Þrjú dæmi um „vafasama“ dóma Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 26. júlí 2018 10:45 Er spilling til á Íslandi? Svarið við því er já, það er svo sannarlega spilling á Íslandi og ég hef reynt það á eigin skinni. Eina spurningin er hversu víðtæk hún sé en ég hef komist að því að hún er býsna víðtæk og ristir ansi djúpt. Því miður verður ekki betur séð en spillingin teygi sig inn í dómstólana og í þessari grein ætla ég að fjalla um þrjá dóma sem eru vægast sagt vafasamir. Í þessari umfjöllun kem ég einnig inn á opinbera aðilaeins og sýslumenn og ekki verður hjá því komist að minnast á stjórnmálamenn, því þrátt fyrir hina svokölluðu þrískiptingu valdsins, neyðast þessir aðilar til að hafa samráð sín á milli til að viðhalda stöðunni sem þeir eru að reyna að verja. Dómarnir þrír eru af öllum dómsstigum og það sem einkennir þá er að í þeim er hvorki skeytt um lagareinar né lög- og stjórnarskrárbundin réttindi almennings. Það eina sem virðist skipta dómarana máli er að verja fjármálakerfið (hér eftir „bankana“) þó að með því fórni þeir lífsafkomu einstaklinga og fjölskyldna á altari þeirra. Skilaboðin úr dómunum þremur eru skýr: Dómur #1: Afrit skuldabréfs nægir til að innheimta skuld (Lrd. 95/2018) Dómur #2: Sýslumenn þurfa ekki að fylgja lögum og mega falsa gerðarbækur (Z-5/2017 og Hrd. 707/2017) Dómur #3: Neytenda- og samningsréttur skiptir engu máli (Hrd. 471/2010) Mig langar að biðja ykkur að um að muna við lesturinn, því það virðist oft gleymast, að það gilda lög á Íslandi og að dómurum ber að dæma að lögum. Auk þess sem við skulum ekki gleyma að um banka gilda ströng lög og reglur sem ekki eiga að vera umsemjanleg/ar, enda eru þeir að sýsla með lífsstarf okkar allra. Ábyrgð banka er mikil og við verðum að geta treyst því að þeir standi undir henni. Einnig er vert að hafa í huga að í málum sem snerta lánamál á allt að vera skjalfest og „óumdeilanlegt“. Í þessum málaflokki á því að vera lítið um „misvísandi frásagnir“ eða túlkanir. Annað hvort eru skjöl fyrir hendi eða ekki og annað hvort er lögum fylgt eða ekki. Auðvitað koma upp mál sem opin eru fyrir túlkanir, en þau ættu ekki að vera mörg í þessum málaflokki og sé um vafa að ræða á, samkvæmt lögum, alltaf að meta hann neytenda í hag. Ábyrgð banka er þannig alltaf meiri en neytenda, einstaklinga, en enginn þessara dóma ber merki þess, í þeim öllum er bæði ábyrgðinni og sönnunarbyrðinni velt yfir á varnarlausa einstaklinga.Dómur #1: Afrit skuldabréfs nægir til að innheimta skuld. Hagsmunasamtök heimilanna sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku vegna þessa dóms. Hana má lesa hér. Í yfirlýsingunni vara Hagsmunasamtökin eindregið við réttaróvissunni sem þessi dómur skapar. En það alvarlegasta í þessum dómi er þó það að í honum er sönnunarbyrðinni snúið við. Í stað þess að bankinn þyrfti að sanna að hann ætti bréfið, þá varð skuldarinn að afsanna að bankinn ætti það. Fyrir utan hversu öfugsnúin þessi nálgun er þá er ljóst að skuldarinn hefur ekki aðgang að gögnum til að afsanna eitt eða neitt. Eftir stendur að bankinn gat ekki fært sönnur á að hann hefði eignast lánið. Það eina sem bankinn hafði var að á sínum tíma hefði verið tekin ákvörðun af Fjármálaeftirlitinu um flutning lána á milli banka í kennitöluflakki bankanna eftir hrun og fyrirmæli þar að lútandi. En engin staðfesting liggur fyrir um hvort farið hafi verið eftir fyrirmælum Fjármálaeftirlitsins eða hvað varð um þetta tiltekna skuldabréf. Ekkert kom fram um þetta umrædda lán og hvað sem einhverjum „líkum“ eða möguleikum líður, stendur það eftir að bankinn gat ekki fært sönnur á eign sína og þar með rétt sinn til að innheimta lánið. En hvað fær dómara til að taka svona afstöðu og fella svona dóma? Vega hagsmunir fjármálakerfisins virkilega svo þungt í huga þeirra að þeir séu til í að snúa sönnunarbyrðinni við með þessum hætti? Vert er að hafa í huga að þetta er langt frá því að vera eina skuldin sem bankar hafa innheimt án frumrits. Slík mál hafa áður farið fyrir dóm og alltaf endað með sigri bankanna. Það sem er sérstakt við þetta mál er að þetta er í fyrsta skipti sem skuldarinn hefur getað mætt og varist. Í hinum tilfellunum var aldrei neinn sem tók til varna þannig að bankarnir unnu þau mál auðveldlega. Hvernig má það vera að skuldarar hafi ekki tekið til varna í málum sem þessum? Á því er einföld skýring, þeir vissu ekki af málshöfðuninni. Þetta er ekki tilbúningur, það er nefnilega þannig á Íslandi að geti bankar ekki framvísað frumriti við lok uppboðs, þá geta þeir farið með það fyrir dóm án þess að láta skuldarann vita. Það er kannski dálítið ósanngjarnt af mér að segja að skuldarinn fái ekkert að vita, íslenskt réttarkerfi er ekki alveg svo gróft. Skuldaranum er að sjálfsögðu tilkynnt um þetta en það er gert með auglýsingu í einu víðlesnasta blaði landsins, Lögbirtingarblaðinu, sem við lesum öll spjaldanna á milli. Að sjálfsögðu getur skuldarinn þannig sjálfum sér um kennt um hirðuleysið ef hann les ekki Lögbirting með morgunkaffinu og sér ekki auglýsinguna. Dómarar hafa a.m.k. algjörlega tekið þann pólinn í hæðina og dæmt bönkunum í vil sem þannig hafa getað hirt fjölmargar fasteignir án þess að geta framvísað frumriti. Þeir framvísa þá bara dómsúrskurði um að þeir megi þetta víst! Þannig að í umræddu máli þar sem skuldarinn truflaði heimilislega andrúmsloftið eins og óþolandi boðflennur gera, verður að virða dómurunum það til vorkunnar að eftir að hafa látið fullt af svona málum fara athugasemdalaust í gegn, sé nokkuð erfitt að fara að breyta því núna. Það gæti skapað alls konar vesen ef aðrir myndu fylgja í kjölfarið. Og hvað með það þó bankar rukki lán sem þeir eru búnir að selja annað og eiga ekki lengur?Skatta og tryggingasvik Nú spyrja kannski sumir: „Á fólk ekki að borga skuldir sínar?“ Jú fólk á að borga skuldir sínar, það er engin spurning. En það er þó lágmark #1 að um þeirra skuldir sé að ræða og #2 að greiðslur fari sannanlega til eiganda skuldarinnar en ekki einhvers sem hugsanlega jafnvel kannski hefur eignast þær, en getur ekki fært sönnur á eignarhlut sinn. Málið er líka stærra en svo. Það er staðreynd að lán voru seld úr landi þar sem kaupendur þeirra afskrifuðu þau og fengu fyrir vikið skattaafslátt á erfiðum tímum. Eftir því sem ég best veit er það löglegt. En þó það sé löglegt að selja lán úr landi þar sem þau eru afskrifuð fyrir skattafslátt er ekki löglegt að halda svo bara áfram að innheimta seldu lánin eins og ekkert hafi í skorist. Sá sem seldi lánin á þau ekki lengur og hefur þar með engan rétt til að innheimta þau. Sé það gert, erum við þá ekki farin að tala um skattsvik, og jafnvel tryggingasvik? Því ekki er ólíkegt að tryggingarfélög hafi í einhverjum tilfellum bætt „tjón“ fjármálafyrirtækja sem keyptu svona léleg lán. Hvað veit ég? Það eina sem ég veit er að þarna liggur meira undir en við, pöpullinn, fáum að sjá eða vita. Mörgum finnst þá lánþeginn sleppa billega, því hann hafi jú tekið lánið og hljóti að hafa gert ráð fyrir að borga það. En hvað sem okkur finnst um það þá er það eiganda lánsins að innheimta lánið og sönnun fyrir eign á lánum eru frumrit. Hafi banki selt lán er augljóst að hann hefur ekki leyfi til að innheimta það. Ef nýr eigandi lánsins vill afskrifa það kemur það fyrri eiganda ekkert við og ef skuldarinn græðir á því kemur það fyrri eiganda heldur ekki við. Hann á lánið ekki lengur og má því ekki innheimta það. Þetta er ekki flókið! Grundvallaratriðið er að það gilda lög í landinu og bankar eiga alls ekki að vera undanþegnir þeim frekar en aðrir - þó dómstólar virðist halda það.Dómur #2: Sýslumenn þurfa ekki að fylgja lögum og mega falsa gerðarbækur Þessi fyrirsögn er fáránleg en engu að síður sönn í því undralandi sem Ísland er orðið.Forsaga og útskýringar: Þannig er að u.þ.b. mánuði fyrir endanlegt uppboð á eign, fer fram svo kölluð „byrjun uppboðs“ hjá sýslumanni. Eins og gefur að skilja gilda strangar reglur um uppboð og ein þeirra er sú að kalla skuli eftir „fyrsta boði“ í eignina þegar byrjun uppboðs fer fram. Sé það ekki gert er uppboðið ólöglegt. Um þetta gilda skýr lagaákvæði sem ekki eru opin fyrir túlkun af neinu tagi. Allt sem fram fer í öllu ferlinu er skráð í gerðarbók sýslumanns. Hér þurfum við að átta okkur á mikilvægi gerðarbókar; gerðarbók er sönnun, hún er óumdeilanlegt sönnunargagn. Skráning í gerðarbók er ekki bara „orð gegn orði“ séu bornar á hana brigður, bókanir í gerðarbók eru staðreyndir, nema hægt sé að sýna fram á annað. Hér er um mitt eigið mál að ræða. Í mars á síðasta ári mættum við hjónin í byrjun uppboðs. Af ástæðum sem ég ætla ekki að tíunda hér töldum við okkur vera að mæta í fyrirtöku sem er næsta skref þar á undan en svo reyndist ekki vera. Við bárum fram okkar venjulegu mótmæli enda standast kröfur bankans ekki lög um neytendarétt og þó við höfum vissulega tekið lán, þá á það lán ekkert skylt með láninu sem verið er að rukka okkur um – en ekki verður farið nánar út í það hér. Þegar við, í lok gerðarinnar, erum beðin um að staðfesta viðveru okkar með undirskrift í gerðarbók segir sýslumannsfulltrúinn „Næst er þá 19. apríl“. „Er það hér?“ segir maðurinn minn. „Nei, á eigninni“ svarar lögfræðingur bankans. Okkur bregður töluvert og krotum nöfnin okkar hálf-dofin í (illa) handskrifaða gerðarbókina. Þegar við erum komin út í bíl rennur upp fyrir okkur að ekki hafði verið kallað eftir fyrsta boði. Við höfum lært af biturri reynslu að engum er treystandi í þessum málum þannig að við höfum alltaf tekið upp það sem fram fer. Fyrst og fremst til einkanota, því maður man ekki alltaf allt sem fram kemur, og í þessu tilfelli kom það sér svo sannarlega vel – eða hefði átt að gera það. Er heim kom hlustuðum við á upptökuna og mikið rétt, það var aldrei kallað eftir fyrsta boði. Við létum sýslumannsembættið vita en var sagt að þetta breytti engu, uppboðið myndi fara fram, við gætum kært þegar því væri lokið. „The show must go on!“Dómsmál – Héraðsdómur Reykjaness mál nr. Z-5/2017 Við kærðum og lögðum fram upptökuna til sönnunar. Með upptökunni fylgdi endurrit úr gerðarbók (okkur var neitað um ljósrit af frumriti) og í því stóð að kallað hefði verið eftir boðum í eignina og skráð inn boð frá bankanum, auk þess sem tilgreind voru þrjú atriði sem okkur hefði verið bent á í samræmi við réttarstöðu okkar. Ekkert af þessu átti sér stað. Þegar málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjaness neituðu bæði sýslumannsfulltrúinn og lögfræðingur bankans að mæta fyrir dóminn. Lögfræðingurinn bar fyrir sig minnisleysi en frá sýslumannsembættinu barst bréf um að þar sem allt sem skráð væri í gerðarbókina, sem við vorum að véfengja, væri satt og rétt, þyrfti fulltrúi sýslumanns ekki að mæta og vísað var í (véfengdu) gerðarbókina um málsatvik. Undir þessa fullyrðingu skrifaði embættismaður sem ekki hafði verið viðstaddur gerðina(!) Við hjónin og lögfræðingur okkar vorum nokkuð sigurviss enda erfitt að véfengja hljóðupptöku. En það fór þó svo að við töpuðum málinu. Dómsorðið er bull, það er því miður ekki hægt að nota vægara orð yfir það. Mér tókst auðveldlega að hrekja rökstuðning dómarans í 22 liðum! Í dómsorði er látið að því liggja að við höfum sett upptökuna á svið, það gagnrýnt að í henni séu þagnir o.þ.h. auk þess sem það er fullt af setningum eins og „að framansögðu má sjá...“ án þess að neitt sé í raun framansagt sem hægt sé að byggja á. Og til að snúa hnífnum nú aðeins í sárinu eftir að hafa stungið okkur í bakið, fannst dómaranum við hæfi að láta okkur líka greiða málskostnað bankans.Dómsmál – Hæstiréttur – mál nr. 707/2017 Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Þar sem Héraðsdómurinn byggði á því að véfengja upptökuna lögðum við fram vottun frá fagmanni um að hún væri upprunaleg og ekkert hefði verið átt við hana. Hæstiréttur fór fram á að fá ljósrit úr gerðarbókinni sjálfri í stað endurrits og bauð auk þess upp á að teknar yrðu skýrslur af lögfræðingi bankans og sýslumannsfulltrúanum og gaf viku til þess verkefnis. Þessar óskir og boð Hæstaréttar vöktu okkur bjartsýni um réttláta dómsmeðferð en svo reyndist ekki vera, eftir á að hyggja er hreinlega eins og Hæstiréttur hafi verið að leggja fyrir okkur gildru.Ljósrit af gerðarbók Þegar við, sem málsaðilar, fengum ljósrit af gerðarbókinni í hendur vakti tvennt strax athygli okkar. #1 Í gerðarbókinni, sem skrifa á á meðan gjörðin stendur yfir, eru þrjár mismunandi rithendur. #2 Uppsetning gerðarbókar er þannig að það er ekkert mál að bæta inn í hana hverju sem er eftir á, hafi gleymst að rita það á meðan á gjörð stendur – eða ef það hefur ekki átt sér stað. Ljósritið studdi þannig óneitanlega málflutning okkar.Skýrslur frá lögfræðingi bankans og sýslumannsfulltrúanum Við gerðum ekkert í því að kalla eftir þessum skýrslum. Þar koma nokkrar ástæður til: #1 Þetta eru vitni bankans, hliðholl honum, og því bankans að kalla eftir þeim. #2 Það getur ekki verið okkar hlutverk að kalla eftir vitnisburði sem eðli málsins samkvæmt er okkur fjandsamlegur. #3 Ástæður þeirra fyrir því að mæta ekki fyrir dóminn voru skýrar í gögnum Héraðsdóms og við töldum ólíklegt að við myndum fá sýslumannsembættið til að breyta afstöðu sinni eða að lögfræðingur bankans myndi endurheimta minnið. #4 Við erum vinnandi fólk og höfum hvorki tíma né fjármagn til að standa í svona eltingarleikjum auk þess sem vika er stuttur tími til að taka skýrslu af fólki sem væntanlega vill ekki láta ná í sig, og #5 Upptakan sagði, „sýndi“ og sannaði allt sem til þurfti.Úrskurður Hæstaréttar Í stuttu máli þá töpuðum við fyrir Hæstarétti. Dómarar Hæstaréttar sáu ekki einu sinni sóma sinn í því að fjalla efnislega um upptökuna. Við töpuðum af því við höfðum ekki kallað til vitni bankans. Arion banki hafði ekki heldur kallað til þessi, sín eigin, vitni. En það var metið Arion banka til tekna. Við vorum aftur dæmd til að borga málskostnað bankans – það er náttúrulega eins gott að kenna pöpulnum sem lætur ekki að stjórn lexíu. „Það erum við sem ráðum og þú getur ekkert, því við höfum allt fjármagnið og öll vopnin á okkar valdi“ og svo hvín í svipunni í höndum Hæstaréttar svo Arion banki geti haldið aftökunni áfram.Skjalafals og brot í opinberu starfi Fölsun gerðarbókar er gífurlega alvarlegt brot í opinberu starfi, saknæmt brot. Með dómi sínum er Hæstiréttur að leggja blessun sína yfir refsiverðan glæp. Af hverju gera dómarar það? Hvern, hverja, hvað eru þeir að verja? Vægi opinberra skjala er gífurlegt í réttarríki eins og Ísland á að vera og miklir hagsmunir geta verið undir og eru það í þessu tilfelli. Opinber skjöl eiga að vera óvéfengjanleg – en eru það því miður ekki, ekki einu sinni þó Hæstiréttur stimpli afbrotin. Þau eru samt afbrot! Við höfum kært sýslumannsfulltrúann til lögreglunnar fyrir skjalafals og brot í opinberu starfi. Við gerðum það í janúar. En lögreglan virðist ekki átta sig á alvarleika málsins því ekkert hefur heyrst frá þeim annað en að þetta sé „í röðinni“. Kannski á eftir stolnu reiðhjólunum og hraðasektunum. Ég vona að minnsta kosti innilega að lögreglan sé ekki að taka þátt í leiknum „sópum öllu undir teppið“ með restinni af „kerfinu“, þá væri nú fyrst fokið í öll skjól.Hvað varð um „réttláta dómsmeðferð“? Við teljum okkur ekki hafa hlotið réttláta málsmeðferð. Meðal gagna sem lögð voru fram voru mótmæli okkar við lögmæti aðgerða Arion banka gagnvart okkur. Í þeim eru dómstólar gagnrýndir harkalega fyrir að hafa gengið erinda bankana og stjórnvalda og að hafa sniðgengið neytendarétt í dómum sem varða réttindi lánþega gagnvart ofurvaldi banka/stjórnvalda. Við bárum þó þá von í brjósti að með jafn óræka sönnunn og raun ber vitni á broti sýslumannsemættisins gagnvart okkur, myndum við hljóta réttláta dómsmeðferð. Sú von varð að engu og með dómum sínum staðfesta dómarar hlutdrægni sína gagnvart kerfinu og vonleysi almennings í að ná fram rétti sínum gagnvart áhrifamiklum og fjársterkum aðilum. Það stendur ekki steinn yfir steini í rökstuðningi dómara og ótrúlegt að #1 brot embættismanna séu svo léttvæg fyrir dómnum og #2 að öll sönnunarbyrði sé sett á lítilmagnann, sem neytendur/við óneitanlega erum, í málum sem þessum, #3 það að allur vafi sé metinn sýslumanni/bankanum í hag og við sökuð um lögbrot til að vernda orðspor opinberra aðila. Þetta er þyngra en tárum taki og til skammar fyrir íslenskt réttarfar.Dómur 471/2010: Neytenda- og samningsréttur skiptir engu máli Þessi dómur er rótin að vanda dómstólanna. Árið 2010 var afdrifaríkt fyrir dómstóla Íslands. Þá var deilt um lögmæti gengislána og þau dæmd ólögmæt í Héraðsdómi í febrúar og sá dómur var staðfestur í Hæstarétti þann 16. júní þetta sama ár. Þó þessir dómar hafi verið dæmdir samkvæmt vaxtalögum þá eru þeir réttir samkvæmt neytendarétti, hið ólöglega ákvæði var fellt á brott og neytendur sýknaðir af kröfum um frekari greiðslur. Sú niðurstaða var hins vegar ekki í samræmi við vilja stjórnvalda og loforð þáverandi fjármálaráðherra við kröfuhafa um að ef gengistryggðu lánin yrðu dæmd ólögleg yrðu sett á þau Seðlabankavextir. Þannig var strax skrifað „minnisblað“ fyrir fjármálaráðuneytið um það hvernig hægt væri að komast fram hjá skýrum neytendarétti með því að vísa í vaxtalög og hunsa sam-evrópsk neytendaréttarlög. Minnisblaðinu var greinilega komið á rétta aðila og samskonar mál þingfest á ný og svo þægilega vildi til að á báðum dómstigum var farið nokkuð nákvæmlega eftir minnisblaði fjármálaráðuneytisins og Seðlabankavextir voru settir á lánin. Það er undan þessum dómi og afleiðingum hans sem dómstólar hafa verið á harðahlaupum alla tíð síðan. Það er nefnilega þannig að „lítil“ lögbrot eru fljót að vefja upp á sig þannig að til verði flækja sem erfitt er að leysa úr. Samt þarf að gera það þó það komi einhverjum illa og við verðum að gera þá kröfu á dómara að þeir hafi í sér manndóm til þess. Það er skýrt samkvæmt neytendarétti að það er bannað að breyta samningum eftir undirritun neytanda í óhag (lög nr. 7/1936, gr. 36. c.) Samkvæmt þeim lögum er heimilt að fella óréttmæta skilmála úr samningum, en það er ekki heimilt að setja inn aðra skilmála sem setja neytandann í verri stöðu í stað þeirra ólögmætu. Hæstiréttur gerir hvort tveggja í dómi sínum. Dómnum var heimilt að dæma bæði gengistryggingu og vexti ólögmæta, en honum var ekki heimilt að setja aðra hærri vexti á lánið í staðinn. Lögin sem Hæstaréttur notar til að réttlæta þessa gjörð sína snúast um vexti og það að hafi neytandi ofgreitt bankastofnun eigi bankinn að endurgreiða honum það sem ofgreitt var á Seðlabankavöxtum (4. og 18. grein vaxtalaga). Í fyrsta lagi snúast þessi lög ekki um óréttmæta samninga og í öðru lagi er um „víkjandi lagagreinar“ að ræða, þar sem tekið er fram að víkja skuli þeim til hliðar ef „hagsmunir neytenda“ krefjist þess. Afleiðingar þessara dóma eru í raun þau að engir samningar á Íslandi eru lengur pappírsins virði. Það eru komin fordæmi fyrir því að stjórnvöld/bankar geti breytt áður undirrituðum samningum einhliða, án þess að samningsaðili hafi nokkuð um það að segja. Neytendaréttur er í lögum til að vernda fólk fyrir því að í svokölluðu neyðarástandi, þegar freistingin er hvað mest, sé hægt að brjóta á fólki með þessum hætti. Íslensk stjórnvöld kolféllu á því prófi og munu klárlega beita þessu aftur „þegar þörf krefur“. Dómafordæmið er komið og þeir búnir að komast upp með þetta einu sinni, þetta verður ekkert mál! Spurning hver lendir í þessu þá? Essasú?Alvarleg brot á réttindum almennings eru staðreynd Það verður ekki um það deilt að það er víða pottur brotinn í íslensku réttarkerfi. Jú það er klárlega hægt að fara í deilur um keisarans skegg um þessa dóma að hætti lögfræðinga, en eftir standa alltaf nokkrar staðreyndir: #1 Litið hefur verið framhjá mjög svo skýrt orðuðum lögum um réttindi neytenda, og #2 farið hefur verið í töluverðar „leikfimiæfingar“ með lagagreinar til að komast hinni „æskilegu“ niðurstöðu á sama tíma og ákvæði sem fara gegn fyrirfram gefinni niðurstöðu eru algjörlega hunsuð, #3 dómstólar hafa algjörlega brugðist, bæði í því að dæma samkvæmt lögum og gæta þess að allir njóti sama réttlætis og séu jafnir samkvæmt lögum, því #4 sé um vafa að ræða, eru það alltaf neytendur sem eiga að njóta hans, en ekki stórfyrirtæki sem geta svo auðveldlega brotið á einstaklingum í krafti aflsmunar. Engin dómari hefur nokkurn tímann svo mikið sem reynt að svara fyrir eða verja þessa dóma sína. Þeir þurfa þess ekki, dómarar eru guðum líkir. Það hlýtur að vera þægileg staða að þurfa aldrei að bera ábyrgð á gjörðum sínum eða ákvörðunum í einu ábyrgðamesta starfi sem til er. Að vera í embætti þar sem þú getur með ákvörðunum þínum rústað líf fólks og afkomu með „af því bara“ illa rökstuddum dómum, en bera enga ábyrgð á því. Miðað við þetta eru fá störf jafn ábyrgðarlaus í raun og störf dómara – nema kannski stjórnmálamanna. En við íslendingar þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu, því eftir allt saman þá hafa dómarar það fram yfir okkur pöpulinn að vera lögfræðingar, og eins og við vitum öll er sú stétt manna þekkt fyrir heiðarleika og að ganga aldrei erinda þeirra sem völd eða peninga hafa. Svo er Ísland náttúrulega komið með sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem við ætlum að setja út á mannréttindabrot annarra þjóða – bakgarður okkar sjálfra getur bara beðið á meðan þjóðin kafnar í arfanum sem þar er. Ísland, best í heimi!?Ásthildur Lóa ÞórsdóttirHöfundur er kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Er spilling til á Íslandi? Svarið við því er já, það er svo sannarlega spilling á Íslandi og ég hef reynt það á eigin skinni. Eina spurningin er hversu víðtæk hún sé en ég hef komist að því að hún er býsna víðtæk og ristir ansi djúpt. Því miður verður ekki betur séð en spillingin teygi sig inn í dómstólana og í þessari grein ætla ég að fjalla um þrjá dóma sem eru vægast sagt vafasamir. Í þessari umfjöllun kem ég einnig inn á opinbera aðilaeins og sýslumenn og ekki verður hjá því komist að minnast á stjórnmálamenn, því þrátt fyrir hina svokölluðu þrískiptingu valdsins, neyðast þessir aðilar til að hafa samráð sín á milli til að viðhalda stöðunni sem þeir eru að reyna að verja. Dómarnir þrír eru af öllum dómsstigum og það sem einkennir þá er að í þeim er hvorki skeytt um lagareinar né lög- og stjórnarskrárbundin réttindi almennings. Það eina sem virðist skipta dómarana máli er að verja fjármálakerfið (hér eftir „bankana“) þó að með því fórni þeir lífsafkomu einstaklinga og fjölskyldna á altari þeirra. Skilaboðin úr dómunum þremur eru skýr: Dómur #1: Afrit skuldabréfs nægir til að innheimta skuld (Lrd. 95/2018) Dómur #2: Sýslumenn þurfa ekki að fylgja lögum og mega falsa gerðarbækur (Z-5/2017 og Hrd. 707/2017) Dómur #3: Neytenda- og samningsréttur skiptir engu máli (Hrd. 471/2010) Mig langar að biðja ykkur að um að muna við lesturinn, því það virðist oft gleymast, að það gilda lög á Íslandi og að dómurum ber að dæma að lögum. Auk þess sem við skulum ekki gleyma að um banka gilda ströng lög og reglur sem ekki eiga að vera umsemjanleg/ar, enda eru þeir að sýsla með lífsstarf okkar allra. Ábyrgð banka er mikil og við verðum að geta treyst því að þeir standi undir henni. Einnig er vert að hafa í huga að í málum sem snerta lánamál á allt að vera skjalfest og „óumdeilanlegt“. Í þessum málaflokki á því að vera lítið um „misvísandi frásagnir“ eða túlkanir. Annað hvort eru skjöl fyrir hendi eða ekki og annað hvort er lögum fylgt eða ekki. Auðvitað koma upp mál sem opin eru fyrir túlkanir, en þau ættu ekki að vera mörg í þessum málaflokki og sé um vafa að ræða á, samkvæmt lögum, alltaf að meta hann neytenda í hag. Ábyrgð banka er þannig alltaf meiri en neytenda, einstaklinga, en enginn þessara dóma ber merki þess, í þeim öllum er bæði ábyrgðinni og sönnunarbyrðinni velt yfir á varnarlausa einstaklinga.Dómur #1: Afrit skuldabréfs nægir til að innheimta skuld. Hagsmunasamtök heimilanna sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku vegna þessa dóms. Hana má lesa hér. Í yfirlýsingunni vara Hagsmunasamtökin eindregið við réttaróvissunni sem þessi dómur skapar. En það alvarlegasta í þessum dómi er þó það að í honum er sönnunarbyrðinni snúið við. Í stað þess að bankinn þyrfti að sanna að hann ætti bréfið, þá varð skuldarinn að afsanna að bankinn ætti það. Fyrir utan hversu öfugsnúin þessi nálgun er þá er ljóst að skuldarinn hefur ekki aðgang að gögnum til að afsanna eitt eða neitt. Eftir stendur að bankinn gat ekki fært sönnur á að hann hefði eignast lánið. Það eina sem bankinn hafði var að á sínum tíma hefði verið tekin ákvörðun af Fjármálaeftirlitinu um flutning lána á milli banka í kennitöluflakki bankanna eftir hrun og fyrirmæli þar að lútandi. En engin staðfesting liggur fyrir um hvort farið hafi verið eftir fyrirmælum Fjármálaeftirlitsins eða hvað varð um þetta tiltekna skuldabréf. Ekkert kom fram um þetta umrædda lán og hvað sem einhverjum „líkum“ eða möguleikum líður, stendur það eftir að bankinn gat ekki fært sönnur á eign sína og þar með rétt sinn til að innheimta lánið. En hvað fær dómara til að taka svona afstöðu og fella svona dóma? Vega hagsmunir fjármálakerfisins virkilega svo þungt í huga þeirra að þeir séu til í að snúa sönnunarbyrðinni við með þessum hætti? Vert er að hafa í huga að þetta er langt frá því að vera eina skuldin sem bankar hafa innheimt án frumrits. Slík mál hafa áður farið fyrir dóm og alltaf endað með sigri bankanna. Það sem er sérstakt við þetta mál er að þetta er í fyrsta skipti sem skuldarinn hefur getað mætt og varist. Í hinum tilfellunum var aldrei neinn sem tók til varna þannig að bankarnir unnu þau mál auðveldlega. Hvernig má það vera að skuldarar hafi ekki tekið til varna í málum sem þessum? Á því er einföld skýring, þeir vissu ekki af málshöfðuninni. Þetta er ekki tilbúningur, það er nefnilega þannig á Íslandi að geti bankar ekki framvísað frumriti við lok uppboðs, þá geta þeir farið með það fyrir dóm án þess að láta skuldarann vita. Það er kannski dálítið ósanngjarnt af mér að segja að skuldarinn fái ekkert að vita, íslenskt réttarkerfi er ekki alveg svo gróft. Skuldaranum er að sjálfsögðu tilkynnt um þetta en það er gert með auglýsingu í einu víðlesnasta blaði landsins, Lögbirtingarblaðinu, sem við lesum öll spjaldanna á milli. Að sjálfsögðu getur skuldarinn þannig sjálfum sér um kennt um hirðuleysið ef hann les ekki Lögbirting með morgunkaffinu og sér ekki auglýsinguna. Dómarar hafa a.m.k. algjörlega tekið þann pólinn í hæðina og dæmt bönkunum í vil sem þannig hafa getað hirt fjölmargar fasteignir án þess að geta framvísað frumriti. Þeir framvísa þá bara dómsúrskurði um að þeir megi þetta víst! Þannig að í umræddu máli þar sem skuldarinn truflaði heimilislega andrúmsloftið eins og óþolandi boðflennur gera, verður að virða dómurunum það til vorkunnar að eftir að hafa látið fullt af svona málum fara athugasemdalaust í gegn, sé nokkuð erfitt að fara að breyta því núna. Það gæti skapað alls konar vesen ef aðrir myndu fylgja í kjölfarið. Og hvað með það þó bankar rukki lán sem þeir eru búnir að selja annað og eiga ekki lengur?Skatta og tryggingasvik Nú spyrja kannski sumir: „Á fólk ekki að borga skuldir sínar?“ Jú fólk á að borga skuldir sínar, það er engin spurning. En það er þó lágmark #1 að um þeirra skuldir sé að ræða og #2 að greiðslur fari sannanlega til eiganda skuldarinnar en ekki einhvers sem hugsanlega jafnvel kannski hefur eignast þær, en getur ekki fært sönnur á eignarhlut sinn. Málið er líka stærra en svo. Það er staðreynd að lán voru seld úr landi þar sem kaupendur þeirra afskrifuðu þau og fengu fyrir vikið skattaafslátt á erfiðum tímum. Eftir því sem ég best veit er það löglegt. En þó það sé löglegt að selja lán úr landi þar sem þau eru afskrifuð fyrir skattafslátt er ekki löglegt að halda svo bara áfram að innheimta seldu lánin eins og ekkert hafi í skorist. Sá sem seldi lánin á þau ekki lengur og hefur þar með engan rétt til að innheimta þau. Sé það gert, erum við þá ekki farin að tala um skattsvik, og jafnvel tryggingasvik? Því ekki er ólíkegt að tryggingarfélög hafi í einhverjum tilfellum bætt „tjón“ fjármálafyrirtækja sem keyptu svona léleg lán. Hvað veit ég? Það eina sem ég veit er að þarna liggur meira undir en við, pöpullinn, fáum að sjá eða vita. Mörgum finnst þá lánþeginn sleppa billega, því hann hafi jú tekið lánið og hljóti að hafa gert ráð fyrir að borga það. En hvað sem okkur finnst um það þá er það eiganda lánsins að innheimta lánið og sönnun fyrir eign á lánum eru frumrit. Hafi banki selt lán er augljóst að hann hefur ekki leyfi til að innheimta það. Ef nýr eigandi lánsins vill afskrifa það kemur það fyrri eiganda ekkert við og ef skuldarinn græðir á því kemur það fyrri eiganda heldur ekki við. Hann á lánið ekki lengur og má því ekki innheimta það. Þetta er ekki flókið! Grundvallaratriðið er að það gilda lög í landinu og bankar eiga alls ekki að vera undanþegnir þeim frekar en aðrir - þó dómstólar virðist halda það.Dómur #2: Sýslumenn þurfa ekki að fylgja lögum og mega falsa gerðarbækur Þessi fyrirsögn er fáránleg en engu að síður sönn í því undralandi sem Ísland er orðið.Forsaga og útskýringar: Þannig er að u.þ.b. mánuði fyrir endanlegt uppboð á eign, fer fram svo kölluð „byrjun uppboðs“ hjá sýslumanni. Eins og gefur að skilja gilda strangar reglur um uppboð og ein þeirra er sú að kalla skuli eftir „fyrsta boði“ í eignina þegar byrjun uppboðs fer fram. Sé það ekki gert er uppboðið ólöglegt. Um þetta gilda skýr lagaákvæði sem ekki eru opin fyrir túlkun af neinu tagi. Allt sem fram fer í öllu ferlinu er skráð í gerðarbók sýslumanns. Hér þurfum við að átta okkur á mikilvægi gerðarbókar; gerðarbók er sönnun, hún er óumdeilanlegt sönnunargagn. Skráning í gerðarbók er ekki bara „orð gegn orði“ séu bornar á hana brigður, bókanir í gerðarbók eru staðreyndir, nema hægt sé að sýna fram á annað. Hér er um mitt eigið mál að ræða. Í mars á síðasta ári mættum við hjónin í byrjun uppboðs. Af ástæðum sem ég ætla ekki að tíunda hér töldum við okkur vera að mæta í fyrirtöku sem er næsta skref þar á undan en svo reyndist ekki vera. Við bárum fram okkar venjulegu mótmæli enda standast kröfur bankans ekki lög um neytendarétt og þó við höfum vissulega tekið lán, þá á það lán ekkert skylt með láninu sem verið er að rukka okkur um – en ekki verður farið nánar út í það hér. Þegar við, í lok gerðarinnar, erum beðin um að staðfesta viðveru okkar með undirskrift í gerðarbók segir sýslumannsfulltrúinn „Næst er þá 19. apríl“. „Er það hér?“ segir maðurinn minn. „Nei, á eigninni“ svarar lögfræðingur bankans. Okkur bregður töluvert og krotum nöfnin okkar hálf-dofin í (illa) handskrifaða gerðarbókina. Þegar við erum komin út í bíl rennur upp fyrir okkur að ekki hafði verið kallað eftir fyrsta boði. Við höfum lært af biturri reynslu að engum er treystandi í þessum málum þannig að við höfum alltaf tekið upp það sem fram fer. Fyrst og fremst til einkanota, því maður man ekki alltaf allt sem fram kemur, og í þessu tilfelli kom það sér svo sannarlega vel – eða hefði átt að gera það. Er heim kom hlustuðum við á upptökuna og mikið rétt, það var aldrei kallað eftir fyrsta boði. Við létum sýslumannsembættið vita en var sagt að þetta breytti engu, uppboðið myndi fara fram, við gætum kært þegar því væri lokið. „The show must go on!“Dómsmál – Héraðsdómur Reykjaness mál nr. Z-5/2017 Við kærðum og lögðum fram upptökuna til sönnunar. Með upptökunni fylgdi endurrit úr gerðarbók (okkur var neitað um ljósrit af frumriti) og í því stóð að kallað hefði verið eftir boðum í eignina og skráð inn boð frá bankanum, auk þess sem tilgreind voru þrjú atriði sem okkur hefði verið bent á í samræmi við réttarstöðu okkar. Ekkert af þessu átti sér stað. Þegar málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjaness neituðu bæði sýslumannsfulltrúinn og lögfræðingur bankans að mæta fyrir dóminn. Lögfræðingurinn bar fyrir sig minnisleysi en frá sýslumannsembættinu barst bréf um að þar sem allt sem skráð væri í gerðarbókina, sem við vorum að véfengja, væri satt og rétt, þyrfti fulltrúi sýslumanns ekki að mæta og vísað var í (véfengdu) gerðarbókina um málsatvik. Undir þessa fullyrðingu skrifaði embættismaður sem ekki hafði verið viðstaddur gerðina(!) Við hjónin og lögfræðingur okkar vorum nokkuð sigurviss enda erfitt að véfengja hljóðupptöku. En það fór þó svo að við töpuðum málinu. Dómsorðið er bull, það er því miður ekki hægt að nota vægara orð yfir það. Mér tókst auðveldlega að hrekja rökstuðning dómarans í 22 liðum! Í dómsorði er látið að því liggja að við höfum sett upptökuna á svið, það gagnrýnt að í henni séu þagnir o.þ.h. auk þess sem það er fullt af setningum eins og „að framansögðu má sjá...“ án þess að neitt sé í raun framansagt sem hægt sé að byggja á. Og til að snúa hnífnum nú aðeins í sárinu eftir að hafa stungið okkur í bakið, fannst dómaranum við hæfi að láta okkur líka greiða málskostnað bankans.Dómsmál – Hæstiréttur – mál nr. 707/2017 Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Þar sem Héraðsdómurinn byggði á því að véfengja upptökuna lögðum við fram vottun frá fagmanni um að hún væri upprunaleg og ekkert hefði verið átt við hana. Hæstiréttur fór fram á að fá ljósrit úr gerðarbókinni sjálfri í stað endurrits og bauð auk þess upp á að teknar yrðu skýrslur af lögfræðingi bankans og sýslumannsfulltrúanum og gaf viku til þess verkefnis. Þessar óskir og boð Hæstaréttar vöktu okkur bjartsýni um réttláta dómsmeðferð en svo reyndist ekki vera, eftir á að hyggja er hreinlega eins og Hæstiréttur hafi verið að leggja fyrir okkur gildru.Ljósrit af gerðarbók Þegar við, sem málsaðilar, fengum ljósrit af gerðarbókinni í hendur vakti tvennt strax athygli okkar. #1 Í gerðarbókinni, sem skrifa á á meðan gjörðin stendur yfir, eru þrjár mismunandi rithendur. #2 Uppsetning gerðarbókar er þannig að það er ekkert mál að bæta inn í hana hverju sem er eftir á, hafi gleymst að rita það á meðan á gjörð stendur – eða ef það hefur ekki átt sér stað. Ljósritið studdi þannig óneitanlega málflutning okkar.Skýrslur frá lögfræðingi bankans og sýslumannsfulltrúanum Við gerðum ekkert í því að kalla eftir þessum skýrslum. Þar koma nokkrar ástæður til: #1 Þetta eru vitni bankans, hliðholl honum, og því bankans að kalla eftir þeim. #2 Það getur ekki verið okkar hlutverk að kalla eftir vitnisburði sem eðli málsins samkvæmt er okkur fjandsamlegur. #3 Ástæður þeirra fyrir því að mæta ekki fyrir dóminn voru skýrar í gögnum Héraðsdóms og við töldum ólíklegt að við myndum fá sýslumannsembættið til að breyta afstöðu sinni eða að lögfræðingur bankans myndi endurheimta minnið. #4 Við erum vinnandi fólk og höfum hvorki tíma né fjármagn til að standa í svona eltingarleikjum auk þess sem vika er stuttur tími til að taka skýrslu af fólki sem væntanlega vill ekki láta ná í sig, og #5 Upptakan sagði, „sýndi“ og sannaði allt sem til þurfti.Úrskurður Hæstaréttar Í stuttu máli þá töpuðum við fyrir Hæstarétti. Dómarar Hæstaréttar sáu ekki einu sinni sóma sinn í því að fjalla efnislega um upptökuna. Við töpuðum af því við höfðum ekki kallað til vitni bankans. Arion banki hafði ekki heldur kallað til þessi, sín eigin, vitni. En það var metið Arion banka til tekna. Við vorum aftur dæmd til að borga málskostnað bankans – það er náttúrulega eins gott að kenna pöpulnum sem lætur ekki að stjórn lexíu. „Það erum við sem ráðum og þú getur ekkert, því við höfum allt fjármagnið og öll vopnin á okkar valdi“ og svo hvín í svipunni í höndum Hæstaréttar svo Arion banki geti haldið aftökunni áfram.Skjalafals og brot í opinberu starfi Fölsun gerðarbókar er gífurlega alvarlegt brot í opinberu starfi, saknæmt brot. Með dómi sínum er Hæstiréttur að leggja blessun sína yfir refsiverðan glæp. Af hverju gera dómarar það? Hvern, hverja, hvað eru þeir að verja? Vægi opinberra skjala er gífurlegt í réttarríki eins og Ísland á að vera og miklir hagsmunir geta verið undir og eru það í þessu tilfelli. Opinber skjöl eiga að vera óvéfengjanleg – en eru það því miður ekki, ekki einu sinni þó Hæstiréttur stimpli afbrotin. Þau eru samt afbrot! Við höfum kært sýslumannsfulltrúann til lögreglunnar fyrir skjalafals og brot í opinberu starfi. Við gerðum það í janúar. En lögreglan virðist ekki átta sig á alvarleika málsins því ekkert hefur heyrst frá þeim annað en að þetta sé „í röðinni“. Kannski á eftir stolnu reiðhjólunum og hraðasektunum. Ég vona að minnsta kosti innilega að lögreglan sé ekki að taka þátt í leiknum „sópum öllu undir teppið“ með restinni af „kerfinu“, þá væri nú fyrst fokið í öll skjól.Hvað varð um „réttláta dómsmeðferð“? Við teljum okkur ekki hafa hlotið réttláta málsmeðferð. Meðal gagna sem lögð voru fram voru mótmæli okkar við lögmæti aðgerða Arion banka gagnvart okkur. Í þeim eru dómstólar gagnrýndir harkalega fyrir að hafa gengið erinda bankana og stjórnvalda og að hafa sniðgengið neytendarétt í dómum sem varða réttindi lánþega gagnvart ofurvaldi banka/stjórnvalda. Við bárum þó þá von í brjósti að með jafn óræka sönnunn og raun ber vitni á broti sýslumannsemættisins gagnvart okkur, myndum við hljóta réttláta dómsmeðferð. Sú von varð að engu og með dómum sínum staðfesta dómarar hlutdrægni sína gagnvart kerfinu og vonleysi almennings í að ná fram rétti sínum gagnvart áhrifamiklum og fjársterkum aðilum. Það stendur ekki steinn yfir steini í rökstuðningi dómara og ótrúlegt að #1 brot embættismanna séu svo léttvæg fyrir dómnum og #2 að öll sönnunarbyrði sé sett á lítilmagnann, sem neytendur/við óneitanlega erum, í málum sem þessum, #3 það að allur vafi sé metinn sýslumanni/bankanum í hag og við sökuð um lögbrot til að vernda orðspor opinberra aðila. Þetta er þyngra en tárum taki og til skammar fyrir íslenskt réttarfar.Dómur 471/2010: Neytenda- og samningsréttur skiptir engu máli Þessi dómur er rótin að vanda dómstólanna. Árið 2010 var afdrifaríkt fyrir dómstóla Íslands. Þá var deilt um lögmæti gengislána og þau dæmd ólögmæt í Héraðsdómi í febrúar og sá dómur var staðfestur í Hæstarétti þann 16. júní þetta sama ár. Þó þessir dómar hafi verið dæmdir samkvæmt vaxtalögum þá eru þeir réttir samkvæmt neytendarétti, hið ólöglega ákvæði var fellt á brott og neytendur sýknaðir af kröfum um frekari greiðslur. Sú niðurstaða var hins vegar ekki í samræmi við vilja stjórnvalda og loforð þáverandi fjármálaráðherra við kröfuhafa um að ef gengistryggðu lánin yrðu dæmd ólögleg yrðu sett á þau Seðlabankavextir. Þannig var strax skrifað „minnisblað“ fyrir fjármálaráðuneytið um það hvernig hægt væri að komast fram hjá skýrum neytendarétti með því að vísa í vaxtalög og hunsa sam-evrópsk neytendaréttarlög. Minnisblaðinu var greinilega komið á rétta aðila og samskonar mál þingfest á ný og svo þægilega vildi til að á báðum dómstigum var farið nokkuð nákvæmlega eftir minnisblaði fjármálaráðuneytisins og Seðlabankavextir voru settir á lánin. Það er undan þessum dómi og afleiðingum hans sem dómstólar hafa verið á harðahlaupum alla tíð síðan. Það er nefnilega þannig að „lítil“ lögbrot eru fljót að vefja upp á sig þannig að til verði flækja sem erfitt er að leysa úr. Samt þarf að gera það þó það komi einhverjum illa og við verðum að gera þá kröfu á dómara að þeir hafi í sér manndóm til þess. Það er skýrt samkvæmt neytendarétti að það er bannað að breyta samningum eftir undirritun neytanda í óhag (lög nr. 7/1936, gr. 36. c.) Samkvæmt þeim lögum er heimilt að fella óréttmæta skilmála úr samningum, en það er ekki heimilt að setja inn aðra skilmála sem setja neytandann í verri stöðu í stað þeirra ólögmætu. Hæstiréttur gerir hvort tveggja í dómi sínum. Dómnum var heimilt að dæma bæði gengistryggingu og vexti ólögmæta, en honum var ekki heimilt að setja aðra hærri vexti á lánið í staðinn. Lögin sem Hæstaréttur notar til að réttlæta þessa gjörð sína snúast um vexti og það að hafi neytandi ofgreitt bankastofnun eigi bankinn að endurgreiða honum það sem ofgreitt var á Seðlabankavöxtum (4. og 18. grein vaxtalaga). Í fyrsta lagi snúast þessi lög ekki um óréttmæta samninga og í öðru lagi er um „víkjandi lagagreinar“ að ræða, þar sem tekið er fram að víkja skuli þeim til hliðar ef „hagsmunir neytenda“ krefjist þess. Afleiðingar þessara dóma eru í raun þau að engir samningar á Íslandi eru lengur pappírsins virði. Það eru komin fordæmi fyrir því að stjórnvöld/bankar geti breytt áður undirrituðum samningum einhliða, án þess að samningsaðili hafi nokkuð um það að segja. Neytendaréttur er í lögum til að vernda fólk fyrir því að í svokölluðu neyðarástandi, þegar freistingin er hvað mest, sé hægt að brjóta á fólki með þessum hætti. Íslensk stjórnvöld kolféllu á því prófi og munu klárlega beita þessu aftur „þegar þörf krefur“. Dómafordæmið er komið og þeir búnir að komast upp með þetta einu sinni, þetta verður ekkert mál! Spurning hver lendir í þessu þá? Essasú?Alvarleg brot á réttindum almennings eru staðreynd Það verður ekki um það deilt að það er víða pottur brotinn í íslensku réttarkerfi. Jú það er klárlega hægt að fara í deilur um keisarans skegg um þessa dóma að hætti lögfræðinga, en eftir standa alltaf nokkrar staðreyndir: #1 Litið hefur verið framhjá mjög svo skýrt orðuðum lögum um réttindi neytenda, og #2 farið hefur verið í töluverðar „leikfimiæfingar“ með lagagreinar til að komast hinni „æskilegu“ niðurstöðu á sama tíma og ákvæði sem fara gegn fyrirfram gefinni niðurstöðu eru algjörlega hunsuð, #3 dómstólar hafa algjörlega brugðist, bæði í því að dæma samkvæmt lögum og gæta þess að allir njóti sama réttlætis og séu jafnir samkvæmt lögum, því #4 sé um vafa að ræða, eru það alltaf neytendur sem eiga að njóta hans, en ekki stórfyrirtæki sem geta svo auðveldlega brotið á einstaklingum í krafti aflsmunar. Engin dómari hefur nokkurn tímann svo mikið sem reynt að svara fyrir eða verja þessa dóma sína. Þeir þurfa þess ekki, dómarar eru guðum líkir. Það hlýtur að vera þægileg staða að þurfa aldrei að bera ábyrgð á gjörðum sínum eða ákvörðunum í einu ábyrgðamesta starfi sem til er. Að vera í embætti þar sem þú getur með ákvörðunum þínum rústað líf fólks og afkomu með „af því bara“ illa rökstuddum dómum, en bera enga ábyrgð á því. Miðað við þetta eru fá störf jafn ábyrgðarlaus í raun og störf dómara – nema kannski stjórnmálamanna. En við íslendingar þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu, því eftir allt saman þá hafa dómarar það fram yfir okkur pöpulinn að vera lögfræðingar, og eins og við vitum öll er sú stétt manna þekkt fyrir heiðarleika og að ganga aldrei erinda þeirra sem völd eða peninga hafa. Svo er Ísland náttúrulega komið með sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem við ætlum að setja út á mannréttindabrot annarra þjóða – bakgarður okkar sjálfra getur bara beðið á meðan þjóðin kafnar í arfanum sem þar er. Ísland, best í heimi!?Ásthildur Lóa ÞórsdóttirHöfundur er kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar