Opið bréf til menntamálaráðherra Guðni Þór Þrándarson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar