Lambaskífurnar slógu í gegn hjá Sveppa og Pétri Stefán Árni Pálsson skrifar 2. júlí 2018 14:30 Þeir félagar spá því að lambaskífur verði nýjasta æðið hjá Íslendingum. Í öðrum þætti af Tveir á teini á Stöð 2 fengu Pétur Jóhann og Sveppi Villa naglbít með sér í lið og grilluðu lambaskífur. Uppskriftin er fyrir unnendur lambakjöts sem eru að leita að fljótlegum og fjölbreyttum rétti. Þetta er fullkomið nart í sumar, þá sérstaklega yfir HM og virkar sem gómsætt fingrafæði á par við buffalóvængi. Undirstaðan er lambahryggur sem er skorinn í örþunnar lambaskífur. Lambaskífur Takið einn frosinn lambahrygg úr kælinum í búðinni og biðjið kjötborðið að skera hann í sundur. Fyrst endilangt eftir miðju og svo þvert í eins næfurþunnar sneiðar og þeir geta eða um það bil 4 millimetra. Úr einum hrygg fáið þið aragrúa af skífum. Við skiptum okkar skífum í fjóra hluta til þess til að prófa fleiri bragðtegundir. Veljið ykkur marineringar sem þið viljið nota. Í Tveir á teini notuðu strákarnir brögð frá Austurlöndum fjær og settu eftirfarandi sósur og krydd á hvern fjórðung:Tikka masalaTeriyakiMango og chiliSalt og pipar Skífurnar láu í kryddunum í um það bil hálftíma til þess að taka í sig bragðið og svo var þessu skellt á sjóðandi heitt grill. Þetta er grillað á örskammri stund á báðum hliðum og skífurnar mega alveg verða stökkar. Berið þær fram strax og jafnvel með eftirlætis kaldri sósunni ykkar til þess að dýfa í. Borðið með fingrunum og passið ykkur á beinunum. Lambakjöt Tveir á teini Uppskriftir Tengdar fréttir Settu nautalund í sous-vide í sturtuklefanum Í fyrsta þættinum af Tveir á teini á Stöð 2 notuðu Pétur Jóhann og Sveppi blöndunartæki á baðherbergi og elduðu nautalund með brenndu smjöri. 25. júní 2018 16:30 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Í öðrum þætti af Tveir á teini á Stöð 2 fengu Pétur Jóhann og Sveppi Villa naglbít með sér í lið og grilluðu lambaskífur. Uppskriftin er fyrir unnendur lambakjöts sem eru að leita að fljótlegum og fjölbreyttum rétti. Þetta er fullkomið nart í sumar, þá sérstaklega yfir HM og virkar sem gómsætt fingrafæði á par við buffalóvængi. Undirstaðan er lambahryggur sem er skorinn í örþunnar lambaskífur. Lambaskífur Takið einn frosinn lambahrygg úr kælinum í búðinni og biðjið kjötborðið að skera hann í sundur. Fyrst endilangt eftir miðju og svo þvert í eins næfurþunnar sneiðar og þeir geta eða um það bil 4 millimetra. Úr einum hrygg fáið þið aragrúa af skífum. Við skiptum okkar skífum í fjóra hluta til þess til að prófa fleiri bragðtegundir. Veljið ykkur marineringar sem þið viljið nota. Í Tveir á teini notuðu strákarnir brögð frá Austurlöndum fjær og settu eftirfarandi sósur og krydd á hvern fjórðung:Tikka masalaTeriyakiMango og chiliSalt og pipar Skífurnar láu í kryddunum í um það bil hálftíma til þess að taka í sig bragðið og svo var þessu skellt á sjóðandi heitt grill. Þetta er grillað á örskammri stund á báðum hliðum og skífurnar mega alveg verða stökkar. Berið þær fram strax og jafnvel með eftirlætis kaldri sósunni ykkar til þess að dýfa í. Borðið með fingrunum og passið ykkur á beinunum.
Lambakjöt Tveir á teini Uppskriftir Tengdar fréttir Settu nautalund í sous-vide í sturtuklefanum Í fyrsta þættinum af Tveir á teini á Stöð 2 notuðu Pétur Jóhann og Sveppi blöndunartæki á baðherbergi og elduðu nautalund með brenndu smjöri. 25. júní 2018 16:30 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Settu nautalund í sous-vide í sturtuklefanum Í fyrsta þættinum af Tveir á teini á Stöð 2 notuðu Pétur Jóhann og Sveppi blöndunartæki á baðherbergi og elduðu nautalund með brenndu smjöri. 25. júní 2018 16:30