Verslun virkar Davíð Þorláksson skrifar 18. júlí 2018 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð með því að leggja tolla á stál, ál, kínverskar vörur auk þess sem boðaðir hafa verið tollar á bíla og bílahluti. Það er gert undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um störf heima fyrir með því að leggja tolla á erlend ríki. Þetta hefur vakið lukku hjá sumum kjósendum hans, en atvinnulífið er ekki sátt. Tollar Trumps eru nefnilega ekkert annað en skattahækkun á bandaríska neytendur og fyrirtæki. Þar á meðal eru framleiðendur, bændur og tæknifyrirtæki sem munu öll borga meira fyrir algengar vörur og efni. Kína, Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað fyrir sig með því að leggja á, eða tilkynna um, tolla fyrir milljarða dollara. Þau viðbrögð voru vel fyrirsjáanleg. Þeir tollar munu gera bandarískar vörur dýrari sem mun leiða til minni sölu og tapaðra starfa. Helmingur allra starfa í framleiðslu í Bandaríkjunum reiða sig á útflutning og í eina af hverjum þremur ekrum af ræktarlandi er plantað fyrir útflutning. Aðgerðir Trumps ógna allt að 2,6 milljónum starfa og gætu haft mjög slæm áhrif á hagkerfið. Sömu sögu er að segja af hinum löndunum. Í tollastríði, eins og stríði almennt, eru engir sigurvegarar. Verslun og viðskipti eru nefnilega ekki bara einkamál fyrirtækja. Frjáls viðskipti fjölga störfum og auka svigrúm til launahækkana. Þau skila gjaldeyri og sköttum sem standa undir velferðarkerfinu. Trump hefur breytt flaggskipi kapítalismans að þessu leyti í gamaldags land sem leggur stein í götu verslunar og viðskipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Donald Trump Viðskipti Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð með því að leggja tolla á stál, ál, kínverskar vörur auk þess sem boðaðir hafa verið tollar á bíla og bílahluti. Það er gert undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um störf heima fyrir með því að leggja tolla á erlend ríki. Þetta hefur vakið lukku hjá sumum kjósendum hans, en atvinnulífið er ekki sátt. Tollar Trumps eru nefnilega ekkert annað en skattahækkun á bandaríska neytendur og fyrirtæki. Þar á meðal eru framleiðendur, bændur og tæknifyrirtæki sem munu öll borga meira fyrir algengar vörur og efni. Kína, Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað fyrir sig með því að leggja á, eða tilkynna um, tolla fyrir milljarða dollara. Þau viðbrögð voru vel fyrirsjáanleg. Þeir tollar munu gera bandarískar vörur dýrari sem mun leiða til minni sölu og tapaðra starfa. Helmingur allra starfa í framleiðslu í Bandaríkjunum reiða sig á útflutning og í eina af hverjum þremur ekrum af ræktarlandi er plantað fyrir útflutning. Aðgerðir Trumps ógna allt að 2,6 milljónum starfa og gætu haft mjög slæm áhrif á hagkerfið. Sömu sögu er að segja af hinum löndunum. Í tollastríði, eins og stríði almennt, eru engir sigurvegarar. Verslun og viðskipti eru nefnilega ekki bara einkamál fyrirtækja. Frjáls viðskipti fjölga störfum og auka svigrúm til launahækkana. Þau skila gjaldeyri og sköttum sem standa undir velferðarkerfinu. Trump hefur breytt flaggskipi kapítalismans að þessu leyti í gamaldags land sem leggur stein í götu verslunar og viðskipta.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar