Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 16:26 Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins. Vísir/Vilhelm Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira