Fótbolti

Fyrirliði Atletico Madrid búinn að semja í Katar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gabi tók við Evrópudeildartitli á dögunum en er nú farinn til Katar
Gabi tók við Evrópudeildartitli á dögunum en er nú farinn til Katar vísir/getty
Spænski miðjumaðurinn Gabi hefur yfirgefið spænska stórliðið Atletico Madrid og komist að samkomulagi við Al-Sadd í Katar.

Þessi 34 ára gamli leikmaður hefur verið í lykilhlutverki á miðju Atletico undanfarin ár auk þess að hafa verið fyrirliði félagsins undanfarin sex ár. Hann gerir tveggja ára samning við Al-Sadd með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Hann hittir fyrir fyrrum keppinaut sinn úr La Liga hjá Al-Sadd þar sem Barcelona goðsögnin Xavi spilar með liðinu en hann hefur verið í Katar frá árinu 2015 og er enn að spila.

Á ferli sínum hjá Atletico vann Gabi sex titla þar sem hann vann meðal annars spænsku deildina einu sinni og Evrópudeildina í tvígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×