áður en hann vatt sér yfir í rappið. Nú gerir hann allt þrennt auk þess að taka sjálfan sig upp og mixa. lindamyndar.net Söngvarinn, rapparinn og upptökustjórinn Trausti býr og starfar norður á Grenivík. Hann gaf út plötuna Þrýstingur í byrjun mánaðar en þar snýr hann tökkum, rappar og syngur sjálfur. Með honum á plötunni eru nokkrir góðir gestir – Arnar úr Úlfur Úlfur til dæmis og má kannski segja að Trausti sé falinn demantur í rappsenunni íslensku. „Ég er bara niðri í kjallara að gera taktana og líka að taka mig upp. Ég tek sjálfan mig sem sagt upp og mixa líka og mastera,“ segir Trausti og jánkar því hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvort það sé ekki bara friður og ró og lítið um truflanir við að taka upp tónlist fyrir norðan. „Þegar ég var í sjötta eða sjöunda bekk þá var bróðir minn með eitthvert eldgamalt forrit sem heitir Mixcraft eða álíka – þar gat maður gert takta. Þetta voru alls engir hiphop-taktar heldur bara eitthvert prump en þarna kynntist ég því að setja saman hljóð og öllu sem því fylgir. Ég var bara að dunda mér við þetta þangað til svona í byrjun 2016, þá fór ég að taka þetta af alvöru og læra hvernig ég gæti gert tónlist og látið hana hljóma betur. Ég byrjaði fyrst að rappa með strákum sem ég var með í grunnskóla eftir að ég hitti þá aftur eftir langa fjarveru á Akureyri. Við byrjuðum að taka upp og svona. Ég var alltaf mikið að skrifa texta en byrjaði að rappa í byrjun 2017 – ég hafði meira verið að syngja fram að því. Núna er ég byrjaður að blanda þessu öllu saman,“ segir Trausti.Þó að Trausti sé í góðu yfirlæti í kjallaranum á Grenivík að taka upp tónlist gekk það ekki þrautalaust fyrir sig að koma plötunni út. „Fyrir svona einu ári var ég búinn að klára alveg slatta af lögum, en harði diskurinn eyðilagðist og þau lög eyddust öll út. Þannig að ég þurfti að gera plötuna alveg upp á nýtt. Það sem ég ákvað hins vegar að gera, í stað þessa að hætta bara við, var að gera alla taktana upp á nýtt en nota sömu textana og í glötuðu lögunum. Þannig að á plötunni er helmingurinn af lögunum tekinn upp aftur og svo er sirka helmingurinn alveg ný lög.“ Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytt en Trausti segir að „væbið sé mjúkt“ en annars sé hún raunar út um allt tónlistarlega séð. „Planið er að halda áfram að taka upp tónlist og vinna með fólki sem hefur áhuga á því að gera góða tónlist. Ég ætla kannski að spila eitthvað – ég ætla að fara að reyna að gera meira af því plögga.“ Blaðamaður spyr hvort það sé ekki aukin eftirspurn eftir því að vinna með Trausta eftir að platan kom út og hann játar því og bætir við að hann sé nú þegar að vinna með mjög mörgum aðilum og að það séu alls konar hlutir væntanlegir bráðlega. Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Söngvarinn, rapparinn og upptökustjórinn Trausti býr og starfar norður á Grenivík. Hann gaf út plötuna Þrýstingur í byrjun mánaðar en þar snýr hann tökkum, rappar og syngur sjálfur. Með honum á plötunni eru nokkrir góðir gestir – Arnar úr Úlfur Úlfur til dæmis og má kannski segja að Trausti sé falinn demantur í rappsenunni íslensku. „Ég er bara niðri í kjallara að gera taktana og líka að taka mig upp. Ég tek sjálfan mig sem sagt upp og mixa líka og mastera,“ segir Trausti og jánkar því hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvort það sé ekki bara friður og ró og lítið um truflanir við að taka upp tónlist fyrir norðan. „Þegar ég var í sjötta eða sjöunda bekk þá var bróðir minn með eitthvert eldgamalt forrit sem heitir Mixcraft eða álíka – þar gat maður gert takta. Þetta voru alls engir hiphop-taktar heldur bara eitthvert prump en þarna kynntist ég því að setja saman hljóð og öllu sem því fylgir. Ég var bara að dunda mér við þetta þangað til svona í byrjun 2016, þá fór ég að taka þetta af alvöru og læra hvernig ég gæti gert tónlist og látið hana hljóma betur. Ég byrjaði fyrst að rappa með strákum sem ég var með í grunnskóla eftir að ég hitti þá aftur eftir langa fjarveru á Akureyri. Við byrjuðum að taka upp og svona. Ég var alltaf mikið að skrifa texta en byrjaði að rappa í byrjun 2017 – ég hafði meira verið að syngja fram að því. Núna er ég byrjaður að blanda þessu öllu saman,“ segir Trausti.Þó að Trausti sé í góðu yfirlæti í kjallaranum á Grenivík að taka upp tónlist gekk það ekki þrautalaust fyrir sig að koma plötunni út. „Fyrir svona einu ári var ég búinn að klára alveg slatta af lögum, en harði diskurinn eyðilagðist og þau lög eyddust öll út. Þannig að ég þurfti að gera plötuna alveg upp á nýtt. Það sem ég ákvað hins vegar að gera, í stað þessa að hætta bara við, var að gera alla taktana upp á nýtt en nota sömu textana og í glötuðu lögunum. Þannig að á plötunni er helmingurinn af lögunum tekinn upp aftur og svo er sirka helmingurinn alveg ný lög.“ Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytt en Trausti segir að „væbið sé mjúkt“ en annars sé hún raunar út um allt tónlistarlega séð. „Planið er að halda áfram að taka upp tónlist og vinna með fólki sem hefur áhuga á því að gera góða tónlist. Ég ætla kannski að spila eitthvað – ég ætla að fara að reyna að gera meira af því plögga.“ Blaðamaður spyr hvort það sé ekki aukin eftirspurn eftir því að vinna með Trausta eftir að platan kom út og hann játar því og bætir við að hann sé nú þegar að vinna með mjög mörgum aðilum og að það séu alls konar hlutir væntanlegir bráðlega.
Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira