Tvö börn meðal hinna látnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 21:30 Um 500 byggingar eru sagðar gjörónýtar eftir eldana. Vísir/Getty Tvö börn og langamma þeirra eru meðal þeirra fimm sem látið hafa lífið í miklum skógareldum sem nú geisa í norðurhluta Kaliforníuríkis.Áður hefur verið greint frá því að tveir slökkviliðsmenn hafi farist í eldunum. Sautján er saknað og tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Um 3.400 slökkviliðsmenn vinna að slökkvistarfi en aðstæður eru með versta móti því ákaflega heitt og þurrt er í norðurhluta Kaliforníu. Hvassviðri hefur þá blásið nýju lífi í skógareldana sem geisað hafa í rúma sex sólarhringa. Talið er að þeir hafi átt upptök sín í bifreið sem bilaði á þjóðvegi einum. Eldurinn barst undan vélarhlíf bílsins í nálæg tré og þaðan yfir um 194 ferkílómetra svæði - sem er á stærð við San Fransisco-borg. Móðir barnanna tveggja greindi frá því í samtali við þarlenda miðla að börnin, sem voru fjögurra og fimm ára gömul, hafi farist í eldunum ásamt langömmu þeirra. Þau hafi ætlað sér að yfirgefa heimili langömmunnar en orðið innlyksa. Langamman, hin sjötuga Melody Bledshoe, er sögð hafa hringt á neyðarlínuna þegar henni hafi verið orðið ljóst að eldurinn væri búinn að króa hana og börnin af. Hún á ekki að hafa náð að klára símtalið áður en heimili hennar varð eldinum fullkomlega að bráð. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur óskað eftir alríkisaðstoð svo að koma megi í veg fyrir hamfaraástand í ríkinu. Sérfræðingar segja að skógareldarnir séu einhverjir þeir verstu í áratugi. Skógareldar Tengdar fréttir Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. 28. júlí 2018 10:47 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tvö börn og langamma þeirra eru meðal þeirra fimm sem látið hafa lífið í miklum skógareldum sem nú geisa í norðurhluta Kaliforníuríkis.Áður hefur verið greint frá því að tveir slökkviliðsmenn hafi farist í eldunum. Sautján er saknað og tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Um 3.400 slökkviliðsmenn vinna að slökkvistarfi en aðstæður eru með versta móti því ákaflega heitt og þurrt er í norðurhluta Kaliforníu. Hvassviðri hefur þá blásið nýju lífi í skógareldana sem geisað hafa í rúma sex sólarhringa. Talið er að þeir hafi átt upptök sín í bifreið sem bilaði á þjóðvegi einum. Eldurinn barst undan vélarhlíf bílsins í nálæg tré og þaðan yfir um 194 ferkílómetra svæði - sem er á stærð við San Fransisco-borg. Móðir barnanna tveggja greindi frá því í samtali við þarlenda miðla að börnin, sem voru fjögurra og fimm ára gömul, hafi farist í eldunum ásamt langömmu þeirra. Þau hafi ætlað sér að yfirgefa heimili langömmunnar en orðið innlyksa. Langamman, hin sjötuga Melody Bledshoe, er sögð hafa hringt á neyðarlínuna þegar henni hafi verið orðið ljóst að eldurinn væri búinn að króa hana og börnin af. Hún á ekki að hafa náð að klára símtalið áður en heimili hennar varð eldinum fullkomlega að bráð. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur óskað eftir alríkisaðstoð svo að koma megi í veg fyrir hamfaraástand í ríkinu. Sérfræðingar segja að skógareldarnir séu einhverjir þeir verstu í áratugi.
Skógareldar Tengdar fréttir Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. 28. júlí 2018 10:47 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. 28. júlí 2018 10:47
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37