Innlent

Hlátrasköll hjá Sameinuðu þjóðunum eftir rússneska kosningu Íslands í mannréttindaráð

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Það var töluvert hlegið þegar niðurstöðurnar lágu fyrir og Frakkar steinlágu.
Það var töluvert hlegið þegar niðurstöðurnar lágu fyrir og Frakkar steinlágu. Sameinuðu þjóðirnar

Ísland hefur tekið sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu.

Fulltrúar 178 ríkja voru viðstaddir en 5 sátu hjá. Atkvæði féllu þannig að Ísland fékk 172 atkvæði en Frakkland 1 atkvæði.

Þegar niðurstöðurnar voru lesnar upp brutust út hlátrasköll í salnum enda „sigur“ Íslands nokkuð afgerandi. Þar sem kosningin er leynileg veit enginn hver greiddi Frökkum atkvæði. Búist hafði verið við að nafn Íslands væri á öllum atkvæðaseðlum, og þótti mörgum greinilega fyndið að ein mótþróasál í salnum hafi kosið Frakka þó að það breytti engu um úrslitin.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var viðstaddur og var honum óskað til hamingju með lófataki viðstaddra.

Það var þó vitað löngu fyrir að Íslandi hlyti sæti í ráðinu enda náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland tæki við sætinu sem losnaði þegar Bandaríkjastjórn sagði sig frá ráðinu.


Tengdar fréttir

Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag

Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar.

Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna

Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×