Erlent

Seehofer segir af sér eftir deilur um innflytjendamál

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, og Horst Seehofer, innanríkisráðherra og leiðtogi CDU.
Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, og Horst Seehofer, innanríkisráðherra og leiðtogi CDU. Vísir/AP
Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU), hyggst segja af sér báðum embættium. Frá þessu greina þýskir fjölmiðlar í kvöld.

Fréttirnar koma í kjölfar funda Seehofer og Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga systurflokksins CDU, um helgina en formennirnir hafa deilt um stefnu þýsku stjórnarinnar í innflytjendamálum.

Leiðtogar innan CSU komu saman til fundar í kvöld til að ræða samkomulag um innflytjendamál sem leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu fyrr í vikunni, en fyrr í dag hafði CDU lýst yfir stuðning við hugmyndir Merkel.

Mikið hefur verið deilt um innflytjendamál innan raða CSU að undanförnu þar sem þrýst hefur verið á að þýska stjórnin taki upp harðari stefnu í málaflokknum. Þannig hefur Seehofer talað fyrir því að þýsk yfirvöld verði heimilað að vísa flóttamönnum frá Þýskalandi við landamærin. Merkel hefur hins vegar talað fyrir samevrópskri lausn við vandanum.

Þýskir fjölmiðlar hafa í kvöld greint frá því að margir frammámenn innan CSU þrýsti nú á Seehofer að hætta við að hætta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×