Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:38 Elísabet Bretadrottning og Donald Trump Bandaríkjaforseti við Windsor-kastala á föstudag. Rauður hringur hefur verið gerður utan um brjóstnál drottningar. Vísir/getty Opinber heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps til Bretlands vakti athygli heimspressunnar um liðna helgi. Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. Elísabet hitti Trump aðeins einu sinni á meðan heimsókn hans stóð en forsetinn dvaldi í Bretlandi í þrjá daga. Twitter-notandi hefur nú rýnt í brjóstnálarnar sem drottningin bar þessa þrjá daga og bendir auk þess á að hún velji nælurnar iðulega af mikilli kostgæfni fyrir hvern viðburð – og þá segi þær oft meira en þúsund orð. Fyrsta dag heimsóknarinnar, daginn sem Trump mætti til Bretlands, skartaði Bretadrottning brjóstnál sem hún fékk að gjöf frá forverum Trump-hjónanna í embætti, Barack og Michelle Obama. Flestum er eflaust kunnugt um að lengi hefur andað köldu milli Trump og Obama og hefur sá fyrrnefndi gjarnan verið afar óvæginn í garð þess síðarnefnda.Elísabet Bretadrottning með Obama-næluna ásamt erkibiskupnum af Kantaraborg og Sheikh Ahmad Al-Tayeb.Vísir/gettyNæsta dag bauð drottningin forsetahjónunum í te og hefur sú heimsókn jafnframt vakið athygli – og reiði. Trump mætti til að mynda of seint til boðsins auk þess sem hann var gagnrýndur fyrir að æða á undan drottningunni er þau gengu saman við hátíðlega athöfn fyrir utan Windsor-kastala. Enn og aftur vakti brjóstnál drottningar athygli en um var að ræða sömu nælu og móðir Elísabetar setti upp við jarðarför eiginmanns síns, Georgs sjötta Bretakonungs, sem lést árið 1952. Hefur næluval drottningar þótt táknrænt fyrir tilfinningar hennar gagnvart Bandaríkjaforseta – þó ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum.Bretadrottning með næluna sem móðir hennar setti upp í jarðarför eiginmanns síns.Vísir/GettyÁ þriðja degi heimsóknar Trumps tók Elísabet á móti belgísku konungshjónunum og setti upp nælu sem hún fékk að gjöf frá kanadísku þjóðinni í fyrra. Trump hefur verið harðorður í garð kanadískra stjórnvalda í gegnum tíðina, nú síðast þegar hann sagði Kanadamenn hafa „brennt Hvíta húsið til grunna“ í símtali við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.Bretadrottning ásamt belgísku konungshjónunum.Vísir/GEttyTéðan Twitter-þráð um „brjóstnálasamsærið“ má nálgast hér að neðan.#BroochDecoderRing The following data relies heavily on the work of the blogger at "Her Majesty's Jewel Box". If you swing by there (I will be linking), BE ADVISED THE BLOGGER WANTS NOTHING TO DO WITH THIS POLITICAL STUFF THAT IS NOT WHY SHE IS THERE so take it easy.— Bitch. STILL my superhero name. (@SamuraiKnitter) July 15, 2018 Donald Trump Kóngafólk Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Opinber heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps til Bretlands vakti athygli heimspressunnar um liðna helgi. Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. Elísabet hitti Trump aðeins einu sinni á meðan heimsókn hans stóð en forsetinn dvaldi í Bretlandi í þrjá daga. Twitter-notandi hefur nú rýnt í brjóstnálarnar sem drottningin bar þessa þrjá daga og bendir auk þess á að hún velji nælurnar iðulega af mikilli kostgæfni fyrir hvern viðburð – og þá segi þær oft meira en þúsund orð. Fyrsta dag heimsóknarinnar, daginn sem Trump mætti til Bretlands, skartaði Bretadrottning brjóstnál sem hún fékk að gjöf frá forverum Trump-hjónanna í embætti, Barack og Michelle Obama. Flestum er eflaust kunnugt um að lengi hefur andað köldu milli Trump og Obama og hefur sá fyrrnefndi gjarnan verið afar óvæginn í garð þess síðarnefnda.Elísabet Bretadrottning með Obama-næluna ásamt erkibiskupnum af Kantaraborg og Sheikh Ahmad Al-Tayeb.Vísir/gettyNæsta dag bauð drottningin forsetahjónunum í te og hefur sú heimsókn jafnframt vakið athygli – og reiði. Trump mætti til að mynda of seint til boðsins auk þess sem hann var gagnrýndur fyrir að æða á undan drottningunni er þau gengu saman við hátíðlega athöfn fyrir utan Windsor-kastala. Enn og aftur vakti brjóstnál drottningar athygli en um var að ræða sömu nælu og móðir Elísabetar setti upp við jarðarför eiginmanns síns, Georgs sjötta Bretakonungs, sem lést árið 1952. Hefur næluval drottningar þótt táknrænt fyrir tilfinningar hennar gagnvart Bandaríkjaforseta – þó ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum.Bretadrottning með næluna sem móðir hennar setti upp í jarðarför eiginmanns síns.Vísir/GettyÁ þriðja degi heimsóknar Trumps tók Elísabet á móti belgísku konungshjónunum og setti upp nælu sem hún fékk að gjöf frá kanadísku þjóðinni í fyrra. Trump hefur verið harðorður í garð kanadískra stjórnvalda í gegnum tíðina, nú síðast þegar hann sagði Kanadamenn hafa „brennt Hvíta húsið til grunna“ í símtali við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.Bretadrottning ásamt belgísku konungshjónunum.Vísir/GEttyTéðan Twitter-þráð um „brjóstnálasamsærið“ má nálgast hér að neðan.#BroochDecoderRing The following data relies heavily on the work of the blogger at "Her Majesty's Jewel Box". If you swing by there (I will be linking), BE ADVISED THE BLOGGER WANTS NOTHING TO DO WITH THIS POLITICAL STUFF THAT IS NOT WHY SHE IS THERE so take it easy.— Bitch. STILL my superhero name. (@SamuraiKnitter) July 15, 2018
Donald Trump Kóngafólk Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30
Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52
Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59