Biggi lögga stofnar Facebook-hóp til að sækja bætur frá Primera Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 14:45 Birgir Örn Guðjónsson er ekki sáttur við Primera Air. Vísir Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina. Hann hefur stofnað hóp á Facebook þar sem farþegar Primera Air geta stillt saman strengi til þess að sækja bætur til flugfélagsins vegna tafa helgarinnar. Birgir Örn og fjölskylda hans áttu bókað flug frá Tenerife klukkan 13 á laugardaginn. Brottför var hins vegar seinkað til miðnættis.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Einnig voru sagðar fréttir af því að farþegar flugfélagsins hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Flugfélagið hefur harmað þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina en rekja má tafirnar til þess að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina,“ líkt og sagði í tilkynningu frá flugfélaginu.Fjölmargir farþegar urðu strandaglópar eftir seinkanir á ferðum Primera Air um helgina.VísirAllt lokað nema lítil kaffitería og mikið stress á áhöfninni Birgir lýsir upplifun sinni af töfunum í pistli á Facebook-síðu hans. Var hann sem áður segir á ferð með fjölskyldu sinni og var áætluð heimför á laugardaginn. Kvöldið áður fóru hins vegar að berast SMS-skilaboð um að seinkun yrði á fluginu. Á brottfarardaginn sjálfan var svo tilkynnt að brottför ætti að vera á miðnætti, átta tímum eftir áætlun.Segir hann að við innritun hafi allir farþegar fengið ávísum upp á 20 evrur, um 2.500 krónur til þess að kaupa sér mat en það hefði ekki nýst sem skyldi þar sem allt hafi verið lokað á flugvellinum að undanskilinni lítilli kaffiteríu sem lokað hafi fljótlega eftir að allir hafi verið komnir á flugvöllinn.Greinir hann frá því að eftir innritun hafi töluverð óvissa skapast á meðal farþega þegar þeir fengu þær upplýsingar í gegnum internetið að fluginu hafi verið aflýst. Svo reyndist þó ekki vera en svo virðist sem að áhöfn hafi verið í tímaþröng og því voru farþegarnir beðnir um að flýta sér í sætin svo hægt væri að taka á loft sem fyrst.„Fólki var nokkuð létt þegar vélin lenti svo loksins rétt fyrir miðnætti. Það var byrjað að hleypa um borð nánast um leið og síðasti farþeginn fór frá borði og það var greinilega mikið stress á aumingja flugáhöfninni,“ skrifar Birgir Örn sem vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar.„Samkeppni á þessum markaði er okkur samt öllum til góðs og því vona ég að þetta blessaða flugfélag hysji upp um sig buxurnar og átti sig á því að það er til fyrir farþegana en ekki öfugt. Ef ekki þá hvet ég íslenskar ferðaskrifstofur til að færa viðskipti sín annað,“ skrifar Birgir Örn.Facebook-hópur fyrir farþega Primera Air Lýkur hann skrifum sínum með því að benda á að farþegar eigi líklega rétt á bótum vegna tafanna og að hægt sé að sækja þessar bætur. Bendir hann á að til séu fyrirtæki sem sérhæfi sig í að aðstoða farþega sem hafi lent í slíku, gegn þóknun. Ómar Valdimarsson lögmaður heldur utan um síðuna Flugbætur þar sem fólk getur fengið aðstoð við að sækja sér bætur, gegn 25 prósenta þóknun auk virðisaukaskatts að sögn Birgis. Að hans mati sé þó óþarfi að nýta sér þjónustu þeirra. Hefur hann því stofnað Facebook-hóp þar sem farþegar geta safnast saman og unnið að því að sækja bæturnar.„Þetta getur samt eðlilega vafist fyrir einhverjum og því ætla ég að henda í loftið fésbókarsíðu þar sem við getum rætt þessi mál og hjálpast að við að ganga frá þessu,“ skrifar Biggi enumræddan hóp má nálgast hér, auk þess sem að lesa má pistil Birgis Arnar í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina. Hann hefur stofnað hóp á Facebook þar sem farþegar Primera Air geta stillt saman strengi til þess að sækja bætur til flugfélagsins vegna tafa helgarinnar. Birgir Örn og fjölskylda hans áttu bókað flug frá Tenerife klukkan 13 á laugardaginn. Brottför var hins vegar seinkað til miðnættis.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Einnig voru sagðar fréttir af því að farþegar flugfélagsins hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Flugfélagið hefur harmað þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina en rekja má tafirnar til þess að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina,“ líkt og sagði í tilkynningu frá flugfélaginu.Fjölmargir farþegar urðu strandaglópar eftir seinkanir á ferðum Primera Air um helgina.VísirAllt lokað nema lítil kaffitería og mikið stress á áhöfninni Birgir lýsir upplifun sinni af töfunum í pistli á Facebook-síðu hans. Var hann sem áður segir á ferð með fjölskyldu sinni og var áætluð heimför á laugardaginn. Kvöldið áður fóru hins vegar að berast SMS-skilaboð um að seinkun yrði á fluginu. Á brottfarardaginn sjálfan var svo tilkynnt að brottför ætti að vera á miðnætti, átta tímum eftir áætlun.Segir hann að við innritun hafi allir farþegar fengið ávísum upp á 20 evrur, um 2.500 krónur til þess að kaupa sér mat en það hefði ekki nýst sem skyldi þar sem allt hafi verið lokað á flugvellinum að undanskilinni lítilli kaffiteríu sem lokað hafi fljótlega eftir að allir hafi verið komnir á flugvöllinn.Greinir hann frá því að eftir innritun hafi töluverð óvissa skapast á meðal farþega þegar þeir fengu þær upplýsingar í gegnum internetið að fluginu hafi verið aflýst. Svo reyndist þó ekki vera en svo virðist sem að áhöfn hafi verið í tímaþröng og því voru farþegarnir beðnir um að flýta sér í sætin svo hægt væri að taka á loft sem fyrst.„Fólki var nokkuð létt þegar vélin lenti svo loksins rétt fyrir miðnætti. Það var byrjað að hleypa um borð nánast um leið og síðasti farþeginn fór frá borði og það var greinilega mikið stress á aumingja flugáhöfninni,“ skrifar Birgir Örn sem vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar.„Samkeppni á þessum markaði er okkur samt öllum til góðs og því vona ég að þetta blessaða flugfélag hysji upp um sig buxurnar og átti sig á því að það er til fyrir farþegana en ekki öfugt. Ef ekki þá hvet ég íslenskar ferðaskrifstofur til að færa viðskipti sín annað,“ skrifar Birgir Örn.Facebook-hópur fyrir farþega Primera Air Lýkur hann skrifum sínum með því að benda á að farþegar eigi líklega rétt á bótum vegna tafanna og að hægt sé að sækja þessar bætur. Bendir hann á að til séu fyrirtæki sem sérhæfi sig í að aðstoða farþega sem hafi lent í slíku, gegn þóknun. Ómar Valdimarsson lögmaður heldur utan um síðuna Flugbætur þar sem fólk getur fengið aðstoð við að sækja sér bætur, gegn 25 prósenta þóknun auk virðisaukaskatts að sögn Birgis. Að hans mati sé þó óþarfi að nýta sér þjónustu þeirra. Hefur hann því stofnað Facebook-hóp þar sem farþegar geta safnast saman og unnið að því að sækja bæturnar.„Þetta getur samt eðlilega vafist fyrir einhverjum og því ætla ég að henda í loftið fésbókarsíðu þar sem við getum rætt þessi mál og hjálpast að við að ganga frá þessu,“ skrifar Biggi enumræddan hóp má nálgast hér, auk þess sem að lesa má pistil Birgis Arnar í heild sinni hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10
Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54