Bjóða gestum að baða sig í volgum vökum úti í vatni Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2018 11:30 Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök-Baths Stöð 2/Arnar Halldórsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér: Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér:
Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira