Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2018 23:11 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haldi sambandi Bandaríkjanna og Rússlands „í gíslingu“. Þetta sagði Pútín í viðtali við Chris Wallace hjá Fox News nú í kvöld. Fyrst sagðist hann þó ekki hafa nokkurn áhuga á málefninu, eftir að Wallace spurði út í álit hans á því að Mueller hefði gefið út ákærur gegn tólf starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, þremur dögum fyrir fund hans og Trump.„Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu,“ sagði Pútín. Hann bætti við að Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af rannsókn Mueller og svo „óheiðarlegum“ aðferðum, eins og hann orðaði það. Rannsóknin gæfi ekki góða mynd af bandarísku lýðræði. Hlutverk Mueller er að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með Rússum. Þá rannsakar hann einnig hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Mueller var skipaður í embætti eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 25 rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar hafa verið ákærðir fyrir afskipti af kosningunum. Ein rússnesk kona var handtekin á sunnudaginn.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWallace spurði Pútín því næst hvort hann teldi Mueller vera að reyna að skemma samband Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín sagðist ekki vilja tjá sig um það. Þó sagðist hann telja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sæji eftir því að hafa skipað Mueller í embætti sérstaks saksóknara. „Það kemur mér þó ekki við,“ bætti Pútín við.Russian President Putin on the Mueller probe: I'm not interested in this issue a single bit. It's the internal political games of the United States. #WallacePutinOnFox https://t.co/OqrOzjYveR pic.twitter.com/xejkVcxb8C— Fox News (@FoxNews) July 16, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haldi sambandi Bandaríkjanna og Rússlands „í gíslingu“. Þetta sagði Pútín í viðtali við Chris Wallace hjá Fox News nú í kvöld. Fyrst sagðist hann þó ekki hafa nokkurn áhuga á málefninu, eftir að Wallace spurði út í álit hans á því að Mueller hefði gefið út ákærur gegn tólf starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, þremur dögum fyrir fund hans og Trump.„Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu,“ sagði Pútín. Hann bætti við að Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af rannsókn Mueller og svo „óheiðarlegum“ aðferðum, eins og hann orðaði það. Rannsóknin gæfi ekki góða mynd af bandarísku lýðræði. Hlutverk Mueller er að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með Rússum. Þá rannsakar hann einnig hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Mueller var skipaður í embætti eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 25 rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar hafa verið ákærðir fyrir afskipti af kosningunum. Ein rússnesk kona var handtekin á sunnudaginn.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWallace spurði Pútín því næst hvort hann teldi Mueller vera að reyna að skemma samband Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín sagðist ekki vilja tjá sig um það. Þó sagðist hann telja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sæji eftir því að hafa skipað Mueller í embætti sérstaks saksóknara. „Það kemur mér þó ekki við,“ bætti Pútín við.Russian President Putin on the Mueller probe: I'm not interested in this issue a single bit. It's the internal political games of the United States. #WallacePutinOnFox https://t.co/OqrOzjYveR pic.twitter.com/xejkVcxb8C— Fox News (@FoxNews) July 16, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00