H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júlí 2018 06:00 Hægst hefur á sölu H&M frá opnun í ágúst. Fréttablaðið/Andri Marínó Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. Salan hefur aðeins dregist saman frá opnun en hún nam tæplega 670 milljónum króna á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs H&M, frá byrjun mars til loka maí síðastliðins, borið saman við 965 milljóna króna veltu frá byrjun september til loka nóvember í fyrra. H&M opnaði fyrstu verslun sína hér á landi í Smáralind í lok ágústmánaðar en önnur verslun keðjunnar var opnuð í Kringlunni um mánuði síðar. Upplýsingar um sölu sænsku verslanakeðjunnar á tímabilinu mars til maí birtust í fjórðungsuppgjöri keðjunnar í síðustu viku. Salan í verslununum tveimur á því tímabili nam um 56 milljónum sænskra króna sem jafngildir tæplega 670 milljónum íslenskra króna. Það samsvarar um 3,6 milljónum króna á verslun á dag. Dróst salan saman um 6,7 prósent frá fyrri fjórðungi, sem náði frá 1. desember til 28. febrúar, en þá seldi H&M fatnað fyrir alls 715 milljónir króna. Alls seldi H&M föt fyrir ríflega 2.500 milljónir króna hér á landi frá opnun 26. ágúst í fyrra til 31. maí. Hefur meðalvelta á verslun á dag því verið um 4,5 milljónir króna. Stefnt er að opnun þriðju H&M verslunarinnar hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Birtist í Fréttablaðinu H&M Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. Salan hefur aðeins dregist saman frá opnun en hún nam tæplega 670 milljónum króna á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs H&M, frá byrjun mars til loka maí síðastliðins, borið saman við 965 milljóna króna veltu frá byrjun september til loka nóvember í fyrra. H&M opnaði fyrstu verslun sína hér á landi í Smáralind í lok ágústmánaðar en önnur verslun keðjunnar var opnuð í Kringlunni um mánuði síðar. Upplýsingar um sölu sænsku verslanakeðjunnar á tímabilinu mars til maí birtust í fjórðungsuppgjöri keðjunnar í síðustu viku. Salan í verslununum tveimur á því tímabili nam um 56 milljónum sænskra króna sem jafngildir tæplega 670 milljónum íslenskra króna. Það samsvarar um 3,6 milljónum króna á verslun á dag. Dróst salan saman um 6,7 prósent frá fyrri fjórðungi, sem náði frá 1. desember til 28. febrúar, en þá seldi H&M fatnað fyrir alls 715 milljónir króna. Alls seldi H&M föt fyrir ríflega 2.500 milljónir króna hér á landi frá opnun 26. ágúst í fyrra til 31. maí. Hefur meðalvelta á verslun á dag því verið um 4,5 milljónir króna. Stefnt er að opnun þriðju H&M verslunarinnar hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu H&M Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00
Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15