Óska eftir undanþágu fyrir ókyngreind klósett Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. júlí 2018 20:00 Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum. Sundlaugar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum.
Sundlaugar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira