Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2018 20:03 Sigmundur Davíð á landsþingi Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þróun aðstoðarmanna ríkisstjórnar Íslands vera sláandi.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Sigmundar um aðstoðarmenn ráðherra og annað starfsfólk. Í svörum Katrínar kom fram að áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk er 427 milljónir króna. Sigmundur spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hefðu ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa. Kom fram að alls hefðu 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Nú séu starfandi alls 22 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar. Jafnframt spurði Sigmundur hvort að aðstoðarmenn hefðu áður verið fleiri en nú. Ekki er annað að skilja á svarinu en að svo sé ekki þar sem árið 2017 hafi 20 aðstoðarmenn verið að störfum þegar mest var og er það næstmesti fjöldi aðstoðarmanna sem verið hefur. Sigmundur fjallar um þessa þróun á Facebook-síðu sinni en hann segir enga ríkisstjórn hafa haft eins marga pólitíska aðstoðarmenn og kostnaðurinn aldrei verið nálægt því eins mikill og nú.Til að setja upphæðina í samhengi, það er áætlaðan árlegan kostnað upp á 427 milljónir króna, bendir Sigmundur á að sú upphæð myndi nægja til að hækka árslaun allra 280 til 399 starfandi ljósmæðra landsins um eina og hálfa milljón króna. „Nú er ég ekki að halda því fram að ráðherrar ættu ekki að hafa aðstoðarmenn eða setja út á fólkið sem vinnur pólitísk störf fyrir ríkisstjórnarflokkana en þróunin er sláandi,“ skrifar Sigmundur. Hann rifjar upp þegar gert var sprell með að hann hefði í sinni ráðherratíð haft marga aðstoðarmenn og ýmsir starfsmenn ríkisstjórnar og annarra ráðuneyta tíndir til. „Ég réði hins vegar aldrei meira en einn aðstoðarmann forsætisráðherra og samnýtti hann á meðan ég gegndi embætti dómsmálaráðherra. Einnig hvatti ég ráðherra til að nýta eins fáa pólitíska aðstoðarmenn og þeir teldu fært,“ skrifar Sigmundur.Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi.fréttablaðið/ernirHonum bauðst hins vegar að fá lánaða aðstoðarmenn, meðal annars einn sem hópur í Framsóknarflokknum hafði milligöngu um. „Sá bauðst til að vinna launalaust enda þegar á launum hjá ríkinu annars staðar. Ég taldi þetta hið besta sparnaðarráð en eins og síðar átti eftir að koma í ljós hefði ég betur hugað að hinu fornkveðna „timeo Danaos et dona ferentes” - „varastu Grikkina þegar þeir vilja færa þér gjafir”,“ skrifar Sigmundur.Í nóvember árið 2013 var greint frá því að Ásmundur Einar Daðason hefði verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tilkynningu kom fram að um tímabundna ráðningu væri að ræða og Ásmundur myndi sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Kom fram að Ásmundur myndi hvorki þiggja laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra, enda starfandi þingmaður á þeim tíma. Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þróun aðstoðarmanna ríkisstjórnar Íslands vera sláandi.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Sigmundar um aðstoðarmenn ráðherra og annað starfsfólk. Í svörum Katrínar kom fram að áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk er 427 milljónir króna. Sigmundur spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hefðu ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa. Kom fram að alls hefðu 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Nú séu starfandi alls 22 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar. Jafnframt spurði Sigmundur hvort að aðstoðarmenn hefðu áður verið fleiri en nú. Ekki er annað að skilja á svarinu en að svo sé ekki þar sem árið 2017 hafi 20 aðstoðarmenn verið að störfum þegar mest var og er það næstmesti fjöldi aðstoðarmanna sem verið hefur. Sigmundur fjallar um þessa þróun á Facebook-síðu sinni en hann segir enga ríkisstjórn hafa haft eins marga pólitíska aðstoðarmenn og kostnaðurinn aldrei verið nálægt því eins mikill og nú.Til að setja upphæðina í samhengi, það er áætlaðan árlegan kostnað upp á 427 milljónir króna, bendir Sigmundur á að sú upphæð myndi nægja til að hækka árslaun allra 280 til 399 starfandi ljósmæðra landsins um eina og hálfa milljón króna. „Nú er ég ekki að halda því fram að ráðherrar ættu ekki að hafa aðstoðarmenn eða setja út á fólkið sem vinnur pólitísk störf fyrir ríkisstjórnarflokkana en þróunin er sláandi,“ skrifar Sigmundur. Hann rifjar upp þegar gert var sprell með að hann hefði í sinni ráðherratíð haft marga aðstoðarmenn og ýmsir starfsmenn ríkisstjórnar og annarra ráðuneyta tíndir til. „Ég réði hins vegar aldrei meira en einn aðstoðarmann forsætisráðherra og samnýtti hann á meðan ég gegndi embætti dómsmálaráðherra. Einnig hvatti ég ráðherra til að nýta eins fáa pólitíska aðstoðarmenn og þeir teldu fært,“ skrifar Sigmundur.Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi.fréttablaðið/ernirHonum bauðst hins vegar að fá lánaða aðstoðarmenn, meðal annars einn sem hópur í Framsóknarflokknum hafði milligöngu um. „Sá bauðst til að vinna launalaust enda þegar á launum hjá ríkinu annars staðar. Ég taldi þetta hið besta sparnaðarráð en eins og síðar átti eftir að koma í ljós hefði ég betur hugað að hinu fornkveðna „timeo Danaos et dona ferentes” - „varastu Grikkina þegar þeir vilja færa þér gjafir”,“ skrifar Sigmundur.Í nóvember árið 2013 var greint frá því að Ásmundur Einar Daðason hefði verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tilkynningu kom fram að um tímabundna ráðningu væri að ræða og Ásmundur myndi sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Kom fram að Ásmundur myndi hvorki þiggja laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra, enda starfandi þingmaður á þeim tíma.
Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10