Dýrmætasta auðlind jarðar Úrsúla Jünemann skrifar 5. júlí 2018 07:00 Vatn er tvímælalaust mikilvægasta auðlind jarðar, án vatnsins er ekkert líf. Í heita pottinum um daginn var veðrið eins og oft áður aðalumræðuefnið og þá sérlega sú vætutíð sem hefur ríkt hér á Suðvesturlandi allan júní. Auðvitað vildum við hafa það öðruvísi og liggja í sólbaði, alla vega svona af og til. En hugsum dæmið til enda. Hvort er betra: Að hafa aðgang að ómældu magni af góðu drykkjarvatni og meira að segja einnig af heitu vatni, eða að þurfa að skammta sér nauðsynlega daglega vatnið eða jafnvel að fá alls ekki hreint og ómengað vatn? Mér er alltaf minnisstætt þegar ég fór með gönguferðafélögum yfir Arnarvatnsheiðina. Þegar komið er fyrir ofan stóru vötnin gengur maður yfir svæði þar sem tært lindarvatn sprettur alls staðar upp í fallegum litlum lækjum. Maður frá Austurlöndum nær var meðal þátttakenda og hann ætlaði alveg að missa sig í að dást að þessu og vildi bara hafa eina svona tæra lind nálægt heima hjá sér. En hann fær steikjandi sól nánast allan ársins hring. Gæðunum í heiminum er misskipt. Við á þessu rigningarsama landi tökum hreina vatnið sem sjálfsagðan hlut. Og förum ekki alltaf nógu gætilega að til að varðveita þessa auðlind. Enn rennur skólp óhreinsað í ár, vötn og læki. Plön um að leggja háspennulínur yfir vatnsverndarsvæði eða leyfa mengandi starfsemi rétt við útjaðar þess eru auðvitað út í hött. Það mætti efla eftirlit og vöktun á vatnasvæðum til muna þó að það kosti. Við viljum ekki þurfa að sjóða allt drykkjarvatn af því að það finnst mengun í því. Allir íbúar verða að vinna sem einn í að huga að vatnsvernd. Það er ekki í lagi að henda alls konar sulli í niðurföllin. Það er ekki í lagi að þvo bílana heima hjá sér með mengandi efnum. Það er ekki í lagi að nota eiturefni t.d. illgresiseyði og úðun á tré og runna í görðunum. Það fer nefnilega með regnvatninu í jarðveginn og svo áfram þó að framleiðendur slíkra efna vilji telja okkur trú um annað. Sjórinn í kringum okkar land skapar mikil verðmæti. Þar er margt sem mætti betur fara. Það eru nefnilega ekki hvalir sem éta fiskinn frá okkur heldur er það mannfólkið sem eyðileggur mikilvæg hrygningarsvæði með botnvörpum sem stórskemma allt lífríkið á hafsbotninum. Með því að stífla jökulár til þess að virkja verða mikilvæg næringarefni eftir í lónunum sem myndu annars fara í sjóinn og auka þar frjósemina. Fiskeldi í sjávarkvíum í stórum stíl er mjög varasamt. Allar rannsóknir í þeim fjörðum þar sem þetta er stundað sýna mikla mengun með slæmum áhrifum á lífríkið. Landeigendur hafa hér á landi mikið vald, geta ráðskast með vatnsauðlindirnar á sínu landi nánast eftir vild og farið í framkvæmdir sem geta valdið miklu tjóni á náttúrugersemum. Síðustu árin hafa auðmenn keypt upp heilu jarðirnar án þess að hafa búsetu þar. Hér þarf að grípa inn í með löggjöf til að hindra það. Það er nefnilega svo freistandi að vilja „nýta allt það vatn sem fer ónotað til sjávar“. Sumir vilja verða ríkir helst á einni nóttu. Vatnsvernd kostar sitt en þeir sem vilja græða hratt reyna oft að komast hjá því að borga í þennan sjóð. En þetta kallast að stunda rányrkju. Afleiðingar munu kosta komandi kynslóðir margfalt meira seinna. Svo, gott fólk, hættum að kvarta þó að mikið rigni hér á SV-landi. Gleðjumst yfir okkar stórkostlegu vatnsauðlindum og stöndum vörð um þær.Höfundur er kennari á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Vatn er tvímælalaust mikilvægasta auðlind jarðar, án vatnsins er ekkert líf. Í heita pottinum um daginn var veðrið eins og oft áður aðalumræðuefnið og þá sérlega sú vætutíð sem hefur ríkt hér á Suðvesturlandi allan júní. Auðvitað vildum við hafa það öðruvísi og liggja í sólbaði, alla vega svona af og til. En hugsum dæmið til enda. Hvort er betra: Að hafa aðgang að ómældu magni af góðu drykkjarvatni og meira að segja einnig af heitu vatni, eða að þurfa að skammta sér nauðsynlega daglega vatnið eða jafnvel að fá alls ekki hreint og ómengað vatn? Mér er alltaf minnisstætt þegar ég fór með gönguferðafélögum yfir Arnarvatnsheiðina. Þegar komið er fyrir ofan stóru vötnin gengur maður yfir svæði þar sem tært lindarvatn sprettur alls staðar upp í fallegum litlum lækjum. Maður frá Austurlöndum nær var meðal þátttakenda og hann ætlaði alveg að missa sig í að dást að þessu og vildi bara hafa eina svona tæra lind nálægt heima hjá sér. En hann fær steikjandi sól nánast allan ársins hring. Gæðunum í heiminum er misskipt. Við á þessu rigningarsama landi tökum hreina vatnið sem sjálfsagðan hlut. Og förum ekki alltaf nógu gætilega að til að varðveita þessa auðlind. Enn rennur skólp óhreinsað í ár, vötn og læki. Plön um að leggja háspennulínur yfir vatnsverndarsvæði eða leyfa mengandi starfsemi rétt við útjaðar þess eru auðvitað út í hött. Það mætti efla eftirlit og vöktun á vatnasvæðum til muna þó að það kosti. Við viljum ekki þurfa að sjóða allt drykkjarvatn af því að það finnst mengun í því. Allir íbúar verða að vinna sem einn í að huga að vatnsvernd. Það er ekki í lagi að henda alls konar sulli í niðurföllin. Það er ekki í lagi að þvo bílana heima hjá sér með mengandi efnum. Það er ekki í lagi að nota eiturefni t.d. illgresiseyði og úðun á tré og runna í görðunum. Það fer nefnilega með regnvatninu í jarðveginn og svo áfram þó að framleiðendur slíkra efna vilji telja okkur trú um annað. Sjórinn í kringum okkar land skapar mikil verðmæti. Þar er margt sem mætti betur fara. Það eru nefnilega ekki hvalir sem éta fiskinn frá okkur heldur er það mannfólkið sem eyðileggur mikilvæg hrygningarsvæði með botnvörpum sem stórskemma allt lífríkið á hafsbotninum. Með því að stífla jökulár til þess að virkja verða mikilvæg næringarefni eftir í lónunum sem myndu annars fara í sjóinn og auka þar frjósemina. Fiskeldi í sjávarkvíum í stórum stíl er mjög varasamt. Allar rannsóknir í þeim fjörðum þar sem þetta er stundað sýna mikla mengun með slæmum áhrifum á lífríkið. Landeigendur hafa hér á landi mikið vald, geta ráðskast með vatnsauðlindirnar á sínu landi nánast eftir vild og farið í framkvæmdir sem geta valdið miklu tjóni á náttúrugersemum. Síðustu árin hafa auðmenn keypt upp heilu jarðirnar án þess að hafa búsetu þar. Hér þarf að grípa inn í með löggjöf til að hindra það. Það er nefnilega svo freistandi að vilja „nýta allt það vatn sem fer ónotað til sjávar“. Sumir vilja verða ríkir helst á einni nóttu. Vatnsvernd kostar sitt en þeir sem vilja græða hratt reyna oft að komast hjá því að borga í þennan sjóð. En þetta kallast að stunda rányrkju. Afleiðingar munu kosta komandi kynslóðir margfalt meira seinna. Svo, gott fólk, hættum að kvarta þó að mikið rigni hér á SV-landi. Gleðjumst yfir okkar stórkostlegu vatnsauðlindum og stöndum vörð um þær.Höfundur er kennari á eftirlaunum
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar