Barry kominn á Sogn eftir þrjár vikur á Hólmsheiði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júlí 2018 06:00 Barry Von Tuijl, refsifangi á Kvíabryggju, missti fótlegg í slysi. Stöð 2 Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00
Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19