Laxeldi án heimilda Gunnlaugur Stefánsson skrifar 12. júlí 2018 07:00 Í Berufirði hefur verið rekið laxeldi á vegum Fiskeldis Austfjarða í meirihlutaeigu norskra eldisrisa. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var þar 1,1 milljón laxa í tíu opnum sjókvíum. Álitið er að hrygningarstofn villtra laxa sé um 100 þúsund fiskar á Íslandi. Eldisfiskarnir í Berufirði eru frjóir og af norskum stofni. Bannað er í Noregi að nýta framandi stofna í eldi. En Fiskeldi Austfjarða hefur enga heimild í leyfum í þessu eldi fyrir laxi af norskum uppruna. Það er klárt lögbrot og sambærilegt við að kúabændur færu að flytja inn norska erfðavísa án leyfis til að nýta í ræktun íslenskra kúa – og látið átölulaust. Sömuleiðis hefur Fiskeldi Austfjarða enga heimild í leyfum til að losa fosfór í sjóinn sem er uppistaðan í mengandi úrgangi frá eldinu. Þá hefur þessi eldisiðja aldrei farið í umhverfismat. Hvernig er hægt að taka mark á opinberum eftirlitsstofnunum sem láta þetta allt viðgangast eða er verið að hygla eldisiðjunni umfram aðra? Laxeldið í Berufirði hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum. Í desember gekk bálviðri yfir Austfirði með kuldatíð í kjölfarið og lagðist hart á eldið. Samkvæmt lýsingum Matvælastofnunar þá losnaði um festingar í einni kví, 285 tonn af laxi sýktust og var slátrað og voru urðuð að stærstum hluta á landi. Nú hefur það gerst eftir hvassviðri, sem gekk yfir Austfirði um miðjan júní, að stórar laxatorfur sáust á stökki í Hvítárvík 21. júní og aftur í Fossárvík 29. júní, en báðir staðir eru skammt innan við eldiskvíarnar í Svarthamarsvík í Berufirði. Reynslan staðfestir að eldisfyrirtækin tilkynna ekki um slysasleppingar fyrr en þær eru öllum ljósar seint og um síðir. Laxatorfur við strendur Berufjarðar hljóta að beina augum að eldiskvíunum og slysasleppingum þaðan. Þetta hefur verið tilkynnt Fiskistofu, en óhægt er um vik með eftiráeftirlit, þegar strokufiskur hefur dreift sér um allan sjó. Það er því sjálfsögð krafa, til að tryggja eftirlit eins og frekast má, að eftirlitsfólk verði ráðið til Fiskistofu í full störf á allar eldisstöðvar á kostnað eldisiðjunnar, svo grípa megi strax til ráðstafana, þegar fiskur sleppur, til að lágmarka tjónið á lífríkinu og villtum laxastofnum með sjúkdómasmiti og erfðablöndun. Alls staðar í veröldinni, þar sem laxeldi fer fram í opnum sjókvíum, sleppur fiskur. Það hefur reynslan líka staðfest hér á landi. Þess vegna vekur furðu hjá fagfólki á alþjóðavettvangi, að íslensk stjórnvöld skuli leyfa opnar sjókvíar með frjóum fiski af framandi stofni í nýju fiskeldi í stað þess að allt eldi fari í lokuð kerfi með geldfiski. Á það stefna nágrannaþjóðir okkar í ljósi dýrkeyptrar reynslu. Ætla Íslendingar að sætta sig við úrelta tækni í fiskeldi með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið og fórna villtum laxastofnum? En norskir eldisrisar sitja á íslenska fjósbitanum og brosa breitt.Höfundur er formaður Veiðifélags Breiðdæla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Berufirði hefur verið rekið laxeldi á vegum Fiskeldis Austfjarða í meirihlutaeigu norskra eldisrisa. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var þar 1,1 milljón laxa í tíu opnum sjókvíum. Álitið er að hrygningarstofn villtra laxa sé um 100 þúsund fiskar á Íslandi. Eldisfiskarnir í Berufirði eru frjóir og af norskum stofni. Bannað er í Noregi að nýta framandi stofna í eldi. En Fiskeldi Austfjarða hefur enga heimild í leyfum í þessu eldi fyrir laxi af norskum uppruna. Það er klárt lögbrot og sambærilegt við að kúabændur færu að flytja inn norska erfðavísa án leyfis til að nýta í ræktun íslenskra kúa – og látið átölulaust. Sömuleiðis hefur Fiskeldi Austfjarða enga heimild í leyfum til að losa fosfór í sjóinn sem er uppistaðan í mengandi úrgangi frá eldinu. Þá hefur þessi eldisiðja aldrei farið í umhverfismat. Hvernig er hægt að taka mark á opinberum eftirlitsstofnunum sem láta þetta allt viðgangast eða er verið að hygla eldisiðjunni umfram aðra? Laxeldið í Berufirði hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum. Í desember gekk bálviðri yfir Austfirði með kuldatíð í kjölfarið og lagðist hart á eldið. Samkvæmt lýsingum Matvælastofnunar þá losnaði um festingar í einni kví, 285 tonn af laxi sýktust og var slátrað og voru urðuð að stærstum hluta á landi. Nú hefur það gerst eftir hvassviðri, sem gekk yfir Austfirði um miðjan júní, að stórar laxatorfur sáust á stökki í Hvítárvík 21. júní og aftur í Fossárvík 29. júní, en báðir staðir eru skammt innan við eldiskvíarnar í Svarthamarsvík í Berufirði. Reynslan staðfestir að eldisfyrirtækin tilkynna ekki um slysasleppingar fyrr en þær eru öllum ljósar seint og um síðir. Laxatorfur við strendur Berufjarðar hljóta að beina augum að eldiskvíunum og slysasleppingum þaðan. Þetta hefur verið tilkynnt Fiskistofu, en óhægt er um vik með eftiráeftirlit, þegar strokufiskur hefur dreift sér um allan sjó. Það er því sjálfsögð krafa, til að tryggja eftirlit eins og frekast má, að eftirlitsfólk verði ráðið til Fiskistofu í full störf á allar eldisstöðvar á kostnað eldisiðjunnar, svo grípa megi strax til ráðstafana, þegar fiskur sleppur, til að lágmarka tjónið á lífríkinu og villtum laxastofnum með sjúkdómasmiti og erfðablöndun. Alls staðar í veröldinni, þar sem laxeldi fer fram í opnum sjókvíum, sleppur fiskur. Það hefur reynslan líka staðfest hér á landi. Þess vegna vekur furðu hjá fagfólki á alþjóðavettvangi, að íslensk stjórnvöld skuli leyfa opnar sjókvíar með frjóum fiski af framandi stofni í nýju fiskeldi í stað þess að allt eldi fari í lokuð kerfi með geldfiski. Á það stefna nágrannaþjóðir okkar í ljósi dýrkeyptrar reynslu. Ætla Íslendingar að sætta sig við úrelta tækni í fiskeldi með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið og fórna villtum laxastofnum? En norskir eldisrisar sitja á íslenska fjósbitanum og brosa breitt.Höfundur er formaður Veiðifélags Breiðdæla
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun