Erlent

Trump gegn tilboði Pútín

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafnað tilboði Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um að leyfa bandarískum rannsakendum að ræða við tólf Rússa sem hafa verið ákærðir vegna afskipta af forsetakosningunum 2016, í stað þess að Rússar fái að yfirheyra Bandaríska ríkisborgara og þar á meðal fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, vegna ótilgreindra glæpa.



Á umdeildum blaðamannafundi Trump og Pútín í Helsinki á dögunum sagði Trump að tilboð Pútín hefði verið „ótrúlegt“ og hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir það.

Í gær sagði Hvíta húsið að tilboðið væri til skoðunar, á sama tíma og Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði ásakanirnar vera „fáránlegar“ og Mike Pompeu, utanríkisráðherra, sagði að tilboðið yrði aldrei samþykkt.

„Ríkisstjórnin ætlar ekki að senda, þvinga Bandaríkjamenn til Rússlands svo þeir geti verið yfirheyrði af Vladimir Pútín og teymi hans,“ sagði Pompeo í dag.

Bandaríkjamennirnir hafa meðal annras verið sakaðir um svik og spillingu.

Meðal þeirra er Bretinn Bill Browder. Á síðasta áratug var hann sakaður af rússneskum embættismönnum um skattsvik. Þegar lögmaður hans, Sergei Magnitsky dó í fangelsi í Rússlandi, beitti Bowder sér fyrir Magnitsky-lögunum svokölluðu. Þau voru samþykkt og snúa að refsiaðgerðum gegn Rússum sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot.

Á áðurnefndum blaðamannafundi sakaði Pútín Browder og félaga hans um að hafa lagt umtalsvert fé til framboðs Hillary Clinton, fé sem hann hafi öðlast með ólögmætum hætti í Rússlandi. Hann sagði starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa hjálpað honum.

Pútín sagði að alls hefðu Browder og félagar gefið Clinton rúmlega 400 milljónir dala. Starfsmenn Politifact komust þó að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu gefið 17 þúsund dali til framboðs Clinton og 297 þúsund dali til landsnefndar Demókrataflokksins í gegnum bandarískt fyrirtæki sitt. Þeir sendu fyrirspurn til sendiráðs Rússlands í Bandaríkjunum en fengu engin svör.

Öldungadeild Bandaríkjaþings, sem leidd er af Repúblikönum, sendi Trump tóninn nú í kvöld og samþykkti ályktun gegn því að tilboðið yrði samþykkt.



Sarah Sanders, talskona Trump, sagði nú í kvöld að tilboðið hefði verið lagt fram í „góðri trú“ en Trump væri ósammála því. Þá sagði hún Bandaríkin vonast til þess að Pútín myndi flytja Rússana tólf til Bandaríkjanna svo þeir gætu sannað sakleysi sitt, eða verið dæmdir sekir.


Tengdar fréttir

Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær.

Trump segist hafa mismælt sig

Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×