Tulipop með nýja seríu í bígerð Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, stofnuðu fyrirtækið árið 2010. SARA SIG Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56
66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15