Opið bréf til Þórdísar Lóu Egill Þór Jónsson skrifar 27. júlí 2018 18:14 Kæra Þórdís Lóa. Vegna fréttar og viðtals við þig í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri til þín. Stjórnarandstaðan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, eins og þér er kunnugt um, vegna neyðarástands í húsnæðismálum heimilislausra. Athygli mína vakti að þú sem formaður borgarráðs, lést að því liggja að fyrirhugaður fundur í velferðarráði með hagsmunasamtökum heimilislausra, nánar tiltekið Kærleikssamtökunum, hafi verið að frumkvæði meirihlutans í borgarstjórn. Rétt er að upplýsa þig um að þetta er rangt. Hið rétta er að beiðni um fundinn var að frumkvæði Kærleikssamtakanna sjálfra, þar sem átti að fara heildstætt yfir málin en stjórnarandstaðan hafði frumkvæði að því að setja málið á dagskrá velferðarráðs f.h. samtakanna en ekki var unnt að verða við beiðninni fyrr en eftir sumarleyfi borgarstjórnar. Það er með ólíkindum hvernig meirihlutaflokkarnir fara undan í flæmingi í þessu máli og neita enn að horfast í augu við aðgerðarleysi sitt í málaflokknum. Það er ekki nóg að setja falleg orð í málefnasamning en aðhafast síðan ekkert í framhaldinu, heldur fara bara í sumarfrí og ýta vandanum á undan sér. Ég trúi því að ég tali fyrir okkur öll, fulltrúa stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, þegar ég segi að við fögnum því að meirihlutinn hafi nú loksins orðið við ósk stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarfund í borgarráði, endi veitir ekki af. Við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, vonum að fundurinn skili árangri og brugðist verði við strax á sama tíma og mörkuð verði stefna til frambúðar til úrlausna þessara mála. Með kærri kveðju, Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kæra Þórdís Lóa. Vegna fréttar og viðtals við þig í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri til þín. Stjórnarandstaðan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, eins og þér er kunnugt um, vegna neyðarástands í húsnæðismálum heimilislausra. Athygli mína vakti að þú sem formaður borgarráðs, lést að því liggja að fyrirhugaður fundur í velferðarráði með hagsmunasamtökum heimilislausra, nánar tiltekið Kærleikssamtökunum, hafi verið að frumkvæði meirihlutans í borgarstjórn. Rétt er að upplýsa þig um að þetta er rangt. Hið rétta er að beiðni um fundinn var að frumkvæði Kærleikssamtakanna sjálfra, þar sem átti að fara heildstætt yfir málin en stjórnarandstaðan hafði frumkvæði að því að setja málið á dagskrá velferðarráðs f.h. samtakanna en ekki var unnt að verða við beiðninni fyrr en eftir sumarleyfi borgarstjórnar. Það er með ólíkindum hvernig meirihlutaflokkarnir fara undan í flæmingi í þessu máli og neita enn að horfast í augu við aðgerðarleysi sitt í málaflokknum. Það er ekki nóg að setja falleg orð í málefnasamning en aðhafast síðan ekkert í framhaldinu, heldur fara bara í sumarfrí og ýta vandanum á undan sér. Ég trúi því að ég tali fyrir okkur öll, fulltrúa stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, þegar ég segi að við fögnum því að meirihlutinn hafi nú loksins orðið við ósk stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarfund í borgarráði, endi veitir ekki af. Við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, vonum að fundurinn skili árangri og brugðist verði við strax á sama tíma og mörkuð verði stefna til frambúðar til úrlausna þessara mála. Með kærri kveðju, Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar