Erlent

Þingkona Demókrata svarar líflátshótunum fullum hálsi

Sylvía Hall skrifar
Maxine Waters hefur hvatt stuðningsmenn sína til þess að gagnrýna aðgerðir Trump.
Maxine Waters hefur hvatt stuðningsmenn sína til þess að gagnrýna aðgerðir Trump. Vísir/AP
Bandaríska þingkonan Maxine Waters hefur fengið líflátshótanir í kjölfar ummæla hennar um að almenningur skyldi áreita embættismenn Trumpstjórnarinnar vegna stefnu þeirra í innflytjendamálum.

Þingkonan ávarpaði stuðningsmenn sína á fjöldafundi fyrir viku síðan þar sem hún sagði áhorfendum að þeir skyldu gera stjórnarmönnum Trumps ljóst að þeir væru „ekki velkomin neins staðar“. 

Sjá einnig: Umdeild ummæli þingkonu reita Trump til reiði

Waters hefur svarað þeim sem sendu henni líflátshótanir á þann veg að ef þeir ætluðu sér að myrða hana skyldu þeir að minnsta kosti gera það almennilega.

„Ég veit að það er fólk sem vill ritskoða mig, vill henda mér út af þingi, tala um að skjóta mig, tala um að hengja mig. Það eina sem ég hef að segja er þetta; ef þið skjótið mig, skuluð þið skjóta beint. Það er ekkert í líkingu við sært dýr.“

Waters hefur lengi talað gegn afdráttarlausri stefnu Trump í innflytjendamálum og hvatt almenning til þess að mótmæla framgöngu Bandaríkjanna á landamærum Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×