Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Davíð Snær Jónsson skrifar 19. júlí 2018 18:23 Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun