John Stones: Kólumbía er óheiðarlegasta liðið sem ég hef spilað á móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 17:00 John Stones fagnar sigri með félögum sínum í enska landsliðinu. Vísir/Getty Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira